Stæði fyrir konur og fatlaða

26.4.2012

Blogg

Framtíðarlandið?Það var búið að segja mér frá kvennastæðum Hörpu fyrir löngu síðan. Ég hélt einhvernvegin að þetta gæti ekki verið satt en nú sé ég í fréttum að arkitektinn og aðrir sem komu að byggingu Hörpu, lögðu í alvöru vinnu í að gera bílastæðahúsið þannig úr garði að konur gátu lagt í stæði fyrir fatlaða.

Ég get nú ekki varist þeirri hugsun að finnast þetta svolítð lýsandi fyrir viðhorf femínistahreyfingarinnar til kvenna í dag. Hreyfingar sem lítur svo á að konur þurfi aðstoð ríkisstofnana til að taka þátt í atvinnulífinu og geti ekki náð árangri nema fyrir tilstuðlan kynjakvóta.

Og það kalla ég kvenfyrirlitningu.

SJ

,

2 athugasemdir á “Stæði fyrir konur og fatlaða”

  1. Eva Hauksdóttir Says:

    Ég efast nú reyndar um að feministafélagið hafi staðið fyrir þessu bílastæðamáli og ég hef séð nokkra yfirlýsta feminista rísa gegn þessu en alltaf skal einhver koma og benda á að það sé nú reyndar stöðugt verið að nauðga konum… Mér finnst þessi hræðsluáróður óþolandi. Hann heldur konum í viðjum áunnins hjálparleysis og þessi endalausa innræting um vonda karla sem sitji fyrir konum við allar mögulegar og ómögulegar aðstæður á meiri þátt í því að halda konum niðri en nokkurntíma hið meinta áhugaleysi fjölmiða og atvinnurekenda á konum.

  2. Sigurður Jónsson Says:

    Já ég sá ekki annað en að femínistafélagið og hreyfingin öll hafi sett sig upp á móti þessu. Þetta átti ekki að skiljast sem svo að ég hafi ætlað femínistum að hafa staðið fyrir þessu heldur hinu að mér þætti þetta svolítið lýsandi fyrir stöðu konunnar í hinum femíníska hugmyndaheimi. Þ.e. sem viðkvæmri veru sem af hinum ýmsu ástæðum þyrfti að aðstoða við alla möguleg og ómögulega hluti og þar sýnist mér við vera sammála. Þetta hlýtur að hafa mótandi áhrif á ungar stúlkur og konur að alast upp við allan þennan barlóm.

    Annars hafa nú verið sett fram þau rök að konur séu í meiri hættu en karlar á að lenda í árásum en það er bara fásinna að halda slíku fram. Karlar eru í miklu mun meiri hættu á að verða fyrir árásum en konur svo í raun ættu þeir að fá stæði nálægt inngöngum ef við ættum að hugsa hlutina þannig.

%d bloggurum líkar þetta: