Lítið hefur borið á aðgerðahópnum Stóru systur eftir að umræðan í kjölfar stofnunar hópsins lognaðist út af. Nú hefur hópurinn reitt til höggs á ný en meðfylgjandi mynd var birt á fésbókarvegg hópsins og deilt á vegg Femínistafélags Íslands í beinu framhaldi.
Hér gefur hópurinn sér að með orðinu „massage“ eða nudd sé átt við vændisþjónustu eða erótískt nudd og hikar ekki við að birta myndina óbjagaða með símanúmeri og heimilisfangi ásamt þessum aðdróttunum. Sem betur fer lét skynsamt fólk í sér heyra með athugasemdum við myndina og ekki leið á löngu þar til kona ein sem býr í nágrenni við fólkið sem setti upp auglýsinguna tók til máls og sagði að þarna byggi harðdugleg fjölskylda af erlendum uppruna.
Eins og treysta má á þegar innvígðir og innmúraðir forréttindafemínstar eru annars vegar var hinsvegar ekkert gefið eftir. Myndinn stendur enn og nú er birtingin varin með þeim rökum að enginn nuddstofa sé í þessu húsi skv. upplýsingum frá Fyrirtækjaskrá. Ummæli eins femínistans fanga þá stemmningu kannski ágætlega þegar hún segir:
„Við eigum aldrei að sætta okkur við ólöglegan rekstur og ef það hangir ekki uppi starfsleyfi þarna þá á að loka þessu STRAX. Hættum að líta undan og gerum kröfur um bætt siðferði í þessu auma þjóðfélagi..“

Ekki er annað að sjá en að barátta Stóru systur eigi nú að fara að snúast gegn rekstraraðilum sem ekki hafa tilskilin leyfi.
Ég gerði það sem aðstandendur þessa hóps hefðu átt að gera sjálfir, hringdi í númerið. Ég spurði hvað verið væri að bjóða upp á og var svarað að ég gæti valið milli 40 og 60 mínútna nudds. 60 mínútna nuddið kostar 6.500 sem er u.þ.b. það sem ég hef borgað fyrir heilnudd svo það gefur auga leið að hér er bara um venjulegt nudd að ræða. Það sem sannfærði mig ennfrekar var að þegar ég spurði um eðli nuddssins þá fékk ég spurningar um líkamsástand og hvort ég væri verkjaður á einhverjum sérstökum stöðum.
Það er því útlit fyrir að nuddarar séu næsti hópur fólks sem þessir sjálfskipuðu siðgæðisverðir ætla að bjarga frá sjálfum sér.
SJ
24.4.2012 kl. 21:10
Fyrir alllöngu síðan benti ég á að þessi fáránlega barátta gegn strippstöðum, vændi og annarri þjónustu í kynlífsgeiranum, þjóni í og með þeim tilgangi að takmarka fjölda innflytjenda. Það skyldi þó ekki vera að þjóðernishyggja spili inn í þetta ofstæki?
27.4.2012 kl. 10:18
Þá er lögreglan búin að rannsaka málið. Niðurstaðan: Hér var verið að setja á laggirnar kínverska nuddstofu.
http://www.ruv.is/frett/kinverskt-nudd-en-ekki-vaendi
Ég held að lexían sé, ekki opna nuddstofu í nágrenni Stígamóta.