Karlahatari dagsins er Hildur Lilliendahl

7.7.2011

Blogg

Einn þeirra forréttindafemínista sem farið hafa mikinn í tengslum við mál Dominique Strauss-Kahn er Hildur Lilliendahl. Af skrifum hennar að dæma virðist hún á einhvern yfirskilvitlegan (femínískan) hátt vita allt sem þarf að vita um mál herbergisþernunnar og Strauss-Kahn til að fella um það dóm. Í huga hennar leikur ekki minnsti vafi á að hann hafi nauðgað, eða a.m.k. reynt að nauðga herbergisþernunni. Þegar þetta er skrifað hefur málið ekki enn verið leitt til lykta og enginn veit fyrir víst hver er skúrkurinn í málinu, Strauss-Kahn eða þernan. Enginn nema Hildur og stallsystur hennar það er.

Svo viss er Hildur í sinni sök að þeir sem eru á öðru máli eru að hennar mati ýmist fávitar eða nauðgaravinir eins og hún orðar það. Drifin femínískum jötunmóð reit Hildur bréf til Heimis Más Péturssonar, fréttamanns þar sem hún eys yfir hann svívirðingum vegna skrifa hans af málinu. Í bréfinu fordæmir Hildur hann, ekki bara fyrir skrifin sem slík, heldur líka hugsunarhátt sinn en hvorugt er Hildi þóknanlegt eins og bréf hennar ber með sér.

Til þess að þetta álit Hildar á Heimi næði nú örugglega til sem flestra skrifaði Hildur í kjölfarið ærumeiðandi færslu á blogg sitt sem hún titlaði Nauðgaravinur dagsins er Heimir Már Pétursson. Þar birtir hún bréf sitt til Heimis í heild. Færslan var svohljóðandi:

„Og frú óþreytandi hefur skrifað honum bréf. Best ég birti það hér líka.

Komdu sæll, Heimir.

Á Vísi í dag má lesa frétt eftir þig um að Dominique Strauss-Kahn hafi verið handtekinn fyrir að reyna að nauðga hótelþernu í New York. Undir lok fréttarinnar segirðu lesendum þínum að þetta sé mikið áfall fyrir Strauss-Kahn. Það er áfall fyrir karl að hafa reynt að nauðga konu. Skemmtilega óviðeigandi. Datt þér í hug að velta fyrir þér hvort það hefði verið áfall fyrir konuna að verða fyrir árásinni?

Þú klykkir svo út með því að segja lesendum að Strauss-Kahn hafi áður lent í vandræðum vegna samskipta sinna við konur. Þetta er mesta lítilsvirðing við fórnarlömb kynferðisbrota sem ég hef séð í lengri tíma. Samúð þín í garð brotamannsins er vandræðaleg fyrir þig og ég legg til að þú setjist niður með nokkrum fórnarlömbum nauðgana, óskir eftir því að þau segi þér hvaða áhrif slíkar árásir hafa og veltir í kjölfarið fyrir þér hvort þér þyki viðeigandi að kalla nauðganir eða nauðgunartilraunir samskiptavandræði. Sem menn lenda í.

Ég vona að þú skammist þín og óska eftir því að þú biðjist opinberlega afsökunar á orðalagi þínu og hugsunarhætti.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir“

Yðar, Herra óþreytandi gat ekki stillt sig um að skrifa Hildi bréf í kjölfarið á fregnum þess efnis að komið hafi fram alvarlegir ágallar á framburði þernunnar svo og upplýsingar sem bendi sterklega til þess að hún hafi af ásetningi lagt fram falska ásökun, annaðhvort eftir misheppnaða tilraun til fjárkúgunar eða til þess að áskotnast fé.

Ég vil taka fram að ég tel mig ekki vita, út frá fyrirlgyggjandi upplýsingum, hvort ásakanir þernunnar séu réttmætar eður ei. Ég hef bara sömu upplýsingar og allir aðrir. Ég ætla þó viljandi að haga mér aðeins eins og femínisti í þessu máli til þess að draga fram fáránleika þess eð fella dóma of fljótt.

Bréf mitt til Hildar hljóðar svo:

„Ágæta Hildur Lilliendahl,

Ég skrifa þetta skeyti innblásinn af bloggfærslu þinni „Nauðgaravinur dagsins er Heimir Már Pétursson“ sem birtist á bloggi þínu þann 15. Mai 2011. Í færslu þinni birtir þú bréf sem þú hafðir áður sent Heimi í kjölfar fréttar sem hann skrifaði um mál er varðaði ásakanir í garð Dominique Strauss-Kahn um að hafa nauðgað herbergisþernu á hóteli í New York. 

Sú efnislega gagnrýni sem þú setur fram í bréfi þínu ber klárlega með sér að í huga þínum leikur ekki nokkur vafi á sekt Strauss-Kahn og raunar ekki Heimis heldur sem hafði unnið sér það til saka að skrifa frétt um málið á hátt sem var þér greinilega ekki þóknanlegur. Þú gagnrýnir Heimi fyrir að skrifa að þetta sé mikið áfall fyrir Strauss-Kahn og spyrð hvort honum hafi dottið í hug að velta fyrir sér að það hafi verið áfalll fyrir konuna að verða fyrir árásinni.

Þá víkur máli þínu að niðurlagi fréttarinnar þar sem Heimir skrifar að Strauss-Kahn hafi áður lent í vandræðum vegna samskipta sinna við konur. Þetta segir þú mestu lítilsvirðingu við fórnarlömb kynferðisbrota sem þú hefur séð í lengri tíma og þú segir samúð Heimis í garð brotamannsins vandræðalega fyrir hann. Þá leggur þú til að Heimir setjist niður með nokkrum fórnarlömbum nauðgana og óski eftir því að þau segi sér hvaða áhrif slíkar árásir hafi haft fyrir þau.

Í lok færslu þinnar segist þú vona að Heimir skammist sín og óskar eftir því að hann biðjist opinberlega afsökunar, ekki aðeins á orðalagi í fréttinni heldur einnig hugsunarhætti sínum.

Nú hafa komið fram upplýsingar sem gera málflutning herbergisþernunnar ótrúverðugan í besta falli. Þar eð þú hefur augljóslega mikinn áhuga á málinu og meiri innsýn í það en við hin þá efast ég ekki um að þessar nýju upplýsingar hafi ratað til þín líka svo ég leyfi mér að sleppa því að reifa þær hér. Í ljósi framkominna upplýsinga vakna nánast sjálfkrafa eftirfarandi spurningar sem ég get ekki stillt mig um að beina til þín:

  1. Getur þú nú samþykkt að þetta kunni einmitt að hafa verið áfall fyrir Strauss-Kahn eins og Heimir skrifar?
  2. Getur þú samþykkt að skrif þín séu í raun ein mesta lítilsvirðing við fórnarlömb falskra ásakana sem fram hafa komið lengi?
  3. Getur þú samþykkt að að samúð þín í garð brotakonunnar sé vandræðaleg fyrir þig og að í raun ættir þú að setjast niður með nokkrum fórnarlömbum falskra ásakana og óska eftir að þau segi þér hvaða áhrif slíkar falskar ásakanir hafi haft á líf þeirra og veltir því í kjölfarið fyrir þér hvort þér þyki viðeigandi að kalla fréttamenn nauðgaravini fyrir það eitt að dæma menn ekki fyrirfram?
  4. Munt þú skammast þín fyrir þessi bréfaskrif þín og biðja Heimi Má Pétursson opinberlega afsökunar á þeim ásamt því að biðjast afsökunar hugsunarhætti þínum, á sama hátt og þú ætlaðir Heimi áður en hinar nýju upplýsingar komu fram?
Með góðri kveðju,
Sigurður Jónsson“

Nú bíð ég bara ansi hreint spenntur eftir svari frá forréttindafemínistanum og sómakonunni Hildi Lilliendahl sem hlýtur að taka vel í erindi mitt, ætli hún að vera sjálfri sér samkvæm.

SJ

, ,

43 athugasemdir á “Karlahatari dagsins er Hildur Lilliendahl”

  1. Gunnar Says:

    Jæks! 😀

  2. Ævar Þór Says:

    Er einhvað svar komið frá ungfrú karlhatar ?

  3. svavar Says:

    Mikið ofboðslega er erfitt að finna nógu gott hrós handa þér fyrir þessi skrif.

  4. Aðalsteinn Says:

    Snilld.

  5. Eva María Jóhannesdóttir Says:

    Þegar hún skrifaði þessa grein var ekkert komið í ljós hvort hann væri sekur eða saklaus. Ég las greinina hans sjálf og ég var alveg sammála Hildi. Þið karlmenn góðir takið kannski ekki eftir því að þegar nauðganir eru til umfjöllunar í Íslenskum miðlum er undartekningalaust taka um „meinta“ nauðgun. Ef það er fjallað um líkamsárás er aldrei sagt „meint líkamsárás“. Við (kvennfólk..) erum einfaldlega komin með nóg af því hvernig fjallað er um þessi mál í fjölmiðlum. Gerendur í þessu eiga greinilega alltaf að njóta vafans, útaf því að?? Þeir eru karlmenn???

    Eitt til viðbótar. Feministar eru ekki óvinir ykkar. Það er einstaklega hallærislegt að heyra fullorðna menn tala um feminisma sem eitthvað slæmt. Ég sem kona er feministi. Ég er þakklát þeim sem á undan mér komu og börðust fyrir því að ég hef þau réttindi sem ég er með.

    • Tryggvi Says:

      Ástæða þess að það er munur á umfjöllun um líkamsárás og „meinta nauðgun“ er að merki líkamsárásar eru mun augljósari, þ.e. oftast er auðvelt að einfaldlega líta fórnalambið augum og staðfesta með góðri vissu að manneskjan hafi orðið fyrir ofbeldi. Nauðganir eru hinsvegar algjör andstaða, þar eru oft engin sönnunargögn önnur en tvær frásagnir sem oft ber ekki saman.

      Þessi staðreynd gerir allan málarekstur erfiðan og er krafa margra að slaka á hinum rótgrónu lagavenjum um að hinn ákærði sé saklaust þangað til sekt sé sönnuð undur höggi frá feministum. Ég geri mér grein fyrir að það sé svekkjandi að sjá að mörg nauðgunamál nái aldrei ásættanlegum málalokum en mér sjálfum þykir það kvimleitt að það séu háar raddir þess að einföld ásökun dugi til að fella menn (að vissu marki). Strauss-kahn getur vel verið sekur (myndi sjálfur giska á það) en það á ekki að dæma mann fyrr en öll kurl hafa komið til grafar.

      Mér þykir í mörgum málum sem ég hef fylgst með hérna í Svíþjóð að menn hafi verið stjakfestir þrátt fyrir algjöran skort á sönnunargögnum og/eða ólíkum túlkunum á því hvað hver aðili gekkst að. Eitt gott dæmi er Assange málið sem ætti að vera sænska lagakerfinu til háborinnar skammar og grefur illa undan málstað margra feminista.

  6. Gunnar Says:

    Ætli hún svari Ævar 😉

    Eva: Það er rétt sem þú segir að ekki var komið í ljós hvort hann væri sekur eða saklaus þegar Hildur sendi bréfið. Þegar ég les bréfið þá sé ég að Hildur er hinsvegar búin að dæma hann. Það sést líka á færslunni sem hún skrifar og titlar „nauðgaravinur dagsins er Heimir Már Pétursson“.

    Eitt af því sem gæti skýrt það að fjölmiðlar segja frá meintum kynferðisbrotum en ekki meintum líkamsárásum er að oft eru aðstæður mjög ólíkar varðandi þessi brot. Líkamsárásir eru oft framdar fyrir augum fjölda vitna en kynferðisbrot eins og nauðganir oftast þar sem enginn sér til. Ég ætla svosem ekkert að vera að verja það að fjölmiðlar fjalli um mál með þessum hætti en finnst þetta þó geta skýrt málið að hluta. Þetta er hinsvegar önnur ella en það sem er verið að skrifa um hér ekki satt? Hildur var ekki að gagnrýna fréttaflutning Heimis út frá þessm vinkli.

    Femínistar þá og nú er tvennt ólíkt. Ég á t.d. móður og systur sem álíta sig femínista en eru oft fyrri til en ég að fordæma framgöngu nútímafemínista. Leiddu t.d. hugann að því að þegar fyrsta kynslóð femínista (sem þú lýsir þakklæti yfir) hófu jafnréttisbaráttu þá voru ófáir karlar og konur sem fannst það einmitt „einstaklega hallærislegt“ eins og þér finnst karlar í dag sem leyfa sér að hugsa um jafnréttismál á sínum forsendum 😉

  7. Kristinn Says:

    Eva María tjáir sig um málið eins og hún þekki ekkert til þess, en segist samt hafa lesið grein Hildar og vera sammála henni.

    Grein Heimis sem Hildur var að gagnrýna inniheldur hvergi orðin „meint nauðgun“. Í greininni var fjallað um það sem áfall fyrir Strauss-Kahn og framtíðarvonir hans að vera sakaður um þennan glæp. Hvergi var gengið út frá því að hann væri saklaus, heldur aðeins fjallað um hvaða þýðingu þetta hefur fyrir mögulegt forsetaefni Frakklands.

    Klassískt síðan hjá Evu Maríu að fullyrða að orðalagið meint nauðgun sé notað til þess að karlmenn njóti vafans – VEGNA ÞESS að þeir eru karlmenn. Það er að ýmsu leyti eðlilegt að notast sem viðast við orðalagið meintur glæpur um hluti sem þykja sérlega alvarlegir og engin vitni eru að, aðrir en gerandi og þolandi. Hvort feðraveldið fræga komi þar við sögu hvað þetta varðar er alls ekki ljóst og því undarlegt að gjamma svona um að þetta hafi með það að gera að tryggja rétt karla.

    Femínistar eru síðan að sjálfsögðu ekki óvinir „okkar“. En forréttindafemínismi og öfgar að hætti Hildar eru þó verulega gagnrýniverðir hlutir og lykta gjarnan af slíkri andúð á karlmönnum að það er ekki að undra að viðbröðgin verði dálítið önug á köflum.

    mbk,

  8. Hildur Lilliendahl Says:

    Ég trúi því ekki að ég sé að standa í þessu en það er bara eitt sem mig langar til að koma á framfæri. Þegar ég kallaði Heimi Má Pétursson nauðgaravin var ekki meiningin að það væri lesið mjög bókstaflega. Nauðgarinn í orðinu var ekki DSK persónulega heldur þeir karlar almennt sem beita konur kynferðisofbeldi. Vinurinn í orðinu átti ekki heldur að vísa til persónulegrar vináttu HMP við DSK eða nokkurn annan tiltekinn nauðgara heldur tilhneigingar hans til þess að setja upp silkihanska áður en hann talaði um þá. Jájá, karlar mínir, þannig var nú það.

    • Gunnar Says:

      Þetta var semsagt bara djók hjá þér eða hvað?

      Mig langar að skora á þig að birta svarið sem Heimir sendi þér. Er einhver von til þess að þú gerir það?

  9. Kristinn Says:

    Það gæti verið gaman að gera umfangsmikla úttekt á skrifum Heimis Más Péturssonar (og annarra) um glæparannsóknir á þekktu fólki. Myndi slík úttekt leiða í ljós „tilhneigingar til að setja upp silkihanska“ þegar að nauðgunum kemur?

    Kannski er það bara alls ekki tilfellið, heldur sumt fólk bara sérlega viðkvæmt fyrir þessu ákveðna málefni og orðið dálítið túlkunarglatt.

    En ætli það myndi nokkuð hreyfa við sannfærðum einstaklingi eins og Hildi?

    • Gunnar Says:

      Þetta er athyglisverð pæling hjá þér Kristinn. Ég held að svona athugun myndi einmitt benda til hins gagnstæða.

      Hvað Hildi varðar þá bendi ég á tagline sem hún er með á Tumblr síðunni sinni: „an island of reality in an ocean of diarreah“. Ég held að það sé harla ólíklegt að breyta skoðunum manneskju sem álítur sig „eyju raunveruleikans í hafi niðurgangs“.

      • Kristinn Says:

        Sæll Gunnar

        Mér sýnist mestur málatilbúnaður Hildar byggjast á óhóflegri túlkunaráráttu og hún leyfir sér reglulega alveg ótrúlega karlfyrirlitningu -sem felst í því að ætla körlum ömurlega ómerkilegan þankagang ef hún á þess nokkurn kost að skilja þá þannig.

        Fáránlega einbeittur vilji hennar til að skilja Heimi Má eins og hún gerir er mjög gott dæmi um það – þegar orð hans geta augljóslega skilist á fleiri og hóflegri vegu en hún kýs að gera.

        Þessi tegund femínisma þykir mér fullkomin vanvirðing við sjálfan málstaðinn, þeas. jafnræði kynjanna.

        Vonandi sér hún að sér með tímanum og hættir að vera talsmaður nákvæmlega sömu ósanngirni og andúðar gegn körlum og hún er að mótmæla að samfélagið leyfi sér gegn konum.

        • Gunnar Says:

          Já Kristinn það væri auðvitað óskandi. Þetta er auðvitað eitthvað sem yrði að gera rannsókn á líka. Hvað það er hátt hlutfall kvenna og karla sem styðja málstað forréttindafemínista. Ég held að prósentan sé mjög lág þó þessi öfgahópur tali gjarnan eins og hann sé í umboði allra kvenna.

  10. Kristinn Says:

    Eitt enn..

    Það er að sjálfsögðu til fullt af femínistum sem ekki hegða sér eins og blindaðir vitleysingar. Þeir femínistar eru t.d. færir um að sjá að þótt feðraveldiskenningin sé góð skýring á ýmsum aðstæðum, kemur margt fleira við sögu líka og oft mikilvægt að sleppa sér ekki í biturð gegn karlkyninu sem slíku, þ.e.a.s. þeim sem ekki umorðalaust taka afstöðu með þeim heldur hafa jafnvel eitthvað fram að færa sem gæti verið gott að spá í – t.d. það að femínistar eiga sjálfir við sinn „bias“ að stríða sem byrgir þeim sýn á suma hluti.

    Orðalagið „meint nauðgun“ á sér til dæmis mun víðtækari skýringar en bara þá að um karlrembu sé að ræða. Orðalagið í frétt heimis um Strauss-Kahn einnig og svona mætti lengi telja.

    Ofsa-, öfga og forréttindafemínistar eyða undarlega miklu púðri í einfeldnislegan æsing og hugsanastöðvandi hugtakanotkun á borð við „mansplaining“ í stað þess að kryfja málin. Flestir femínistar sjá vonandi að við þá hegðun er ýmislegt að athuga.

    En öfgafólkinu til varnar má reyndar nefna að þessi taktík virðist virka nokkuð vel, svo það er svo sem vel skiljanlegt að það skuli hvorki nenna að hugsa hlutina til enda né leggja það á sig að notast við sanngjarnan málflutning.

    En lifi heiðarlegur femínismi og jafnréttisbaráttan öll.

    mbk,

  11. Hildur Lilliendahl Says:

    Já, Kristinn. Lifi heiðarlegi femínisminn og niður með þennan óheiðarlega. Sem, eins og við vitum öll, er að tröllríða Vesturlöndum. Eða ekki.

  12. Kristinn Says:

    Sá óheiðarlegi er leiðinlega áberandi, finnst mér. Það er því kannski ágætt að andmæla honum dálítið – í það minnsta benda á það þegar farið er yfir strikið í atgangi og fullyrðingum – sem að sjálfsögðu er matsatriði, en það er nú hluti af spilinu.

    En kannski er femínisminn á þannig stað í þroskaferli sínu, eða baráttan á þannig stað, að hann má ekki ennþá við því að mæta gagnrýni með öðru en reiði og æsingi? Er þetta yfirlætisleg spurning?

  13. Hildur Lilliendahl Says:

    Gunnar :
    Þetta var semsagt bara djók hjá þér eða hvað?
    Mig langar að skora á þig að birta svarið sem Heimir sendi þér. Er einhver von til þess að þú gerir það?

    Nei, ég hef ekki leyfi til þess. Ég hef vísað í það og vitnað óbeint í það en augljóslega verður það að vera ákvörðun Heimis að birta sín skrif opinberlega, rétt eins og það er mín ákvörðun að birta mín.

    • Gunnar Says:

      Hildur, getur verið að það sé önnur ástæða fyrir því að þú vilt ekki birta svar Heimis en skyndileg og óútskýrð virðing fyrir honum? Virðing sem ekki var auðsýnd í skeyti þínu til hans né í færslu þinni sem vísað er til? Ég get ekki neitað því að mig grunar að svarið sé kannski ekki eins þægilegt fyrir þig og þú hefðir viljað.

      Það vill svo til að ég hef séð svarskeyti frá honum þar sem honum var bent á færslu þína. Ekki verður annað séð á því skeyti en að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum yfir að þú skyldir ekki birta svarið á bloggi þínu.

      Ég þori því að fullyrða að hann myndi veita þér leyfi, ef þú óskar eftir því.

  14. Tinna Says:

    Þvílík súpa af vitleysingum er hérna samankomin… Sorglegt að horfa upp á.

    • Halldór Benediktsson Says:

      Eftirfarandi spurningar þurfa ekki svör, heldur eru ætlaðar til að fá þig, Tinna, til að hugsa aðeins.
      Finnst þér í lagi að kalla fólk vitleysingja? Þýðir það að allt sem meintir vitleysingjar láta út úr sér er vitleysa? Er ekki réttara að tala um efnið/málið frekar en fólkið á bakvið það? Telur þú að þessir meintu vitleysingjar skipti um skoðun afþví þú kallar þá vitleysingja? Finnst þér það bæta einhverju við umræðuna að kalla fólk vitleysingja? Geta vitleysingjar sagt eitthvað gáfulegt? Ef svo, eru þessir meintu vitleysingjar að segja eitthvað gáfulegt núna?

      Tinna, ég hvet þig til að eyða tímanum í að svara þessum meintu vitleysingjum frekar en fara í einhver nafnaköll. Ef þessir meintu vitleysingjar eru með einhverja algera vitleysu ætti ekki að vera erfitt að svara þeim. Ef þetta er eitthvað sem hefur verið sagt áður, einfaldlega settu þá upp link á texta eða gerður copy paste. Á upplýsingaöld er það ekki erfitt.

  15. Kristinn Says:

    Ekki vera svona feimin, Tinna. Hvað er það sem þér þykir vitleysingslegt? Getur ekki verið eitthvað til í því að sumir femínistar eigi það til að missa sig í ómálefnalegan ofstopa? Getur ekki verið eðlilegt að gagnrýna slíkt?

    • Gunnar Says:

      Snilldar samantekt hjá þér Jökull sem svarar ótrúlega algengri rangfærslu femínista.

  16. Hildur Lilliendahl Says:

    Gunnar :
    Hildur, getur verið að það sé önnur ástæða fyrir því að þú vilt ekki birta svar Heimis en skyndileg og óútskýrð virðing fyrir honum? Virðing sem ekki var auðsýnd í skeyti þínu til hans né í færslu þinni sem vísað er til? Ég get ekki neitað því að mig grunar að svarið sé kannski ekki eins þægilegt fyrir þig og þú hefðir viljað.
    Það vill svo til að ég hef séð svarskeyti frá honum þar sem honum var bent á færslu þína. Ekki verður annað séð á því skeyti en að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum yfir að þú skyldir ekki birta svarið á bloggi þínu.
    Ég þori því að fullyrða að hann myndi veita þér leyfi, ef þú óskar eftir því.

    Þér er frjálst að óska eftir slíku leyfi frá Heimi. Hann á vísast svarið sem hann sendi mér og hann er í fullum rétti til að birta það. Það að ég birti ekki einkapóst án leyfis á internetinu hefur ekkert með virðingu mínu fyrir sendandanum að gera. Ég bæri vísast meiri virðingu fyrir Heimi í dag ef honum hefði dottið í hug að biðjast umsvifalaust afsökunar á orðalagi sínu. Hann hefur enn ekki gert það.

    Og bréfið frá Sigurði sem hann birtir hér að ofan er þvæla út í gegn sem tekur því ekki að svara. Enn hefur ekkert komið fram í þessu máli sem dregur úr líkunum á sekt DSK. Fötin hennar voru rifin, hún var marin á kynfærunum og DSK-DNA fannst á henni. Það er líka hægt að nauðga vændiskonum. Það er líka hægt að nauðga konum sem hafa áður logið til um eitthvað. Það eru ekki meiri líkur á því að kona ljúgi kynferðisofbeldi upp á mann ef hún hefur áður logið til um aðstæður í heimalandi til að geta flutt frá því.

    • Gunnar Says:

      Mér finnst það í sjálfu sér ekki skrýtið að þú viljir ekki birta svar Heimis. Gífuryrðaflaumur á borð við þann sem frá þér stafar hefur stundum tilhneygingu til að springa í andlitið á manni og ekki er það nú nógu töff 😉

      Mér finnst líka segja ákveðna sögu að þér finnist bréfið sem þér var sent vera þvæla út í gegn. Ef skoða það og sker frá þar sem gerð er grein fyrir tilefni þess þá sé ég ekki annað en að það sé nákvæmlega eins og bréfið sem þú sendir Heimi. Bæði þú og Sigurður byggjið bréf ykkar á fréttaflutningi og vitið bæði jafn mikið eða lítið um málið eins og er raunar tekið fram af honum í færslunni hér að ofan en þú telur ekki ástæðu til.

      En það merkilegasta er að þú skulir ætlast til að fá svar frá Heimi við jafn dónalegu bréfi og að þegar þú svo færð það, þá skulir þú ekki sýna manninum þá virðingu að birta svar hans á sama vettvangi og þú níðir af honum skóinn á. Svo færðu nákvæmlega eins bréf í hausinn frá Sigurði en þá er það bara þvæla sem tekur því ekki að svara.

      Dásamlegt 🙂

    • Kristinn Says:

      Hildur segir:
      „Og bréfið frá Sigurði sem hann birtir hér að ofan er þvæla út í gegn sem tekur því ekki að svara. Enn hefur ekkert komið fram í þessu máli sem dregur úr líkunum á sekt DSK. Fötin hennar voru rifin, hún var marin á kynfærunum og DSK-DNA fannst á henni. Það er líka hægt að nauðga vændiskonum. Það er líka hægt að nauðga konum sem hafa áður logið til um eitthvað. Það eru ekki meiri líkur á því að kona ljúgi kynferðisofbeldi upp á mann ef hún hefur áður logið til um aðstæður í heimalandi til að geta flutt frá því.“

      Skammsýni Hildar og ofstopi er hreinlega með ólíkindum.

      Sjálfum þykir mér líka líklegast að karlinn sé sekur og konan segi rétt frá, en það vitum við ekki ennþá og ef svo merkilega vill til að konan hafi fengið greitt fyrir að koma karlinum í klípu og hefur sjálf valdið áverkunum eftir að hafa átt við hann munnmök er það náttúrulega eitthvað sem hún á að fá dóm fyrir, hvað sem æðislegu innsæi Hildar líður.

      Reynist eitthvað slíkt vera tilfellið er bréfið frá Sigurði FULLKOMLEGA sambærilegt við ofsafengna vandlætispistilinn sem Hildur setti sjálf saman vegna umfjöllunar Heimis – og það er það sem verið er að skoða hérna – því við eigum ekki að fella dóm eins og bjánar vitandi lítið sem ekkert og dómsmálið í fullum gangi.

      Það sem skiptir máli er að réttlætið nái fram að ganga – og ef DSK er sekur, en nær að eyðileggja málið með því að greiða sniðugum lögfræðingum fyrir að snúa öllu á hvolf og gera hana tortryggilega að ósekju, er það náttúrulega stórkostlega sorglegt fyrir alla, bæði karla og konur. En um það vitum við ekkert og verðum að slaka aðeins á í fullyrðingagleðinni.

      Ádeila Sigurðar stenst fullkomlega, því hann er einmitt að gera gys að ályktunargleði og sleggjudómum. Einhver myndi nú aðeins sjá að sér.

  17. Hildur Lilliendahl Says:

    Gunnar :
    Snilldar samantekt hjá þér Jökull sem svarar ótrúlega algengri rangfærslu femínista.

    Gerir það það já? Við skulum kanna hvað krakkarnir á Google segja um það.

    Líkamsárás gefur 514.000 niðurstöður.
    Kynferðisbrot gefur 394.000 niðurstöður.
    „Meint líkamsárás“ gefur 147 niðurstöður.
    „Meint kynferðisbrot“ gefur 4.230 niðurstöður.

    Nú. Námundað upp í tvo aukastafi má komast að eftirfarandi niðurstöðu: 147 eru 0,03% af 514.000. 4.230 eru 1,07% af 394.000.

    Þá spyr ég: Hvað segir þetta okkur? Mögulega að það sé miklu, miklu, miklu frekari ástæða til að draga það í efa þegar fólk segist verða fyrir kynferðisofbeldi en annars konar líkamsárásum? Eða getur verið að þetta segi okkur að fréttir séu skrifaðar af körlum með undirmeðvitund sem hvíslar að þeim að þeir eigi að passa sig, það sé svo erfitt fyrir karlana þarna úti að upplifa það að vera ranglega ásakaðir um kynferðisofbeldi? Sidenote: þetta gæti verið ég?

    • Gunnar Says:

      Hildur,

      Já það gerir einmitt það. Fullyrðingin sem sett var fram var þessi: Ef það er fjallað um líkamsárás er aldrei sagt “meint líkamsárás”. .

      Í svari sínu sýndi Jökull einmitt fram á nokkur dæmi sem sönnuðu að þessi fullyrðing er röng en raunar hefði eitt dæmi nægt til að hrekja hana. Það er ekki rétt að aldrei sé talað um meintar líkamsárásir.

      Þú bendir hinsvegar réttilega á að það er oftar talað um meinta nauðgun en t.d. meinta líkamsárás en ég held að þessi ábending og önnur rök sem hér hefur verið bent á sýni að eðlilegar ástæður getil legið að baki þessari venju fremur en að hér sé eitthvað leynifélag karla á ferðinni sem sé staðráðið í að koma í veg fyrir að fórnalömb nauðgana að fá réttlætinu fullnægt.

  18. Helga Says:

    Það er ekki verið að draga fólk sem verður fyrir kynferðisofbeldi í efa frekar en fólk sem verður fyrir líkamsárásum. Þið hljótið að sjá það að það er miklu líklegra að það séu fleiri vitni að líkamsárás heldur en að nauðgun. Því miður eru dæmi um að logið sé upp á fólk og þegar kæra kemur upp þar sem aðeins eru orð á móti orði þá er það ekki okkar að dæma hver er sekur og hver er saklaus fyrr en niðurstaða er komin í málinu. Þótt við lesum fréttir um nauðganir og líkamsárásir þá fáum við ekki að vita allt um málið og ekki þeir sem skrifa fréttirnar heldur, þess vegna er rétt að skrifa „meint“ því við vitum ekki hvað gerðist. Aftur á móti þegar um líkamsárás er að ræða þá er oftast vitað að hún átti sér stað, t.d. vegna sjáanlegra áverka og í mörgum tilvikum vegna fjölda vitna.
    Nauðgun er eitt það versta sem ég veit um og ég get ekki ýmindað mér verri glæp að undanskyldu morði. Ég er því ekki að styðja nauðganir né nauðgara með þessari ritgerð minni, heldur er ég aðeins að sýna fram á að fjölmiðlar eru heldur ekki að styðja þá, þeir eru aðeins að vinna vinnu sína sem er að koma með fréttir en ekki dæma fólk, það er í höndum dómstóla.

  19. Hildur Lilliendahl Says:

    Gunnar :
    En það merkilegasta er að þú skulir ætlast til að fá svar frá Heimi við jafn dónalegu bréfi og að þegar þú svo færð það, þá skulir þú ekki sýna manninum þá virðingu að birta svar hans á sama vettvangi og þú níðir af honum skóinn á. Svo færðu nákvæmlega eins bréf í hausinn frá Sigurði en þá er það bara þvæla sem tekur því ekki að svara.
    Dásamlegt

    Mér finnst ótrúlegt að til skuli vera fólks sem þykir það vera til marks um virðingu fyrir öðrum að birta persónuleg bréf þeirra opinberlega án leyfis. Minntu mig á að skrifa þér aldrei bréf. Heimir getur birt það sjálfur ef hann vill. Það klagar ekkert upp á mig.

  20. Lena Margret Aradóttir Says:

    Mér fannst einstaklega góð skemmtun að lesa þessa umræðu, takk fyrir mig!

    Ég tel mig sjálfa mikla jafnréttismanneskju og kann illa við það þegar þeir aðilar sem kalla sig feminista fara út í öfgar. Það hryggir mig helst að heyra þetta almenna viðhorf sem kom einu sinni eða tvisvar fram hér að ofan að karlmenn séu gerendur kynferðisafbrota. Þó vissulega sé meirihluti þeirra mála sem koma fram þannig háttað er ekki þar með sagt að sú sé raunin og mér finnst fólk þurfa að passa sig að tala ekki einungis um konur sem fórnalömb og karlmenn gerendur. Það er þó kannski ekki alveg málið sem er til umræðu hér.

    Áhugavert er að Hildur virðist snúa út úr allri þeirri gagnrýni sem kemur fram á hennar skrif og viðhorf og fer út í að verja allt annað en það sem um ræðir, þrátt fyrir að virðast það vera tímasóun og hreinlega sóun á orku sinni að taka þátt í þessari umræðu. T.d. skildi ég þetta ekki sem svo að nokkur hér inni hefði tekið uppnefninu „nauðgaravini“ bókstaflega, og vart þörf á að fara að verja það sem slíkt. Að sama skapi sé ég ekki að það sé þörf á að ræða hvort eða hvernig maður sýni virðingu með því að birta eða ekki birta annarra skrif án þeirra leyfis!

    Eins og ég skil þetta er þetta miklu einfaldara en virðist af þessari löngu, en þó mjög svo skemmtilegu umræðu:

    Hildur sakar hér fréttamann um „glæp“ sem hún fremur sjálf: Að fella dóm í máli sem hvorugt þeirra veit allar staðreyndir um. Mér tekst ekki að sjá að Heimir geri annað en það starf sem hann er ráðinn til að gera og lýsa þeim staðreyndum sem fram hafa komið, s.s. þeim að hér sé komin fram ásökun um kynferðisafbrot og að meintur nauðgari sé í áfalli. Hann segir hvergi neitt um sitt persónulega álit eða sannfæringu heldur skrifar í hlutleysi eins og fréttamönnum ber skylda til. Ef Hildur gæti tekið eitt skref til baka og látið niður varnarvegginn gæti hún lesið greinina og sitt bréf yfir aftur og sjá að þetta var mistúlkun af hennar hálfu og að hún hafi sýnt einfalda hræsni. Þá mætti hún viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar, rétt eins og hún taldi eðlilegt að Heimir gerði. Allt annað er málinu óviðkomandi!

    Það er mitt innlegg í umræðuna 🙂

    • Gunnar Says:

      Takk fyrir gott innlegg í umræðuna Lena. Mér finnst einstaklega gaman að lesa gagnrýni kvenna á öfgafemínisma. Eins og þú þá lít ég á mig sem jafnréttissinna og það fer ótrúlega í taugarnar á mér að vera sagt að ég sé það ekki fyrir það eitt að gagnrýna nútímafemínisma sem vel má kalla forréttindafemínisma til aðgreiningar frá heilbrigðum femínisma.

      Jafnréttissinnaðar konur mættu vera miklu duglegri við að tjá sig um þessi mál. Þá myndi umræðan vera svo miklu miklu heilbrigðari.

  21. Kristinn Says:

    Mér finnst vesalings konan nú ansi sannfærandi. Ætli hún sé ekki bara að segja satt frá.

    http://www.mbl.is/frettir/erlent/2011/07/25/lysti_gratklokk_meintri_aras_strauss_kahn/

    Dálítið merkilegt mál í alla staði.

    • Gunnar Says:

      Það getur náttúrulega meira en vel verið. Við verðum bara að vona að hið sanna komi í ljós. Á hvorn veginn sem er. Mér finnst það allavega aðalatriðið.

  22. Páll Ásgeir Ásgeirsson Says:

    Stundum er sagt að hið eina sem greiðir fyrir framgangi hins illa sé að góðir menn aðhafist ekkert. Þannig tryggi aðgerðaleysi eða þögn viðgang fordóma, þekkingarleysis og áróðurs sem venjulega væri varla svaraverður.
    Þess vegna ætti í raun enginn að virða Sigurð Jónsson og nóta hans viðlits. En hatursáróður þeirra er of hættulegur og fólskulegur til þess að hægt sé að sitja hjá.
    Hildur Lilliendahl vinnur íslensku samfélagi mikið gagn með rökfastri mótspyrnu gegn kvenhatri og misrétti hvar sem það birtist.
    Ég við nota þetta tækifæri og þennan vettvang til þess að lýsa stuðningi mínum við Hildi og aðdáun á gáfum hennar og úthaldi í baráttunni við fáfræðina.
    Ég vil líka nota þennan vettvang til að lýsa andstyggð minni og fyrirlitningu á karlmönnum sem hafa ekkert þarfara að gera en ata kvenréttindabaráttu auri. Þeir sem sjá óvin í konum og reyna að bera blak af nauðgurum og illþýði eru aumkunarverð kvikindi og enginn ærlegur karlmaður vil ganga í þeirra röðum

    • Gunnar Says:

      Velkominn Páll.

      Þetta jafnast á við verstu athugasemdir yfirlýstra andfemínista sem maður sér því miður allt of oft á bloggum femínista. Inntakið er c.a. þetta: Ég góður og gáfaður, þú ert vondur og fáfróður. Málið afgreitt.

      Þú kannski ómakar þig við að segja mér hvar er verið að bera blak af nauðgurum hér næst þegar þú gerir þér ferð niður á okkar plan?

    • Páll Says:

      Sælir nafni,

      Ég skil þig svo að þér finnist að það sé hreinlega með öllu óásættanlegt að hafa aðrar skoðanir en femínistar eða forréttindafemínístar. Ef það er, segir það okkur ekki að málstaður forréttindafemínista sé kannski full viðkvæmur fyrir skoðun?

  23. Kristinn Says:

    Þvílíkt innlegg hjá Páli Ásgeiri! Er þetta blaðamaðurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson? Var hann nývaknaður þegar hann skrifaði þetta einkennilega innlegg?

    Getur hugsast að síðueigandi sé einmitt að bregðast við aðgerðaleysi og þögn um fordóma og þekkingarleysi sem einkennir sum skrif sumra femínista?

    Getur hugsast að það séu bloggarar eins og Hildur sem eru með hatursáróðurm frekar en síðueigandi – að því sé einmitt verið að svara með því að snúa sama skætingnum upp á hana sjálfa?

    Getur hugsast að Hildur hafi stundum rangt fyrir sér og sé á köflum ansi fjarri því að teljast rökföst, gáfuð eða réttsýn – þótt hún sé að jafnaði klár og dugleg?

    Getur hugsast að afdráttarlaus stuðningur við Hildi sé á köflum stuðningur við vanhugsaðan ofstopa sem femínistar ættu að hafna í nafni réttsýni?

    Getur hugsast að fáfræði sé alls ekki það sem skilur á milli, heldur töluvert ólík sjónarmið?

    Getur hugsast að alls ekki standi til að ausa kvenréttindabaráttuna auri, heldur aðeins að gagnrýna alveg ákveðna þætti hennar sem hafa fengið vinnuheitið forréttindafemínismi?

    Getur hugsast að aðeins í huga Páls sjálfs séu hér einhverjir óvini kvenna eða menn sem bera blak af nauðgurum?

    Getur hugsast að mönnum gangi gott til, þótt það falli ekki að háfleygum hugmyndum Páls um hvað sé gott og rétt?

    Getur hugsast að innlegg Páls sé það versta sem hefur átt sér stað á síðunni hvað sleggjudóma, stóryrði og andúð í garð annarra snertir – að skömm sé að innlegginu?

    Ætti Páll kannski að biðjast velvirðingar á þessu hranalega innskoti og leggja þess í stað eitthvað uppbyggilegt til málanna, eða segja ekkert, ef hann hefur ekkert fallegt að segja – eins stundum er talað um að sé siður góður?

    mbk,

  24. Páll Ásgeir Ásgeirsson Says:

    Skarplega ályktað og rétt er hjá Kristni að ég hef lengi starfað við blaðamennsku og ritstörf og staðfestist hér með. Eki stendur til að biðjast velvirðingar á neinu.

  25. Kristinn Says:

    Það er stórkostlegt að telja sig vera talsmann góðra gilda og demba sér um leið í þann fordómamunnsöfnuð sem þú hefur hér gert, Páll. En það sýnir hinsvegar dálítið vel hvert samfélagið er komið í rétthugsun þegar paródísk umfjöllun um ofstæki bloggara er sagt hatursfullt, en ofstækisbloggaranum afdráttarlaust hampað. Svart/hvít mynd dregin upp og hnefanum steytt í trúarlegri sannfæringu.

    Það eru líka góð gildi að efast, að gagnrýna, að ræða málin, að velta fleiri hliðum fyrir sér, að staldra við þegar óréttlæti er fólgið í meintu réttlætinu, þegar þaggað er niður í heiðarlegum röddum og fleira í þeim dúr.

    Femínismi sem neitar að horfast í augu við að hann eigi sér sjálfur sína blindu hliðar er í eðli sínu forréttindafemínismi og slíkur femínismi má ef til vill vel við dálitlu aðhaldi í formi gagnrýninnar umræðu (jafnvel dálítið pirraðrar umræðu). Það má síðan vera að mönnum takist misvel upp og að þeir séu misvel til þess fallnir, en að reyna að fella allt slíkt undir hatt „aumkunnarverðra kvikinda sem sjá óvin í konum“ er óskiljanleg lágkúra, en í sjálfu sér til marks um hvað hefðin fyriir vetlingatökum á þessu málefni er langt gengin og hvað andúðin á gagnrýnisröddum er mikil.

    Ég vona að það sjái það hver maður, að þótt eitthvað megi eflaust betur fara í greinunum og umræðunni á þessari vefsíðu, þá er það þitt viðhorf til málsins sem er verst. Fordæmingar og vandlæting í krafti viðtekinnar rétthugsunar eldast sjaldnast vel, að ég held.

    En eflaust er eitthvað til í gagnrýni þinni og eflaust má gera betur. Til þess að það gerist mætti hinsvegar að ræða málin af örlítið meiri hógværð en þú hefur lagt upp með.

    mbk,

    • Gunnar Says:

      Mér finnst fínt að þetta innlegg hafi komið frá Páli.

      Það má skeggræða þetta innlegg hans frá mörgum hliðum eins og t.d. að velta fyrir sér hvort það lýsi ekki löku áliti á konum að ætla þeim að geta ekki staðið í óréttlátri valdabaráttu.

      Hinsvegar er það sem stendur upp úr af innleggi hans og annara sem skipa sér í flokk femínista og hafa sent in athugasemdir hér að þetta minnnir mig óneitanlega á lágkúruna sem gjarnan mátti sjá t.d. á bloggi Sóleyjar Tómas frá andfemínistum. Efnislega innnihaldslaus/lítil innlegg en full af yfirlæti og hroka.

      Kannski forréttindafemínistar og andfemínistar séu ekki svo ólíkt fólk eftir alltsaman?

      • Kristinn Says:

        Páll mætti amk gjarnan útlista hvernig hann veit með svo mikilli vissu að ekkert sé til í þeim viðhorfum sem hér er verið að spá í. Hann útskýrir því miður ekkert hvað það er sem hann telur sig vera að skammast yfir, heldur lýsir bara yfir stuðningi annarsvegar og andúð hisnvegar.

%d bloggurum líkar þetta: