Það eru margar leiðir fyrir áhugasama til að taka þátt í baráttunni gegn framgangi forréttindafemínisma og ég hvet allt sómakært fólk til að gera þó ekki sé nema eitthvað pínulítið. Forréttindafemínistar eiga ótrúlegan árangur sinn fyrst og fremst að þakka aðgerðarleysi venjulegs fólks sem hefur ekki látið sig kynjabaráttuna varða.
Láttu í þér heyra
Íslenskir fjölmiðlar og stjórmálafólk sýna forréttindafemínistum ótrúlega linkind. Láttu í þér heyra næst þegar þú horfir á viðtal eða sérð rakalausar staðhæfingar étnar upp eftir forréttindafemínistum.
Á þessu vefsvæði getur þú fundið nokkrar vandaðar heimildamyndir og þætti sem koma illa við kauninn á forréttindafemínistum. Miðað við fyrirferð femínísks áróðurs í fjölmiðlum, ættum við nú að geta lifað við að aðeins sé snert á hinni hliðinni – er það ekki?
Ef þú ert sammála, sendu þá Útvarpsstjóra og dagsskrárstjóra RÚV tölvupóst og hvettu til þess að þetta efni verði tekið til sýningar:
- Könskriget (Kynjastríð). Sænsk heimildamynd í tveimur hlutum.
- Hjernevask (Heilaþvottur). Norsk heimildaþáttarröð.
- Witch Hunt (Nornaveiðar). Bandarísk heimildamynd um falskar ásakanir.
Það er ekkert að því að RÚV fái reglulegar áskoranir um að taka þetta efni til sýningar. Það drepur engan. Þú finnur tölvupóstföng Útvarpsstjóra og Dagskrárstjóra hér.
Hvað stjórnmálafólk varðar; sendu því fyrirspurnir, láttu það skýra og standa fyrir máli sínu þegar það, gagnrýnilaust, heldur fram einhverri vitleysu sem þau hafa verið mötuð á af forréttindafemínistum.
Stjórnmálafólki er að vissu leyti vorkun þar sem það þarf að hafa „vit“ á ótrúlega miklu. Það treystir því á sérfræðinga sem í tilviki jafnréttismála eru rammfemínískir kynjafræðingar. Á hinn bóginn er enginn að fjármagna kennslu í hugmyndum fólks sem finnst kynjafræði vera fúsk og því þarf þetta fólk að hafa fyrir því að kynna sér þær.
Það er ekkert að því að senda ráðherrum, ráðuneytum, þingmönnum og öðru stjórmálafólki fyrirspurnir eða hafa samband símleiðis. Á meðan stjórnmálafólk upplifir að það getur sagt og staðið fyrir hvaða vitleysu sem er, svo fremi að það er í nafni femínisma, þá mun það halda því áfram.
Sú klappstýrustemmning sem hefur myndast í íslensku samfélagi gagnvart femínisma gerir gagnrýni á hann alveg einstaklega auðvelda. Það mun koma þér á óvart hvað það er margt beinlínis brotið þegar kemur að þessum málum.
Gefðu af þér
Til þess að sporna gegn þeirri þróun að jafnréttisbarátta verði að einhliða baráttu fyrir forréttindum kvenna og útmáli karlmenn sem valdasjúka kúgara, er nauðsynlegt að halda uppi skipulegu andófi gegn forréttindafeminisma. Barátta þeirra er vel skipulögð og markviss enda ríkisstyrkt að miklu leyti.
Ef þú lumar á skúbbi eða hefur haldgóða þekkingu á einhverju sviði kynjaumræðunnar, deildu þá með þér. Ef þér hugnast ekki að gera það í eigin nafni, sendu það þá á einhvern þeirra bloggara sem hafa verið að láta til sín taka í kynjaumræðunni.
Ef þú telur þennan vef ekki réttan vettvang, eða ert ekki sammála nálgun minni í þeim málum sem þú hefur mestan áhuga á, þá er hugsanlegt að einhver þeirra bloggara sem hafa verið að láta til sín taka á þessu sviði gætu hentað betur. Ég bendi á:
- Einar Steingrímsson, Eyjublogg
- Eva Hauksdóttir, Eyjublogg
- Kristinn Theódórsson, Andmenning.com
Þá bendi ég á Rannsókna- og heimildasafn á þessu vefsvæði en markmið þess er að vera upplýsingatorg þar sem hægt er að finna upplýsingar um rannsóknir, nöfn fræði- og vísindamanna, bækur, greinar og margmiðlunarefni er varðar helstu þætti kynjaumræðunnar og telst gagnrýnið á femínískar kenningar. Ég óska sérstaklega eftir ábendingum um efni sem gæti átt þar heima frá aðilum sem eru vel inni í þessum málaflokkum.
Að öðru leyti bendi ég á síðuna Óskast en þar má sjá upplýsingar um það hverju ég leita að hverju sinni.
SJ