Tag Archives: Kvenfyrirlitning

Feitar, réttdræpar mellur

2.3.2014

13 athugasemdir

Í þessu afar áhugaverða innslagi fréttaþáttarins Ísland í dag frá 28. feb sl. útskýrir talskona Femínistafélags Íslands, Steinunn Rögnvaldsdóttir, hvernig; a) það lýsir ekki kvenfyrirlitningu þegar Hildur Lilliendahl Viggósdóttir kallar konur feitar, réttdræpar mellur, en b) það lýsir kvenfyrirlitningu þegar karlmaður kallar konur feitar, réttdræpar mellur. – SJ | Taktu þátt | Óskast | Rannsókna- & heimildasafn |

Continue reading...

Kjaftasaga um kjaftasögu: Þetta sýnir karlfyrirlitninguna

25.2.2014

Ein athugasemd

Um liðna helgi birti DV viðtal við Sigríði Dögg Auðunsdóttur, ritstjóra Fréttatímans. Ég las glefsurnar sem birtust á vefmiðlinum yfir helgina og það er óhætt að segja að þær höfðu sterkan femínískan stíl. Sigríður segir t.a.m. að konur eigi að heimta yfirmannastöður því þær eigi það skilið. Við fáum frá henni sögu af karlmanni sem var […]

Continue reading...

Knúz.is: Stelpur, hvað er að ykkur?

26.11.2012

5 athugasemdir

Hið femíníska vefrit, Knúz.is birti í fyrradag pistil eftir Stefán Ingvar Vigfússon. Pistlinum, sem ber yfirskriftina „Ævintýri framhaldsskólanema í landi kvenfyrirlitningar„, virðist ætlað að deila á kvenfyrirlitningu en er, merkilegt nokk, yfirfullur af kvenfyrirlitningu. Hér er ég ekki að tala um klassíska kvenfyrirlitningu sem sjálfsagt flestir þekkja, heldur er ég að tala um þá bakdyrakvenfyrirlitningu […]

Continue reading...

Viðtal við kynlífsþjón um vændislöggjöfina

19.9.2012

Slökkt á athugasemdum við Viðtal við kynlífsþjón um vændislöggjöfina

Meðfylgjandi myndskeið sýnir viðtal við kynlífsþjóninn Pye Jacobsson. Ásamt því að starfa sem kynlífsþjónn er Pye líka baráttukona fyrir réttindum fólks sem starfar í kynlífsiðnaði. Pye lítur ekki á sig sem fórnarlamb og kærir sig ekki um að vera bjargað af femínistum eða öðrum sjálfskipuðum góðborgurum því hún telur sig ekki þurfa á hjálp að […]

Continue reading...

Heimskar dræsur

4.9.2012

4 athugasemdir

Út er komin bókin Fantasíur kvenna í ritstjórn Hildar Sverrisdóttur. Í bókinni gefur að líta 51 frásögn kvenna af kynórum sínum. Eins og svo oft þegar konur ræða málefni kvenna, þá er eins og jörðin þurfi að skjálfa undan mikilfengleik þess. Þannig heyrðist að ritstjóri teldi þetta verk vera tímamótaverk á sínu sviði og að […]

Continue reading...

Stæði fyrir konur og fatlaða

26.4.2012

2 athugasemdir

Það var búið að segja mér frá kvennastæðum Hörpu fyrir löngu síðan. Ég hélt einhvernvegin að þetta gæti ekki verið satt en nú sé ég í fréttum að arkitektinn og aðrir sem komu að byggingu Hörpu, lögðu í alvöru vinnu í að gera bílastæðahúsið þannig úr garði að konur gátu lagt í stæði fyrir fatlaða. […]

Continue reading...

Valgerður Sverrisdóttir er jú bara kona

11.3.2012

8 athugasemdir

Þegar þær Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir tóku að sér að skrifa greiningu á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis í kynjafræðilegu ljósi, stóðu þær stallsystur frammi fyrir því vandamáli að Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á þeim tíma er einkavæðing bankanna fór fram, var Valgerður Sverrisdóttir. Hún er nefninlega kona og það hentaði illa þar eð til stóð […]

Continue reading...

Faraldur kvenfyrirlitningar?

8.3.2012

10 athugasemdir

Hildur Lilliendahl ljáði fyrir skemmstu máls á því að hatur og fyrirlitning á konum væri einhverskonar faraldur í samfélaginu. Femínistar hafa alla tíð verið duglegir við að halda þessu fram og lýsti Femínistafélag Íslands þeirri skoðun sinni í umsögn sinni til Jafnréttislaga, þeirra er nú eru í gildi, að gera ætti það refsivert að ráðast […]

Continue reading...

Konur sem hata karla

29.2.2012

7 athugasemdir

Sómakonan Hildur Lilliendahl hefur aldeilis náð að hræra upp í fólki síðustu daga með samantekt sinni á ummælum karla í myndaalbúm sem hún nefnir „Karlar sem hata konur“. Verandi sá strigakjaftur sem hún er, vissi ég strax að þetta gæti ekki orðið annað en áhugavert. Ég vil byrja á að segja að mörg þeirra ummæla […]

Continue reading...

Gervikonur og puntkonur

21.1.2012

3 athugasemdir

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar áhugaverðan pistil í Morgunblaðið undir yfirskriftinni „Ekki rétt gerð af konu“. Þar fjallar Kolbrún um þá fyrirlitningu sem femínistar sýndu Margaret Thatcher en fyrir þau ykkar sem ekki vita þá var Thatcher á önverðu við flesta ef ekki alla öfgafulla femínista í hinu pólitíska litrófi. Grípum hér aðeins niður í pistil Kolbrúnar: „Ég man eftir […]

Continue reading...