Bækur: Feminists say the darndest things

29.12.2011

Bækur

Feminists say the darndest thingsBókin Feminists say the darndest things eftir Mike Adams er sennilega ein fyndnasta bók sem gefin hefur verið út til að sýna fram það sem aflaga hefur farið í femínískri hugmyndafræði. Adams er prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Wilmington, Norður Karolínu og hefur í starfi sínu ýmsa fjöruna sopið í samskiptum sínum við femínista, þá bæði nemendur við skólann og samkennara sína. Hann er enda allt það sem sem femínistar elska að hata. Hvítur, hægrisinnaður, miðaldra karlmaður.

Í bókinni afhjúpar Adams öfgafullan málflutning tiltekinna forréttindafemínista og sýnir fram á tvöfallt siðgæði þeirra af útsjónasemi sem ég hef ekki séð áður. Í bókinni birtir hann samskipti við forréttindafemínista sem á tíðum eru hreint ótrúlega hlægileg eða beinlínis sjokkerandi. Þessi bók er léttmeti og sennilega sú auðlesnasta af öllum bókum sem ég hef kynnt hér. Höfundur kafar ekki ofan í neinar rannsóknir og gerir enga greiningarvinnu, hans helsta markmið er að sýna fram á tvöfallt siðgæði forréttindafemínista og draga fram það sem honum finnst vera til staðfestingar á karlfyrirlitningu þeirra.

Það sem mér finnst helst draga úr gæðum bókarinnar er að Mike er mjög mikill repúblíkani og gagnrýnir forréttindafemínisma þónokkuð út frá sjónarhóli kristinna repúblíkana sem ég hugsa að höfði til fárra íslendinga. Nokkuð ber á gagnrýni á viðhorf femínista til fóstureyðinga og andúð þeirra á hjónabandi en það er svona helst þar sem ég hætti að tengja við boðskapinn þó hann dragi vissulega fram áhugaverða fleti á þeirri umræðu.

Engu að síður, góð bók með nokkrum einstaklega góðum rispum sem vert er að mæla með. Virkilega fyndin á köflum.

Útgáfuár: 2008
Síðufjöldi: 208

SJ

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: