Bókin The Flipside of Feminism: What Conservative Women Know – and Men Can’t Say, er svolítið öðruvísi gagnrýni á femínisma en sú sem ég hef sett fram. Höfundar bókarinnar eru tveir, þær Suzanne Venker og Phyllis Schlafly en þær eru báðar kristnir íhaldsmenn.
Sú síðarnefnda er reyndar þekktur gagnrýnandi femínisma og hefur verið að í áratugi. Hún setti sig t.a.m. upp a móti breytingu á Stjórnarskrá Bandaríkjanna sem tryggja átti kynjajafnrétti (Eqal Rights Amendment) á áttunda áratugnum. Inntak gagnrýni hennar á ERA var sú að með innleiðingu ákvæðisins, yrðu konur sviptar ákveðnum forréttindum s.s. þeim að vera undanskyldar herkvaðningu.
Bókin byggir af þessum sökum að miklu leyti á gagnrýni sem beinist að þeim lífsgildum sem femínisminn boðar. S.s. viðhorfa til fjölskyldulífs, hjónabands, barneigna og fóstureyðinga. Sem slík er hún ágætis hugvekja, t.d. um stöðu kvenna sem vilja vera heimavinnandi og sinna uppeldi barna sinna og hvernig þær hafa verið jaðarsettar af femínistum.
Eins ótrúlegt og það kann að virðast þá hafa ýmsir fulltrúar „kvenfrelsishreyfingarinnar“ hreinlega sett sig upp á móti því að konur eigi að geta haft val um að vera heimavinnandi en um þetta má sjá dæmi í bókinni. Tilvitnanir í femínista á borð við þá að heimili fjölskyldunnar séu fyrir konur, „comfortable concentration camp“ (Betty Freidan) og „You become a semi-nonperson when you get married“ (Gloria Steinem) segja líklega allt sem segja þarf um þessi viðhorf femínista.
Fyrsti hluti bókarinnar er reynar áhugaverð heimild um ris fórnarlambafemínisma auk þess sem lesandinn er upplýstur um þá baráttu sem átti sér stað bakvið tjöldin í aðdraganda þess að ERA var innleidd í stjórnarskrá Bandaríkjanna
Ég hugsa þó að þetta verði eina bókin sem ég les eftir repúplíkana um þetta efni.
Útgáfuár: 2011
Síðufjöldi: 266
SJ
13.11.2012
Bækur, Blogg