Er drengjaorðræðan hatursorðræða?

18.11.2012

Blogg, Myndbönd

Síðastliðinn föstudag, 16. nóv. stóð karlréttindahreyfingin Men’s Issues Awareness at the University of Toronto fyrir pallborðsumræðum við skólann. Lykilfyrirlesari átti að vera Dr. Warren Farrell, einn þekktasti baráttumaður fyrir réttindum karla í heiminum fyrr og síðar.

Farrell er mér, og mörgum lesendum síðunnar, að góðu kunnur en finna má umsagnir um þrjár bækur hans hér. Þetta eru bækurnar The Myth of Male Power (1993), Why Men Earn More (2004) og Does Feminism Discriminate Against Men (2007).

Þeir sem þekkja til Farrells vita að þar fer ekki ofsafullur andstæðingur forréttindafemínisma heldur er hann mikill mannvinur og sannarlega einn málefnalegasti réttlætisbaráttumaður sem kynjabaráttan hefur getið af sér. Hann var sjálfur yfirlýstur femínisti á árum áður og sat m.a. í stjórn National Organization of Women (NOW) eða Femínístafélagi Bandaríkjanna. Þegar Farrell fór að sjá að margar fullyrðingar hreyfingarinnar stóðust ekki einfalda skoðun var nærveru hans hinsvegar ekki lengur óskað.

Viðburðurinn var auglýstur undir yfirskriftinni „Boys to Men: Beyond the Boys’ Crisis“ og hljóðaði auglýsingin sjálf svona:

„Throughout the industrialized world, boys are about a quarter century behind girls –dropping out of school, preoccupied with video games, committing suicide, and demonstrating a „failure to launch.“ Why and what can we do about it?

Dr. Warren Farrell is among the Financial Times Top 100 thought leaders and is the award-winning author of several books, including The Myth of Male Power“

Og hvað skyldu femínistar við þennan sama skóla hafa haft um málið að segja? Þetta tæplega einnar og hálfrar mínútu langa myndband segir allt sem þarf um það:

Um 100 kærleiks- og friðelskandi femínistar komu semsagt saman til að trufla og reyna að koma í veg fyrir að karlmenn ræddu málefni sín og að Warren Farrell gæti ávarpað gesti. Þetta gerðu femínistarnir í mótmælaskyni með því að skilgreina viðburðinn í heild sinni sem hatursorðræðu.

Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá hafa bandarískir forréttindafemínistar o.fl. hópar, barið í gegn reglur sem banna „hatursorðræðu“ (e. speech code) innan salarkynna þarlendra Háskóla. Þessar sömu hreyfingar femínista hafa svo náðarsamlega tekið að sér það hlutverk að skilgreina hvað fellur undir að teljast til hatursorðræðu. Hér höfum við a.m.k. eitt dæmi um það hvað þær telja falla undir þetta hugtak.

Og hvaða erindi á þetta við okkur hér upp á Íslandi gæti einhver spurt. Eru þetta ekki bara nokkrir brjálaðir útlendingar? Erum við ekki svo opin og kærleiksrík? Ég eftirlæt lesendum að gera það upp við sig en það er tvennt sem ég lít til þegar ég geri þetta upp við mig.

Annarsvegar er það sú staðreynd að íslenskir forréttindafemínistar hafa opinberlega lýst áhyggjum af því að karlar tali um það hvernig femínísk kynjapólitík hefur jaðarsett drengi og karla. Helst vilja forréttindafemínistar stjórna drengjaorðræðunni eða tala jafnvel um hana sem óþarfa þar eð femínísk jafnréttisbarátta sé drengjum og körlum fyrir bestu, þeir bara geri sér ekki endilega grein fyrir því sjálfir greyin.

Hér á landi hefur femínistinn Ingólfur Ásgeir Jóhannsson tekið það að sér að standa gegn drengjaorðræðunni. Þannig segir t.d. í verkefni sem unnið var fyrir Jafnréttisstofu og hýst er á vefnum Jafnrétti í skólum:

„Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2004) hefur skoðað þessi mál sérstaklega vel og gefið út bók um karlmennsku og jafnréttisuppeldi eins og áður hefur komið fram. Það er margt mjög áhugavert sem kemur fram í bók Ingólfs [Karlmennska og jafnréttisuppeldi]. Hann tekur ekki beint undir þessa drengjaorðræðu, heldur horfir á hana gagnrýnum augum og út frá báðum kynjum“.

Og í grein Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttir á vefnum Hugsandi.is segir:

„Í fyrirlestri sínum sagði Ingólfur [Ásgeir Jóhannesson] að honum þætti drengjaorðræðan vera mikið til byggð á mýtum […] Hann taldi það líka til goðsagna að í núverandi kerfi væru stúlkum allir vegir færir en möguleikar drengja hefðu staðið í stað og sagði hann þetta aðeins vera enn eina leiðina til að grafa undan kvenréttindabaráttu og femínisma“

Í öðru lagi lít ég svo til þess að Femínistafélag Íslands hefur í fúlustu alvöru reynt að fá neikvæða gagnrýni í sinn garð skilgreinda sem hatursorðræðu sem banna ætti með lögum. Þetta er tekið upp úr umsögn félagsins þegar unnið var að setningu nýrra jafnréttislaga árið 2008:

„Femínistafélag Íslands [vekur] athygli á því að í 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins er tekið fram að tjáningarfrelsi megi hefta vegna réttinda eða mannorðs annara. Í 233. gr. hegningarlaga er þó aðeins gert refsivert að ráðast með háði, rógi, smánun eða ógnun gegn hópum fólks á grundvelli þjóðernis þess, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Femínistafélag Íslands telur fulla þörf á það bæta þarna inn ákvæðum um kynferði og skoðanir, helst í þennan kafla hegningarlaganna en ella í Jafnstöðulög þau er hér eru til umræðu“

Það sem þið sjáið í myndbandinu hér að ofan er nefninlega bræðingur þessara tveggja viðhorfa. Það að karlar hugi að stöðu sinni í samfélagi kynjanna án þess að gera það á forsendum femínista er álitið óæskilegt þar eð það vinnur gegn forréttindafemínstum. Í hugum trúheitustu forréttindafemínista verður það svo aftur að hatursorðræðu sem einhverjum þeirra finnst að ætti að banna.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

2 athugasemdir á “Er drengjaorðræðan hatursorðræða?”

  1. Halldór Says:

    Tjáningarfrelsi má hefta ef þú hefur aðra skoðun en meginhlutinn.

    Skemmtilegt að Femínistiafélag Íslands leggi til þessa heftingu tjáningarfrelsis á skoðunum. Eitthvað segir mér að kvenmenn hafi ekki haft mikið rými til að viðra sínar skoðanir í gamla daga sem að gengu þvert á það sem var almennt metið sem sannar skoðanir.

  2. Orri Says:

    Tjáningarfrelsið er bara í aðra áttina samkvæmt þessu…

%d bloggurum líkar þetta: