Femínistaskjölin

22.5.2018

Blogg

Í byrjun mars sl. tóku nokkrir karlmenn sig saman og efndu til myllumerkisherferðarinnar #DaddyToo. Þetta var í kjölfar #MeToo herferðarinnar þar sem konur stigu fram og greindu frá ýmist kynferðisofbeldi eða kynferðislegri áreitni.

Mér þótti þetta framtak vitaskuld bæði eftirtektarvert og spennandi.

Tilgangur #DaddyToo er að vekja athygli á stöðu feðra sem sæta tálmun á umgengni við börn sín. Og auðvitað um leið, stöðu þeirra barna sem beitt eru þessu ofbeldi.

Í raun er hér um að ræða ekki svo ólíkar myllumerkisherferðir. Hvor um sig tekur á ofbeldi sem a.m.k. virðist beinast meira gegn öðru kyninu en hinu.

Ég gladdist auðvitað mjög þegar ég sá þessu hrundið af stað en sama tíma var ég þó vonlítill um að þetta myndi hafa veruleg áhrif.

Því miður.

Af einhverjum ástæðum er lítið til skiptanna í samfélagi okkar þegar kemur að því að sýna þjáningu karla hluttekningu, samúð og samkennd. Þessu er aftur á móti öfugt farið þegar harmur kvenna er annarsvegar.

Hver einasta reynslusaga sem sögð er undir báðum þessum myllumerkjum hefur líka aðra hlið. Það er jafnan ómögulegt að meta af lestri einhliða frásagna, hvernig í pottinn er búið í einstökum málum.

Ég held þó að flestir séu því sammála að báðar þessar herferðir sýni fram á raunveruleg vandamál sem vel má, og ætti að reyna að laga að einhverju marki með samstilltu átaki.

Pétur Pan hefði auðvitað haldið að femínistar myndu taka #DaddyToo fagnandi.

Með þessu á ég við að þegar femínistum er bent á atriði sem sýna ótvírætt fram á að hreyfing þeirra er ekki lengur að berjast fyrir jafnrétti heldur fremur kvenréttindum, og í mörgum tilfellum hreinum og klárum forréttindum, er viðvæðið jafnan á þá leið að það sé ekki þeirra djobb að berjast fyrir karla. Þeir verði bara að hysja upp um sig buxurnar og leggja sjálfir í púkkið.

Við slík tilefni er jafnan sagt að körlum sé ekki bara velkomið að láta til sín taka, heldur sé það hreinlega kærkomið. Þessu fylgir gjarnan eftirmálinn um að hið ímyndaða feðraveldi jaðarsetji karla ekki síður en konur. Svona svo gripið sé niður klassíska femíníska hugmyndafræði.

Og þetta er einmitt það sem forsprakkar #DaddyToo eru að gera. Þeir eru að leggja sín lóð á vogarskálarnar í von um réttlæti og aukin lífsgæði fyrir karlmenn framtíðarinnar og þau börn sem í dag búa við skert réttindi og lífsgæði sem sem leiða af femíníska módelinu.

Allir sem fylgjast með þessari baráttu vita að hún vinnst ekki á einum degi. Það eru yfirgnæfandi líkur á að þeir sem fórna sér í baráttunni í dag, munu ekki njóta uppskerunnar því enn sést varla til lands í þessum málaflokki. Að minnsta kosti ekki á okkar eylandi.

Því fór þó fjarri að landslið okkar í ,,jafnrétti“ tæki því fagnandi að karlar hefðu svarað kallinu og ætluðu sér nú að láta til sín taka í jafnréttisbaráttunni.

Raunar voru viðbrögðin þveröfug.

#DaddyToo framtakið mætti umsvifalaust slíkri heift að engum gat dulist hver skilaboðin voru frá femínistum: Karlmenn skyldu hafa sig hæga. Ekki tjá sársauka sinn og alls ekki voga sér að stugga við kerfi sem í dag tryggir konum forréttindi á kostnað feðra og barna. Ellegar mættu þeir búast við því að ráðist yrði á persónu þeirra á opinberum vettvangi með öllum tiltækum ráðum í samstilltu átaki femínista úr öllum lögum samfélagsins. Bæði á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.

Og einmitt þetta sýna femínistaskjölin svo ekki verður um villst.

Ég gæti svosem skemmt skrattanum og límt hér inn óbreyttan texta úr ,,fræðum“ femínista sem lýsir svona viðbrögðum sem ,,ótta ríkjandi valdakerfis við að glata forréttindum sínum„. Hvernig það að krefjast jafnréttis, muni alltaf leiða til þess að tímabundið óreiðuástand skapist í sölum valdisins og fleira í þeim dúr.

En ég nenni því ekki. Þið hafið örugglega flest, ef ekki öll, heyrt þetta.

Og þá komum við að femínistaskjölunum sem hafa verið aðeins í umræðunni. Hvað sýna þessi femínistaskjöl og hvernig skipta þau máli í þessu samhengi?

Ég ætla að gera mitt besta til að útskýra það hér.

Femínistaskjölin eru safn skjáskota sem náðust úr lokuðum hópum femínista. Einkum fésbókarhóp sem nefnist Aktívistar gegn nauðgunarmenningu.

Um er að ræða lekagögn sem komu frá konu úr þessum hópi sem telur einar 2.500 konur eða þar um bil. Það er ágætt að vita að a.m.k. einni konu var misboðið.

Hvort allar hinar séu svona harðkjarna femínstar skal ósagt látið. En mér er þó spurn hvers vegna það fór nákvæmlega ekkert fyrir rödd skynseminnar í því andrúmslofti múgæsingar sem heltók þennan miður smekklega hóp femínista.

Nú gæti hinn venjulegi maður spurt sig; hvaða læti eru þetta yfir einhverju fuglabjargi á facebook? Er það eitthvað nýtt að forréttindafemínistar séu á móti því að karlar geri eitthvað annað en að láta allt yfir sig ganga?

Og það er réttmæt spurning.

Spurning sem erfitt væri að svara ef einungis væri um að ræða þessi venjulegu eilífðarbörn sem verða fyrir óafturkræfum andlegum skaða við það eitt að heyra skoðanir sem ekki samrýmast þeirra eigin.

Þið vitið hvaða femínista ég er að tala um. Þessa sem þarfnast sérstakrar viðvörunar (e. Trigger Warning) ef eitthvað annað en hið heilaga femíniska guðspjall er við það að þröngva sér upp á skilningarvit þeirra.

En femínistaskjölin eru bara svo miklu, miklu meira en það.

Vissulega er meirihluti þeirra femínista sem tjá sig á þessum þráðum bersýnilega nöttz (pun intended). En í þeim er líka að finna femínista úr efstu lögum samfélagsins. Fólk sem gegnir valda- og áhrifastöðum.

Og það er akkúrat hér sem hnífurinn stendur í kúnni.

Einmitt í ljósi stöðu sinnar, geta þær í raun og sann staðið í vegi fyrir foreldrajafnrétti með áhrifaríkum hætti.

Við skulum taka bara örfá dæmi um það sem sumar þeirra segja en aðrar styðja, ýmist beint eða óbeint:

 1. Formanni Félags um foreldrajafnrétti er gefið að sök að hafa myrt barnsmóður sína.
 2. Karlmaður sem hefur látið til sín taka í jafnréttisumræðunni er sagður geðveikur og best settur inni á stofnun.
 3. María Lilja Þrastardóttir, þekktur forréttindafemínisti og blaðakona lýsir því að sér finnist perralegt að kalla sig Daddy og önnur segir enn perralegra að halda ráðstefnu undir heitinu ,,Leyfi til að elska“
 4. Varaformaður Samfylkingarinnar, Heiða Björg Hilmisdóttir ,,lækar“ færslu sem endar á orðunum ,,rústum þessum gaurum“ og aðra færslu þar sem kallað er eftir slúðri og níði um þá karlmenn sem voga sér að vera sýnilegir í #DaddyToo baráttunni. Þess ber að geta að Heiða Björg skráði sig í fésbókarhóp #DaddyToo gagngert til að njósna eða ,,spæja“ um mennina sem verið var að skipuleggja aðför að svo notuð séu hennar eigin orð. Hún afskráir sig svo síðar úr #DaddyToo hópnum og hefur um leið um það þau orð að henni þyki leitt að geta ekki haldið áfram að ,,spæja“ eins og hún orðar það.
 5. Ráðgjafi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í jafnréttismálum, Halla Gunnarsdóttir er meðlimur í þessum hóp og skrifar innlegg þar sem hún hrósar konunum fyrir að taka þennan slag (þ.e. slaginn að kveða baráttu karla gegn tálmunarofbeldi í kútinn strax í fæðingu).
 6. Ritstjóri Stundarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir lætur einnig til sín taka og óskar eftir gögnum sem sýni fram á að einhverjir meðlimir Daddytoo hreyfingarinnar séu ofbeldismenn. Þessu kalli svarar Sigrún Jóhannesdóttir lögm. og segist veriða með mál á sínu borði sem afhjúpi bæði kerfið og föðurinn. Gera verður ráð fyrir að með þessu sé hún að lýsa yfir vilja til að leka þessum gögnum í fjölmiðla.
 7. Sigrún Sif Jóelsdóttir, verkefnastjóri í sálfræðideild Háskóla Íslands lætur ekki sitt eftir liggja og viðrar hugmynd um að vinna rannsókn á forsjárlausum feðrum með það að markmiði að sýna fram á ofbeldishegðun forsjárlausra feðra. Hún fullyrðir að meðlimir #DaddyToo hreyfingarinnar og Félags um foreldrajafnrétti séu margir með dóma fyrir ofbeldisbrot og aðrir með kærur.
 8. Þórey Guðmundsdóttir prestur vegur að fyrsta manni á lista Karlalistans. Hún lætur í veðri vaka að sökum dvalar sinnar á BUGL sem unglingur sé hann hættulegur. Þar dvaldi hann vegna taugakvilla sem hann hafði ekkert val um að þjást af og hefur síðan elst af honum.  Eitthvað sem gerir hann greinliega að minni manni í huga prestsins. Þessi kona starfaði um árabil hjá Sýslumannsembættinu við sáttameðferð í forræðisdeilumálum. Sú spurning vaknar vissulega, hvort hún hafi þar orðið sér út um þessar trúnaðarupplýsingar.

Skjölin

Hér eru slóðir á gögnin sem mér bárust eins og þau bárust og þessi umfjöllun byggir á.

Fyrst eru textaskjöl með samantektum og einstökum skjáskotum. Næst eru skjáskot úr hverju skjali fyrir sig auk fleiri skjáskota sem ekki birtast endilega í samantektunum. Möppunúmer svara til númers samantektarskjals sem um ræðir.

Sjón er sögu ríkari. Ég myndi líklega setja Trigger Warning fyrir framan þetta ef ég teldi að feðrahreyfingin væri að megin uppistöðu samansafn geðsjúklinga. En ég veit að svo er ekki. Sem betur fer.

Búast má við að bætt verði í þetta gagnasafn á næstu dögum og færslan uppfærð eftir þörfum.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

13 athugasemdir á “Femínistaskjölin”

 1. Sigurður Says:

  Að þessu sögðu. Endilega skellið inn slóðum á alla fjölmiðlaumfjöllun um þetta mál í athugasemdakerfinu ef þið lumið á einhverju. Eða ykkar eigin útdrætti úr skjölunum.

  En pössum okkur um leið að fara ekki niður á sama plan og femínistarnir í þessu máli. Það væri eitthvað svo ,,ó classy“.

 2. Júnía Líf Maríuerla Says:

  Hvað er eiginlega að ykkur! Að taka skjáskot úr LOKUÐUM OG MJÖG viðkvæmum hóp?
  #þolendaskjölin

  • Helga Dögg Sverrisdóttir Says:

   Þú veist ágæta Júnína að snjáldursíðan er opinber miðill rétt eins og mbl.is, ruv.is og fleiri miðlar. Dómstólar hafa notað ummæli og myndir þaðan í dómum því þetta er opinbert. Að fletta ofan af svona ógeðslegri umræðu er mjög þarft því æra manna og jafnvel atvinna er í húfi. Það hefði verið nær að gagnrýna konur sem tala með þessum hætti eins og gert er í skjölunum, gleymdu því ekki góan að hér gæti verið rætt um pabba þinn, afa, bróður og jafnvel kærasta eigir þú einn. Þetta er skoðun kvenna á karlpeningi landsins og við sem fordæmum slíka orðræðu eigum að gera það á opinberum vettvangi og ekki láta bjóða okkur svona gróusögur og meiðandi ummæli, hvorki gagnvart körlum eða konum.

  • Friðgeir Sveinsson Says:

   Þú meinar Femanistaskjölin. Svo að það sé á hreinu þá er það sem þarna fer fram allt annað en einhver þolendaspjall. Þarna eru stór hópur kvenna að ráða ráðum sínum um hvernig eigum að ofsækja tiltekina menn. Þær konur sem þarna eruneru einmitt ofbeldisfólk. Ekki þolendur. Bara það að þú viljir að þetta séu þolendur og ljúir því að sjálfum þér og öðrum þá er þetta se einhverjar þolendasögur þá er staðreyndin öllum sem FEMENISTASKJÖLIN lesa að hér er um hreint ofbeldi að ræða af hálfu þessara kvenna.

 3. Helga Dögg Sverrisdóttir Says:

  Ég er undrandi hvað konur geta verið orðljótar í garð karlmanna, feðra, karlkyns, tengdasona, barnabarna og afa. Það mætti halda að þessar konur lifðu í glerkúlu eða umgangist eingöngu konur. Segi bara, aumingja karlmennirnir í lífi þeirra, hvað hugsa þær ekki um þá, segja og bera út.

  Af hverju ætti að gilda aðrar reglur um þá en aðra karlmenn, eða af hverju ætti fólk t.d. að bera meiri virðingu fyrir eiginmanni eða syni Heiðu Hilmisdóttur eða Sóleyjar Tómasdóttur en syni konunnar sem þær rægja í athugasemdarkerfunum og í skjölunum. Vona að málið hafi afleiðingar fyrir þessar konur, svona nokkuð verður að stoppa.

  Ein sem er mjög virk í athugsemdakerfunum um málaflokkinn, Elísabet Ýr Atladóttir , er fyrirferðamikil í skjölunum og hún á alla mína samúð. Fleiri konur sem fara mikinn í athugasemdarkerfum má finna í þessum hóp. Skelfir mig þegar konur fordæma ofbeldi að þær beiti því í formi orðræðu. Af hverju telja þær sig heilagar og þess megnugar að dæma, líka fólk sem hefur ekkert til saka unnið.

 4. Hrútur Says:

  Ok ég hafði ekki mikinn áhuga á þessu máli en hafði heyrt af því bara svona á kaffistofunni í vinnunni.. en ég kíkti á þetta núna útaf frétt frá DV og verð að segja að þetta er eiginlega bara brútal, ég hafði engann áhuga á þessari #DaddyToo baráttu en núna hafið þið stuðning minn 100%. Feminisminn á íslandi eru orðin hrein og klár pest sem hefur fengið einum of mikil völd.

  • Helga Dögg Sverrisdóttir Says:

   Mikið gleður það mig fyirir hönd karlmanna hér á landi, sona minna, tengdasona, föðurs, frænda, eiginmanns, karlkyns vina og annarra karlmanna. Hef enga ástæðu til að ætla að allir karlmenn séu skemmd epli. Allir vita að þau leynast inn á milli en eplakassinn í heild er ekki skemmdur. Sama gildir um konur. Sem betur fer finnast konur eins og ég sem kærum okkur ekki um svona hegðun og framkomu. Enginn veit hver er næstur á nornaveiðum þessarra kvenna.

   Hvet þig Hrútur til að ræða málefnið við alla þá sem vilja ljá þér eyra, því eins og þú segir, þetta er rosalegt. Konurnar sem kona fyrir í skjölunum hafa skurmskælt hreyfinguna ,,Einnig ég“ og það er synd því markmið hreyfingarinnar var að vekja athygli á málefninu ekki draga menn inn í óvægin dómstól götunnar þar sem sleggjudómar ráða ríkjum. Og enginn veit hver verður fyrir barðinu á þeim.

 5. Birgir Kristbjörn Hauksson Says:

  Vil árétta þá skoðun mína að kominn er tími á stofnun hagsmunasamtaka karla/drengja. Hvernig væri að einhenda sér í það að loknum sveitarstjórnar kosningum.

  • Helga Dögg Sverrisdóttir Says:

   Þarf með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að varaformaður Samfylkingarinnar fari inn í borgarsjtórn. Hvet alla þá sem kosið hafa flokkinn að gera það ekki. Á hinum listunum er betra innrætt fólk, svona miðað við þátttöku hennar í þessum hópi. Maður situr undrandi á mannvonskunnni sem skín í gegnum hópinn hvort sem það eru ungar eða eldri konur.

 6. Jordan B.Good Peterson Says:

  ,,Hvað er eiginlega að ykkur! Að taka skjáskot úr LOKUÐUM OG MJÖG viðkvæmum hóp?“ … segir Júnía nokkur Maríuerla.

  Merkilegt viðhorf.

  Það er sem sagt í lagi að efna til samsæris um að bendla saklausa menn við refsiverð ódæði og ræna þá ærunni.

  En að vara þá við því sem til stendur?

  Það er víst glæpurinn í þessu dæmi.

 7. Friðgeir Sveinsson Says:

  Ég varð kjaftstopp þegar ég las þetta fyrst, ég verð ennþá kjaftstopp þegar ég er að ræða þetta. Sturlunin og heiftin er á einhverju allt öðru leveli hérna

  • Helga Dögg Sverrisdóttir Says:

   Ein þeirra sem hefur svarað fullum hálsi við nánast hverja athugasemd um tálmun kvað þetta vera hóp kvenna sem beittar voru ofbeldi. Það skýtur skökku við að þær sömu konur skuli í orðræðu beita ofbeldi. Ef einhver ætti að vita afleiðingar ofbeldis ættu það að vera þessar konur, en þeim viriðst nákvæmlega sama. Velti fyrir mér hvað gefur þeim veiðileyfi á ferður sem berjast fyrir rétti barna sinni, það að vera kona, sennilega. Ég fann fyrir sorg í hjarta að aðeins ein kona af 2500 sem eru í þessum hóp hafi andmælt.

   Köld eru kvenna ráð!

%d bloggurum líkar þetta: