Óskast

Margt af því efni sem birst hefur á þessari síðu má þakka ábendingum lesenda. Mismikil vinna liggur í færslunum sem hér er að finna en stundum getur farið langur tími í að vinna grein eða rannsaka umfjöllunarefni, jafnvel margir mánuðir. Öll aðstoð er því ómetanleg og nauðsynleg enda er það von mín að þessi vefur muni í framtíðinni vera gagnleg heimild um skuggahliðar femínískrar hugmyndafræði. Til þess að svo megi vera óska ég eftir eftirfrandi:

Karlar sem finnst á sér brotið varðandi meðlagsgreiðslur

Viðtal við, eða upplýsingar frá karlmönnum sem greiða einfalt eða aukið meðlag með börnum og hafa mætt fordómum, skilnins- og skeytingarleysis innan velferðarkerfisins. Hér getur verið um að ræða karlmenn sem greiða margfallt meðlag inn á heimili barnsmæðra sinna þrátt fyrir að ráða illa við það, karlmenn sem mætt hafa óréttlátum innheimutaðerðum Innheimtustofnunar Sveitarfélaganna og karlmenn sem þrátt fyrir mikla umgengni við börn sín greiða enn meðlög til barnsmæðra sinna o.s.fv.

Karlar sem á hafa verið bornar falskar ásakanir um kynferðisbrot

Viðtal við, eða upplýsingar frá karlmönnum sem hafa lent í því að vera ásakaðir um nauðgun eða önnur kynferðisbrot gegn konum sem ekki hafa átt við rök að styðjast, hvort sem háttsemin leiddi til ákæru eða ekki. Einnig karlar sem hafa lent í því að á þá hafa verið bornar falskar ásakanir af barnsmæðrum sínum til að veikja þá í forræðis- eða umgengnisdeilumálum hvort sem ásakanir snéru að ofbeldi af kynferðislegum toga eða ekki.

Tilvik um kerfislæga mismunun á grundvelli kynferðis

Ábendingar og upplýsingar um tilvik kerfislægrar mismununar gegn körlum. Þ.e. þar sem karl telur sig fá aðra afgreiðslu en konur eða á honum sé brotin réttur á grundvelli kynferðis í samskiptum við stofnanir Ríkis-, Sveitarfélaga og fyrirtækja.

Tilvik um karlfyrirlitningu

Ábendingar og upplýsingar um karlfyrirlitningu í hinum ýmsu birtingarmyndum.

Ábendingar um efni í rannsókna- og heimildasafn

Ábendingar um efni sem getur átt heima í rannsókna- og heimildasafni eru ávallt vel þegnar. Ef þú skoðar safnið sérðu eftir hverju er verið að leita en þetta er efni sem telst gagnrýnið á helstu kennisetningar femínisma.

Athugið að sé þess óskað verður nafnleyndar gætt og þess að frásögn gefi ekki til kynna hvern um sé að ræða ef ætla má að það geti valdið viðkomandi eða aðstandendum hans óþægindum.

Tölvupóstfang mitt er:

antispam

SJ

%d bloggurum líkar þetta: