Tag Archives: Kvennafræði (Kynjafræði)

Valgerður Sverrisdóttir er jú bara kona

11.3.2012

8 athugasemdir

Þegar þær Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir tóku að sér að skrifa greiningu á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis í kynjafræðilegu ljósi, stóðu þær stallsystur frammi fyrir því vandamáli að Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á þeim tíma er einkavæðing bankanna fór fram, var Valgerður Sverrisdóttir. Hún er nefninlega kona og það hentaði illa þar eð til stóð […]

Continue reading...

Kynjuð hagstjórn og opinberir starfsmenn

17.2.2012

Slökkt á athugasemdum við Kynjuð hagstjórn og opinberir starfsmenn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar leiðara í Fréttablaðið í gær undir yfirskriftinni Meiri fækkun ríkisstarfsmanna. Þar gerir hann að umtalsefni, skilaboð Seðlabanka Íslands til stjórnvalda í nýjasta hefti Peningamála. Þar gerir bankinn að umtalsefni aukinn halla á fjárlögum þessa árs miðað við upprunalegt frumvarp sem lá til grundvallar hagspá bankans frá því í nóvember sl. Um […]

Continue reading...

Kæra Hanna Björg Vilhjálmsdóttir

29.1.2012

13 athugasemdir

Ég hlustaði á viðtal við þig í þættinum Sirrý á sunnudagsmorgnum frá því fyrir viku síðan þar sem Sirrý ræddi við þig um kynjafræðikennslu sem þú stendur fyrir í Borgarholtsskóla ásamt því að ræða jafnrétti og jafnréttismál almennt. Ég verð að segja að sá kafli viðtalsins sem snerti á öfgum í baráttu femínista olli mér […]

Continue reading...

Old girls network

18.1.2012

5 athugasemdir

Femínistar hafa löngum talað um stund vitrunar (e. click moment) til að lýsa því þegar þeir sjá skyndilega einhverja misfellu í samskiptum kynjanna sem þeim hafði áður verið dulin. Ég er ekki frá því að ég hafi upplifað einmitt þetta þegar ég las Greiningu á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá kynjafræðilegu sjónarhorni. Skýrslan var tekin saman af […]

Continue reading...

Vilja að starfsmenn leikhússins sæki sér menntun í kynjafræðum

12.1.2012

Slökkt á athugasemdum við Vilja að starfsmenn leikhússins sæki sér menntun í kynjafræðum

Mig langar að skrifa um frétt sem fór ansi hljótt í byrjun nóvember á síðasta ári. Vísir skrifaði um málið og aðeins var minnst á þetta á Bylgjunni. Fréttin fjallaði um gagnrýni Listakvenna í leikhópnum Kviss bang búmm á Leikhússtjóra Borgarleikhússins, Magnús Geir Þórðarson og uppsetningu leikhússins á farsanum Nei, ráðherra! Forsaga málsins er sú […]

Continue reading...

Jafnréttisþversögnin (Likestillingsparadokset) – með íslenskum texta

7.1.2012

8 athugasemdir

Mótunarhyggja er snar þáttur í femínískri hugmyndafræði, þá einkum meðal forréttindafemínista. Mótunarhyggja felur í sér þá skoðun að kyn séu líffræðilega eins að öðru jöfnu. Það sem síðan stjórni kyngervi, þ.e. stuðli að kvenlegu og karlmannlegu atferli, sé samfélagið sem hafi mismunandi væntingar til kvenna og karla og móti kynin samkvæmt því. Heitustu fylgjendur mótunarhyggju […]

Continue reading...

Kertasníkir

24.12.2011

3 athugasemdir

Þorgerður Einarsdóttir er hér í hlutverki Kertasníkis. Þorgerður er Prófessor í Kynjafræði sem ég kalla reyndar kvennafræði alla jafna vegna augljósrar kvennaslagslíðu innan greinarinnar. Þorgerður skólar ungar stúlkur (og nokkra drengi) í kvennafræði. Segja má að kúrsar hennar séu einskonar klakvél óyndis en frá henni streyma með reglulegu millibili reiðar ungar konur, tilbúnar að takast […]

Continue reading...

Kynjafræðiprófessor segir meðlög ekki framfærslu

13.11.2011

5 athugasemdir

Forréttindafemínistar tala stundum um að einstæðar mæður séu einu framfærendur barna sinna. Þetta er vitaskuld alrangt þó þetta taki sig kannski vel út í skýrslum og greinum sem ætlað er draga upp mynd af konum sem fórnarlömbum. Fyrir utan sérstaka fjárhagsaðstoð frá ríki og sveitarfélagi fá einstæðar mæður meðlög úr vasa barnsfeðra sinna sem geta […]

Continue reading...

Thomas og klámhjúpurinn

27.9.2011

6 athugasemdir

Þann 15. júlí sl. sló Fréttatíminn upp frétt undir  fyrirsögninni „Klám skoðað í Ráðhúsinu“. Mér datt samstundis í hug að hysterían, sem skók samfélag femínsta þegar Jón Gnarr gantaðist með það að hann skoðaði klám mest á internetinu, hefði tekið sig upp aftur en sú var nú ekki raunin. Tilefni fréttarinnar að þessu sinni var […]

Continue reading...

Sænska heimildamyndin Könskriget (Kynjastríð)

9.9.2011

Ein athugasemd

(Uppfært. Myndina má nú sjá með íslenskum texta með því að smella hér) Sænska heimildamyndin Könskriget er tveggja tíma löng verðlaunmynd sem framleidd var af Nordisk Film og Evin Rubar fyrir Sænska Ríkissjónvarpið og sýnd þar í mai 2005. Nú er hún komin með enskum texta á Youtube. Styðja þarf á CC hnappinn í neðra hægra […]

Continue reading...