Bækur: Feminist Myths and Magic Medicine (Frítt eintak)

14.11.2012

Bækur

Það er Breska hugveitan Centre for Policy Studies sem gefur út bókina Feminist Myths and Magic Medicine: flawed thinking behind calls for further equality legislation.

Höfundur bókarinnar/skýrslunnar er Dr. Catherine Hakim sem hefur um árabil verið gagnrýnin á femínisma eins og hann er boðaður nú á tímum.

Um efni bókarinnar segir m.a:

  • Hér er farið yfir það hvernig stefna stjórnvalda varðandi jafnréttismál í Bretlandi og víðar, hefur sannarlega aukið tækifæri og athafnarými kvenna á vinnumarkaði.
  • Krafan um frekari löggjöf á þessu sviði er byggð á villutrú. Þeirri trú að jafnstaða (jöfn hlutföll kynja) sé rétt eða yfir höfuð eftirsóknarvert markmið.
  • Nýjar rannsóknir sýna að kynin hafa að meðaltali ólíkar langanir og markmið þegar kemur að starfsvali og samþættingu vinnu og einkalífs. Stefna stjórnvalda ætti því ekki að vera að jafna hlutfall kynja, aðeins tækifæri og rétt kynja.
  • Innleiðingu kynjakvóta og annara reglna er miði að því að veita konum forgang í stjórnir og stjórnunarstöður ætti því að forðast.

Þú getur hlaðið niður eintaki af bókinni með því að smella hér. Nú styttist í kosningar, hví ekki að senda frambjóðendum eintak líka?

Útgáfuár 2011
Síðufjöldi: 52

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: