Eldskírn Ara Kristins Jónssonar? Bréf Hugins til HR

16.10.2018

Blogg

Nú viti menn!

Eftir að hafa birt grein laust eftir miðnætti í gærkvöld, um þá klemmu sem Rektor Háskólans í Reykjavík, Ari Kristinn Jónsson er búinn að koma sér í með því að gerast skoðanastjóri starfsmanna skólans, barst síðuritara bréf sem sent var á Háskólann í Reykjavík sl föstudag að mér skilst.

Bréfið sýnir hvernig starfskona hjá Háskólanum í Reykjavík gerir sig seka um allskyns hroðbjóð gagnvart karlmanni í forræðisdeilu.

Og ekki aðeins það, hún notar til þess tölvupóstfang skólans og á í þessum samskitptum á vinnutíma. A.mk. að hluta til.

Bréfið má nálgast með því að smella hér. Bréfritari er Huginn Þór Grétarsson.

Ari, við trúum á þig. Þú getur þetta.

Er það ekki?

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

4 athugasemdir á “Eldskírn Ara Kristins Jónssonar? Bréf Hugins til HR”

  1. Jón Says:

    Þetta bréf er furðuleg samsuða. Hvað kemur rektor HR við hvað einhverjar konur voru að skrifa á netið? Engin þeirra virðist vera starfsmaður HR nema þessi Verity, svo að af hverju er það haft með í bréfinu? Af hverju er verið að tíunda meintar ávirðingar Stundarinnar í þessu bréfi? Rektor HR er hvorkii ráðherra fjölmiðlamála né yfirmaður fjölmiðlanefndar. Þar fyrir utan er ekkert sem sýnir fram á að ummæli umræddrar Verity stjórnist af karlhatri eða staðalmyndum. Hún telur einn mann vera ofbeldismann út frá frásögn barnsmóður hans. Það er engin alhæfing um alla karlmenn í skrifum hennar, eins og var í skrifum Kristins fyrrverandi lektors í HR. Þetta eru algerlega ósambærileg mál og bréfið virðist vanhugsað.

    • Huginn Þór Grétarsson Says:

      Sæll Jón. Komið er inn á þá staðreynd að fjölmargar konur hafa verið tilbúnar til að fullyrða að einstaklingar sem þær þekkja ekki eða þekkja lítið séu ofbeldismenn. Þetta undirstrikar þá hatursræðu gagnvart karlmönnum sem eru stimplaðir út frá staðalímyndum. Eingöngu var verið að benda á að ásakanir Verity Louise Sharpe geti vel verið af sama meiði og hatursorðræðan sem fór fram í fjölmennum hópi kvenna sem skipulagði að „rústa“ einstaklingum sem vöktu athygli á réttindum barna.

  2. SJ2 Says:

    „Eftir að hafa rætt við barnsfaðir (sic) Verity Louise Sharpe hefur mér orðið ljóst hverskonar manneskja hér er á ferð. Hún hefur markvisst reynt að eyðileggja samband hans við syni hans. Rústað mannorði hans í fjölmiðlum o.s.frv. Þetta er manneskja haldin þrúgandi karlahatri, dregur upp af þeim staðalímyndir og ræðst að mér á fjölmiðlinum dv.is.“

    Bréfritari er hér að gera nákvæmlega það sama og hann gagnrýnir Verity fyrir. Hún talar við barnsmóður hans og telur hann ofbeldismenn út frá þeirri frásögn. Hann talar við barnsföður hennar og telur hana tálmunarmóður og karlahatara út frá þeim samskiptum. Ætlar hann þá að reka sjálfan sig úr vinnu fyrir að tala svona um hana opinberlega? Hann hefur líka talað illa um barnsmóður sína opinberlega. Er það merki um kvenhatur?

    Þetta virðast vera deilur tveggja einstaklinga sem bæði hafa upplýsingar frá þriðju hendi, frekar en eitthvað sem tengist jafnréttismálum eða Háskólanum í Reykjavík.

    • Huginn Þór Grétarsson Says:

      Ég byggi athugun mína á árásum sem hún hefur stundað gagnvart mér. Til staðfestingar á máli mínu, hefur barnsfaðir hennar lent í svipuðum árásum frá henni. Hún réðst að honum í fjölmiðlum, og þær barnsmæður okkar unnu semsagt saman að því að koma málum sínum á framfæri. Bæði Stundin og Rúv birtu áróður þeirra beggja. En mat mitt á henni Verity byggi ég fyrst og fremst á því hvernig hún er tilbúin að ljúga upp á mig ofbeldi og óþverra. Þegar ég fékk svo veður af því að barnsfaðir hennar hefði lent í svipuðum hlutum, staðfesti það eingöngu það sem ég vissi fyrir.

%d bloggurum líkar þetta: