Þann 24. október sl. var Femínistafélagið Blær stofnað í Menntaskólanum við Sund. Í frétt um þetta merkilega framtak voru birtar myndir af ungmennum haldandi á spjöldum með áletrunum sem skýra áttu hversvegna þetta fólk taldi sig þurfa á femínisma að halda.
Þetta stóð að mínu mati upp úr:
SJ
8.12.2013 kl. 19:40
Mér fannst einmitt alveg merkilegt að sjá nánast engin viðbrögð við þessu spjaldi. Nú er líklegast að drengurinn sé einmitt að reyna að benda á það út í hverskonar rugl feminisminn er kominn en ég hef ekki séð neinar umræður um þetta. Engu líkara en að þeir sem tóku þátt í gjörningnum séu bara hjartanlega sammála þessu.
8.12.2013 kl. 22:14
Þeir sem ritað hafa um þessa mynd hafa smættað það sem þar stendur, þ.e. að drengurinn meini að viðhorf eins og hans, deyji út, ekki fólk bókstaflega. Eru þetta unggæðingslegir öfgar eða??? Svo virðist alla vega sem umsjónarmönnum verkefnisins hafi ekki þótt ástæða til að fá drenginn til að tjá það sem hann vildi fjalla um með ögn hófstilltari þætti, og er það miður
10.12.2013 kl. 16:52
Drengnum fannst lítil ástæða til að minnka kaósinn sem fylgdi spjaldi hans. Enda vakti það blendnar tilfiningar hjá fólki, en þó aðallega bros á vör fyrir þá sem þekkja til hans og vissu hver pælingin á bakvið spjaldið var. Hefði spjald drengsins verið tónað niður hefði það eflaust ekki verið í umræðu á þessu ágæta spjallborði. Spjaldið og skilaboðin hefðu horfið meðal fjöldans og verið bara „eitt af þessum spjöldum sem svo margir hafa gert“. Það var ekki það sem drengurinn vildi, því kaus hann að velja skilaboð sem gæti mögulega myndað dálítið harkaleg viðbrögð hjá fólki sem kaus að horfa á þetta með þröngsýnum augum.
„Ha? Menn eins og hann! En þetta er bara menntaskóladrengur! Bölvuð vitleysa! Kveikjum í kindlum og sveiflum heykvíslunum okkar gegn honum! Þetta særði blygðunarkennd mína!“.
Í stað geri ég þær kröfur til fólk að það hugsi aðeins dýpra og leyfi þessum fyrstu fimm mínútna hugsunum að hverfa. Því drengurinn er hrifinn af fáguðum húmor og gerir því kröfur til þess að lesandi hugsi ; „ah, en sniðugt. Hann hefur ákveðið að holdgerva ímynd karlrembunar og þröngsýna karlmannsins. Hvort sem það sé írónía í því eður ei fer eftir viðhorfi lesenda til drengs.
En ákvað bara að kasta smá ljósi hérna á umræðuna. Í svona umræðum finnst mér oft strax gripið til þess að það sé verið að móðga, ráðast á að gera lítið úr eitthverjum hópum. Plakatið mitt var aðalega kómískt til að létta undir hinum þyngri og alvarlegri plakötunum, ekkert flóknarara en það. Ætli fólk hafi ekki áttað sig á því, og þar af leiðandi ekkert verið að tala niður til þess. Enda engin ástæða til.
Já, ég er s.s. „drengur“. Búm! Plot twist, sá það ekki fyrir mér…
11.12.2013 kl. 15:09
Öllu gríni fylgir einhver alvara! Mannréttindamál sem jafnrétti er, hefur verið mann och kvennrembum til skammar í eilífðar togstreitum um eðlilega og gagnkvæma virðingu sem er réttur hvers einstæklingsins! Öfgar á báða bóa er engum til framdráttar, ef ekki síður séð og dragi jafnréttis mál í svaðið! En því miður er fólk á netinu svo ódannað í garðs hvers annars að stundum blöskrar manni ómálefnaleg rök og öfgar! Og ég hélt að þetta væri meira hjá minna lærðu fólki, en svo er ekki!
11.12.2013 kl. 15:17
Og svo smá hrós til Evu, ef ég fengi að ráða mundi ég skipa Evu Hauksdóttir í stól jafnréttisráðherra, hún hefur sínt það i pislum og bloggi að hún er málefnaleg, réttvis og með bein í nefinu!
11.12.2013 kl. 17:23
Velkominn og takk fyrir innleggið Sigurjón.
Mér finnst inntak þess sem þú segir vera svolítið þetta:
Ég er víðsýnn og með fágaðan húmor. Þið sem ekki fylgið mér að máli eruð þröngsýn/ir.
Er þetta kannski misskilningur hjá mér?
Og ein fyrst við erum að þessu: telur þú að t.d. ungir drengir hafi gagn af þessum skilaboðum þínum?
12.12.2013 kl. 21:42
Mig grunar að Sigurjón vinur okkar sofi vart yfir áhyggjum af þeim skilaboðum sem berast börnum og unglingum frá okkar „klámvædda“ samfélagi.
Á sama tíma virðist honum finnast það allt í lagi að senda þau skilaboð til ungra drengja að þeir séu, allir sem einn, einhvers konar ógn við farsæld og öryggi kvenna, einungis af því að þeir fæddust með karlkyns æxlunarfæri. Það ku vera meinhollt veganesti út í framtíðina.