Brottnáms- og tálmunarmál Hjördísar Svan: Ætlar Innanríkisráðuneytið að fara á svig við lög?

27.11.2013

Blogg

Grein mín, Brottnáms- og tálmunarmál Hjördísar Svan: Áður óbirt gögn,  hefur fengið vægast sagt góð viðbrögð. Þá ekki bara í lestri heldur hafa mér borist tölvupóstar frá fólki sem fannst tími til kominn að aðrar hliðar en Hjördísar fengju umfjöllun.

Í þessum tölvupóstum og umræðum á öðrum miðlum, hefur komið fram fólk sem lýsir áhyggjum af því að yfirvöld muni láta undan þrýstingi aðstandenda og stuðningsmanna Hjördísar, sem farið hafa fram með offorsi gegn barnsföður hennar og þeim opinberu starfsmönnum sem hafa ekki viljað ganga erinda Hjördísar í máli þessu.

Það er auðvitað grafalvarlegt mál ef samfélag okkar þróast í þá veru að fólk, sem jafnvel síendurtekið fremur alvarleg lögbrot, getur barið stofnanir til fylgis við sig og fengið stuðning ríkis við lögbrot sín. Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að það sé alvarlegt að fólki skuli yfir höfuð finnast ástæða til að óttast þetta.

Sjálfur vil ég gjarnan trúa því að opinberir fulltrúar okkar reyni almennt að gera sitt besta og að þeir vilji fara að lögum. Þeir eru hinsvegar mannlegir og eins og dæmin sanna þá geta þeir eins og aðrir gerst brotlegir við lög, annaðhvort viljandi eða óviljandi.

Arndís Hauksdóttir, prestur í Noregi, hefur farið mikinn í umræðu um brottnáms- og tálmunarmál Hjördísar Svan og látið til sín taka með beinum hætti. Arndís þessi skrifaði nýlega bréf sem hún sendi öllum þingmönnum til að reyna að fá þá til að hlutast til um málið í þágu Hjördísar. Ég hef þetta bréf nú undir höndum.

Í bréfinu, sem að mestu er níð í garð föður barnanna, kemur fram að hún hýsti telpurnar í um fimm vikur eftir að Hjördís nam þær á brott nú í haust. Þá lýsir hún fundi sem hún sat, ásamt móður Hjördísar, með Innanríkisráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni hennar og ráðgjöfum þegar skipulagning brottnámsins stóð yfir. Ekki verður annað skilið á skrifum Arndísar en að ráðuneytið hafi vitað að undirbúningur hins ólöglega brottnáms stæði yfir.

Þá setur Arndís í bréfinu fram alvarlegar aðdróttanir er lúta að hæfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Aðdróttanir er beinast að persónu hans og eru svo ósmekklegar að ég ætla ekki að hafa þær eftir hér.

Sé lýsing Arndísar á niðurstöðu fundarins í Innanríkisráðuneytinu rétt, er það grafalvarlegt mál en um fundinn segir hún:

„Í aðdraganda þess að börnin komu á mitt heimili fékk ég fund (ásamt móður Hjördísar) með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og hennar aðstoðarmanni og ráðgjöfum. Það sem kom út úr þeim fundi var:

Ráðuneytið taldi sig ekki geta aðstoðað Hjördísi við að flýja til Íslands með börnin en ef hún kæmist að eigin rammleik myndi verða stutt við hana, börnunum veitt vernd og þær yrðu ekki sendar úr landi aftur“

Hér segir svart á hvítu að Innanríkisráðherra hafi á fundi, lofað að styðja við Hjördísi tækist henni að nema börnin þrjú ólöglega á brott frá heimalandi sínu og það í fjórða sinn. Stuðningur ráðuneytisins átti skv. þessu að felast í því að íslensk yfirvöld myndu ekki framfylgja ákvæðum Haag samningsins, sem kveða á um að börnum sem sé rænt og þau flutt hingað til lands, skuli tafarlaust send til heimalands sé landið aðili að samningnum.

Hér er tvennt í stöðunni. Annaðhvort staðfestir þetta að Innanríkisráðuneytið hafi stutt, eða a.m.k. ætlað sér að styðja, óeðlilega við bakið á Hjördísi og vitað af fyrirætlunum hennar um að nema börnin ólöglega á brott frá Danmörku. Eða hitt, að Arndís Hauksdóttir er að segja ósatt um niðurstöðu fundarins. Mér finnst mikilvægt að fá úr þessu skorið og sendi því eftirfarandi fyrirspurn til Innanríkisráðuneytisins:

„Góðan dag, 

Ég hef undir höndum bréf sem Arndís nokkur Hauksdóttir skrifaði og sendi öllum alþingismönnum vegna tálmunar- og brottnámsmáls Hjördísar Svan Aðaheiðardóttur sem ítrekað hefur numið þrjú börn ólöglega á brott frá heimili sínu í Danmörku í trássi við sex dóma sem kveðnir hafa verið upp hér á Íslandi og í Danmörku.

Í bréfinu rekur Arndís meðal annars efni fundar sem hún segist hafa átt með Innanríkisráðherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni ráðherra og ótilgreindum fjölda ráðgjafa. 

Skv. því sem fram kemur í bréfi Arndísar lofar ráðuneytið henni að Hjördísi verði veitt aðstoð í málinu ef henni takist að koma börnunum ólöglega til Íslands. Aukinheldur lofar ráðuneytið henni að stutt verði við Hjördísi og að börnin verði ekki send aftur til Danmerkur þrátt fyrir að þær eigi þar lögheimili og dómstólar bæði á Íslandi og í Danmörku hafi kveðið upp úrskurð um að svo skyldi vera áfram.

Ég vitna í bréfið:

„Ráðuneytið taldi sig ekki geta aðstoðað Hjördísi við að flýja til Íslands með börnin en ef hún kæmist að eigin rammleik myndi verða stutt við hana, börnunum veitt vernd og þær yrðu ekki sendar úr landi aftur“

Er rétt að Arndísi hafi verið lofað að stutt yrði við Hjördísi í þessu máli eftir að hún næmi börnin ólöglega á brott í fjórða sinn og kæmi með þau til Íslands?

Er rétt að Ráðuneytið hafi lofað því að börnin yrðu ekki send aftur til Danmerkur og þá í trássi við ákvæði Haag samningsins?

Virðingarfyllst,
Sigurður Jónsson“

Nú langar mig að biðla til lesenda um að senda ámóta fyrirspurn á ráðuneytið. Ykkur er velkomið að nota bréfið sem ég skrifaði og gera að ykkar en taka þá út að þið hafið bréf Arndísar undir höndum, eðlilega.

Sé það ætlun ráðuneytisins að beita sér með ólöglegum hætti í málinu, þá mun þrýstingur í formi svona fyrirspurna án efa hjálpa til við að koma í veg fyrir slíkt lögbrot. Vefur ráðuneytisins: http://www.innanrikisraduneyti.is/

Ég mun nú í framhaldinu senda ritstjórnum helstu fréttamiðla þessi gögn enda talsvert fréttagildi í þessu, hafi ráðuneytið lofað að fara á svig við lög.

Og takið eftir að þeir fréttamiðlar sem tekið hafa afstöðu með Hjördísi í máli þessu og jafnvel hreinlega slegið hana til riddara, munu ekki gera málinu skil.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

31 athugasemdir á “Brottnáms- og tálmunarmál Hjördísar Svan: Ætlar Innanríkisráðuneytið að fara á svig við lög?”

 1. Helga Dögg Says:

  Hneyksli ef rétt er. Presturinn er stétt sinni til skammar, styður lögbrot. Spurning hvort hann brjóti ekki siðareglur stéttarinnar með gjörningi sínum! Grunnskólinn á ekki að hylma yfir svo sveitarfélagið hylmir yfir með lögbroti, stúlkurnar hafa ekki heimild til að ganga í skóla. lögheimili þeirra er í Danaveldi. Dapurt að réttarríkið Ísland skuli vera svo djúpt sokkið!

  Kveðja, Helga Dögg

  • Ingolf Says:

   Ert þú viss um að Ísland sé réttarríki? Ef svo er, þá er það fyrir fá útvalda!

  • kristinn sigurjonsson Says:

   Godan dag er mogulegt ad fa ad sja allt brefid
   Kvedja
   Kristinn

   • Sigurður Says:

    Velkominn Kristinn og takk fyrir innleggið.

    Ég er með bréfið en það er að meginuppistöðu gróft persónuníð gegn Kim Laursen annarsvegar og hinsvegar alvarlegar aðdróttanir sem beinast að persónu Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu.

    Þegar ég skrifaði greinina tók ég þá ákvörðun að birta ekki þetta persónuníð og aðdróttanir þar sem mig langar ekki að taka þátt í að dreifa því.

    • Heiðar Says:

     Væri ekki gott að birta bréfið í heild sinni með tippex yfir öllu því sem er ærumeiðandi gagnavart Kim og Braga. Það gefur umræðunni meira vægi.

 2. Sigurður Says:

  Og svo því sé haldið til haga þá sendi ég efirfarandi skeyti til DV, Eyjunnar, Pressunnar, Stöðvar 2, Vísis, mbl og RÚV nú rétt í þessu:

  „Góðan dag,

  Svo virðist sem Innanríkisráðuneytið hafi lofað að fara á svig við lög í brottnáms- og tálmunarmáli Hjördísar Svan.

  Þetta er sagt hafa verið niðurstaða fundar sem helsti stuðningsmaður Hjördísar, Arndís Hauksdóttir sat ásamt móður Hjördísar í Ráðuneytinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Arndís ritar og hefur sent öllum þingmönnum.

  Þá bera skrifin með sér að Ráðuneytið hafi vitað af fyrirhuguðu brottnámi barnanna þegar það var í undirbúningi.

  Þetta er auðvitað alvarlegt ef rétt reynist.

  Meira um málið og bein tilvitnun í bréfið: https://forrettindafeminismi.com/2013/11/27/brottnams-og-talmunarmal-hjordisar-svan-aetlar-innanrikisraduneytid-ad-fara-a-svig-vid-log/

  Kv. Sigurður“

 3. Helgi Says:

  Tékk. Búinn að senda á ráðuneytið.

 4. Sigurjón Says:

  Búinn að senda fyrirspurn.
  Þetta er hræðilegt ef rétt reynist. Ráðuneytið situr undir ásökunum þessa dagana um að leka gögnum um hælisleitendur. En þetta mál, ef rétt reynist….. Vá, hvað ég vona innilega að sé bara enn ein lygaþvælan í „stuðningsmönnum“ Hjördísar. Því ef rétt reynist þá eru stjórnvöld að taka þátt, óbeint, í mannráni.

  • Sigurður Says:

   Vel gert!

   Já, þetta er svolítið magnað ef satt reynist. Hinsvegar er nú ekki ólíklegt að hér sé Arndís að fara frjálslega með staðreyndir. Það væri þá ekki í fyrsta skipti.

 5. Haukur Says:

  Þetta eru gríðarlega alvarlegar ásakanir á hendur innanríkisráðherra. Það verður æsispennandi að sjá svör hennar, en dóms- og kirkjumálaráðherra getur varla setið undir svona ásökunum prests (er hún starfandi prestur á launaskrá ríkisins, þ.e. opinber starfsmaður?)

  • Sigurður Says:

   Við skulum sjá. Þetta eru alvarlegar ásakanir já en það er sláandi hvað margir virðast til í að víkja lögum og mannréttindum hlutaðgeiandi til hliðar í þessu máli. Held að bragurinn væri annar ef það væri faðir sem síendurtekið væri að brjóta á konu og börnum.

   Arndís er starfandi perstur já en ekki hér á landi heldur í Noregi.

 6. Helga Dögg Says:

  Hefur Sigurður einhver fjölmiðlana fjallað um málið, sé ekkert um það. Reyndar gæti fréttin/umfjöllunin hafa farið framhjá mér.
  Sendi fyrirspurn í ráðuneytið og í póstihólf á snjáldursíðu (facebook) ráðherra, ekkert svar borist!
  Kveðja, Helga Dögg

  • Sigurður Says:

   Nei, enginn birt neitt um þetta enn. Á nú svona frekar von á að það heyrist ekkert í ljósi þess hvernig íslenskir fréttamenn hafa kosið að fjalla um málið hingað til. Ég sendi þetta fyrst og fremst á miðlana til að staðfesta þann grun minn.

   Takk fyrir að senda og gott hjá þér að senda bara beint í snjáldur ráðherra!

 7. Sigríður Hjartardóttir Says:

  Kveða seka , Reglunum kvaka mega,hærra hátt , enga sátt, tungur ljótar lepja.tepra , morð á lögum glepja, já svei svei er ok að mömmu drepa. En malið galið , hafið þið alið. ………………..Hér minnist enginn á börnin svo þetta dæmir sig sjálft.

 8. Arndis Hauksdóttir Says:

  Sigurður??? Ó nei. komdu fram undir þínu rétta nafni bleyðan þín.

  • Sigurður Says:

   Ágæta Arndís. Þér er fullfrjálst að dylgja um að ég sé ekki sá sem ég segist vera ef þú telur það hjálpa málstað þínum. Fyrir mér lítur þetta, og framkoma þín öll, út eins og það hafi ekki verið neinn ,,substance“ í málflutningi ykkar eftir allt saman, bara alls ekki neinn.

  • Kjartan Sæmundsson Says:

   Ekki vildi ég hafa samskipti við þennan prest………

  • Helga Dögg Says:

   Sæl Arndís. Myndir þú trúa því ef Sigurður segðist heita Pétur, Páll, Karl, Herbert eða Bogi? Fyrir mér eru skrif þín eingöngu til að sá tortryggnisfræjum og afvegaleiða umræðuna. Held þú ætti bara að svara því sem fleiri en Sigurður biðja þig um.
   Kveðja, Helga Dögg

  • Lárus Sigurðsson Says:

   Góðan daginn Arndís, fyrst þú ert að pósta hérna þá hlýtur þú líka að geta svarað þeim ummælum sem voru undir þig borinn í síðasta bloggi, þ.e. „Gæti tætt þetta niður lið fyrir lið og geri það er þarf“. Annars held ég að þú sért ekki að gera málstað Hjördísar neitt gott með að tjá þig opinberlega, ef þú getur ekki staðið við nein ummæli þín.

 9. Friðgeir Sveinsson Says:

  Sigurður, Ertu með Bréfið í heild sinni þannig að hægt sé að láta það fylgja sem viðhengi, fremur en úrdrætti úr því.
  Kv, Friðgeir Sveinsson

  • Sigurður Says:

   Velkominn Friðgeir og takk fyrir innleggið.

   Ég er með bréfið já en það er að meginuppistöðu gróft persónuníð gegn Kim Laursen annarsvegar og hinsvegar alvarlegar aðdróttanir sem beinast að persónu Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu.

   Þegar ég skrifaði greinina tók ég þá ákvörðun að birta ekki þetta persónuníð og aðdróttanir þar sem mig langar ekki að taka þátt í að dreifa því.

   • Friðgeir Sveinsson Says:

    Takk fyrir þessar upplýsingar Sigurður, Skil afstöðu þína 100% og virði hana.

 10. Addi Says:

  Hef sent á innanríkisráðuneytið og sendi einnig á valda þingmenn Framsóknar.

 11. Haraldur Magnússon Says:

  Þetta eru vægast sagt óeðlileg afskipti af ríki í þessu máli. Í nágrannalöndum hefur maður séð þingmenn og ráðherra þurfa að segja af sér fyrir minni sakir.
  Vel gert Sigurður að fylgja þessu máli eftir. Hlakka mikið til að heyra af þeim svörum sem þú færð (vonandi).

 12. Lárus Sigurðsson Says:

  Hvað er að frétta af þessu máli, veit það einhver????????

 13. Þorsteinn Kolbeinsson Says:

  Ég held Sigurður að þú hefðir átt að senda þetta bréf/skeyti á danska fjölmiðla…

 14. Kristinn Says:

  https://www.facebook.com/notes/hj%C3%A6lp-hj%C3%B8rdis/the-story-of-hj%C3%B6rdis-svan-emma-matilda-mia-please-read/214369958766416

  „After a summer holiday in early August, the mother made a very difficult and controversial decision: To not return her daughters to the father. She had received an informal promise of goodwill from Icelandic authorities and was hopeful that the children would finally get protection in Iceland.“

  Ég held að enginn geti velkst í vafa um það að einhver hljóp á sig og gaf loforð sem hann eða hún gat aldrei staðið við. Loforðið virðist nánast snúast að því að brjóta lög sem er líklegast ástæðan fyrir því að ekki var staðið við loforðið.

  „Unbelievable? Yes, it is. But for you who are in doubt, there are several cases of violations of the rights of foreign parents in Denmark, and Denmark is currently under scruitiny by the European Union, due to how inadequately they handle these cases. Hjördís‘ daughters case is just one of them. Petitioners before the EU concerned with children and human rights (February 2014 – Hjördís’ case is petitioned in this video by another woman, as Hjördis was already in prison):“

  Það er með hreinum ólíkindum hvað þetta lið nennir að ljúga. Það veit fullvel að mál Hjördísar er ekki hluti af þessu máli Evrópunefndarinnar, ekki einu sinni 14.febrúar þegar beiðni um upptöku málsins er flutt. Beiðni um upptöku máls jafngildir ekki umfjöllun né rannsókn. Það að þetta mál skuli sífellt hengt í umfjöllun evrópuráðsins er eiginlega bara fyrir mér staðfesting á því hvar nákvæmlega þetta fólk ætlar sér að reka málið, ekki fyrir opinberum dómstólum heldur fyrir dómstóli götunnar.

  • Lárus Sigurðsson Says:

   Eru ekki danskir fjölmiðlar spenntir fyrir svona, þeir virðast allavega stunda rannsóknarblaðamennsku. Hefur einhver sett sig í samband við einhvern fjölmiðil þarna úti??????

%d bloggurum líkar þetta: