Kertasníkir

24.12.2011

Blogg, Hugvekjur

Þorgerður Einarsdóttir er hér í hlutverki Kertasníkis. Þorgerður er Prófessor í Kynjafræði sem ég kalla reyndar kvennafræði alla jafna vegna augljósrar kvennaslagslíðu innan greinarinnar. Þorgerður skólar ungar stúlkur (og nokkra drengi) í kvennafræði. Segja má að kúrsar hennar séu einskonar klakvél óyndis en frá henni streyma með reglulegu millibili reiðar ungar konur, tilbúnar að takast á við eitthvað sem þær kalla feðraveldi með kjafti og klóm.

Kertasníkir óskar sér að fjölmiðlafólk tileinki sér gagnrýna hugsun gagnvart femínistum

Á þessu ári höfum við séð Þorgerði kalla eftir forvirkum sértækum aðgerðum til handa konum sem hún sagði að erlendar rannsóknir bentu til þess að kæmu verr út úr kreppu en karlar þó svo að íslenskar tölur sýndu allt annað. Í kynjafræðikafla skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis varð henni svo á að láta standa sig að því setja fram fullyrðingar sem byggðu á því að meðlög karla inn á heimili kvenna teldist ekki til framfærslu.

Þorgerður er virk í starfi Femínistafélags Íslands og lét t.d. þau orð falla á nýlegum baráttufundi félagsins að femínistar þyrftu að „taka sér túlkunarforræðið í umræðunni af því að það væri svo mikið bull í gangi“.

Kertasníkir óskar sér að fjölmiðlafólk tileinki sér gagnrýna hugsun gagnvart femínistum en Þorgerður segir sem fyrr: Rannsóknir hafa sýnt að …

SJ

, ,

3 athugasemdir á “Kertasníkir”

  1. ET Says:

    Rugl. Það er konum eins og þessari að þakka og dætur okkar, systur og mæður hafa sömu réttindi og karlmenn. Verið er að vinna í því að konur fái sömu laun fyrir sömu vinnu.

    Ert þú með þessa síðu að reyna að standa í vegi fyrir því ?

  2. Kristinn Says:

    ET

    Það er enginn að segja að þessi kona og aðrar eins og hún séu ekki frábærar og einmitt að gera mjög góða hluti.

    Það þarf hinsvegar að mega gagnrýna þær þrátt fyrir það, þegar þær gera eða segja minna góða hluti.

    Sérðu ekki mun á því að gagnrýna eitthvað sem einhver segir og því að vera á móti öllu sem viðkomandi stendur fyrir?

  3. Sigurður Jónsson Says:

    Velkomin ET, takk fyrir innleggið og afsakaðu sein svör.

    Þessi kona hefur eflaust gert margt gott í þágu jafnréttis. Það hafa margir haldið úti vefsíðum sem gert hafa því góð skil. Nú síðast minnir mig að Stígamót hafi veitt henni sérstaka viðurkenningu.

    Hitt veldur mér heilabrotum. Hvernig getur þú séð að það leiði til jafnréttis að krefjast sértækra aðgerða til handa atvinnulausum konum á sama tíma og konum á vinnumarkaði hefur fjölgað um 700 en körlum fækkað um tæp 13.000?

    Nú eða það að láta mánaðarlegar greiðslur upp á 600 milljónir króna frá körlum til kvenna liggja milli hluta í opinberri rannsókn?

    Eigum við ekki syni, bræður og feður sem ekki má gleyma?

%d bloggurum líkar þetta: