Einn fremsti hugsuður okkar tíma um málefni jafnréttis og karlréttinda, Warren Farrell, skrifar hér snilldarbók sem reyfar það sem forréttindafemínistar tala aldrei um þegar þeir fara með launamisréttisrullurnar sínar – þ.e.a.s. ástæðurnar fyrir launamun kynja.
Bókin er afrakstur áralangrar rannsóknarvinnu höfundar á viðfangsefninu en niðurstaðan er í stuttu máli sú að jú, vissulega þéna karlmenn að meðaltali meira en konur þéna að meðaltali en það eru gildar ástæður fyrir því sem rekja má til forgangsröðunar og ákvarðana kynjanna þegar kemur að starfsvali og áherslum í einkalífi. Farrell tiltekur 25 atriði sem vitað er að hafa áhrif á fram og laun en rannsóknir sína að eru mjög kynbundin. Þá er bent á að þetta val leiðir ekki endilega til lakari lífsgæða kvenna, nema síður sé þar sem minni sókn eftir háum launum getur vissulega falið í sér aðra og eftirsóknarverða kosti.
Þá sýnir höfundur fram á að nú er svo komið að konur í Bandaríkjunum þéna meira en karlmenn fyrir sömu vinnu þegar jafnað hefur verið fyrir vinnutíma, ábyrgð, starfsaldri og framleiðni, nokkuð sem verður að teljast stórmerkilegt í ljósi umræðunnar sem er rekinn nokkurnveginn með sama hætti í Bandaríkjunum og hérlendis.
Þónokkuð er gert úr því að karlmenn vinni heilsuspillandi og hættulegri störf sem ætti að vera umhugsunarefni öllum þeim sem hafa áhuga á jafnréttismálum.
Góð bók eftir einn fremsta hugsuð á sviði karlréttinda í dag.
Útgáfuár: 2004
Síðufjöldi: 288
SJ
20.9.2010
Bækur