Bækur: Lying in a Room of Ones Own (Frítt eintak)

19.11.2012

Bækur

Það er The Independent Women’s Forum sem gefur út bókina Lying in a Room of Ones Own: How Women’s Studies Textbooks Miseducate Students, eftir Christine Stolba. Bókin er örstutt yfirferð yfir staðreynda- og túlkunarvillur sem finna má í námsbókum sem notast er við í kennslu í Kynjafræði.

Bækurnar sem höfundur gagnrýnir eru:

  • Thinking About Women: Sociological Perspectives on Sex and Gender, 5. útg.
  • Women’s Realities,Women’s Choices: An Introduction to Women’s Studies, 2. útg.
  • Issues in Feminism: An Introduction to Women’s Studies, 4. útg.
  • Women in American Society: An Introduction to Women’s Studies, 4. útg.
  • Gender & Culture in America

Þó aðeins þessar bækur séu teknar fyrir, þá hugsa ég nú að þessa gagnrýni megi klaga upp á enn fleiri bækur sem notast er við í kynjafræðikennslu. Hér eru nefninlega ekki á ferðinni neinar klaufavillur heldur hinar klassísku aðferðir sem virðast mjög útbreiddar meðal femínista, þ.e. að fara rangt með og rangtúlka upplýsingar og það sem er ekki síður mikilvægt, að sleppa eða leyna því sem gengur þvert á hina fyrirfram gefnu kenningu. Dæmi um allt þetta má t.d. sjá í Kynungabók – upplýsingarit fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja.

Hægt er að nálgast eintak af bókinni frítt með því að smella hér.

Útgáfuár: 2002
Síðufjöldi: 36

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

One Comment á “Bækur: Lying in a Room of Ones Own (Frítt eintak)”

  1. Eva Hauksdóttir Says:

    Takk fyrir þessa ábendingu. Það er virkileg þörf á heimildasafni fyrir þá sem vilja kynna sér gagnrýni á dólgafeminisma og þú hefur heldur betur verið duglegur að benda á gagnleg rit og heimildamyndir.

%d bloggurum líkar þetta: