Í kafla Kynungabókar um kynbundið ofbeldi kemur skýrt fram að konur eru ekki færar um að nauðga – að mati höfunda. Þessa skoðun vilja þær svo innræta skólabörnum og ungmennum á aldrinum 15 – 25 ára. en um nauðgun segir á bls. 34:
„Þegar manneskju er nauðgað er gróflega ráðist inn í líkama hennar og persónu og réttur hennar yfir eigin líkama vanvirtur. Í rannsóknum hefur komið fram að ofbeldismennirnir réttlæta ódæðisverk sín með ýmsum hætti. Fórnarlambið hafi boðið upp á árásina með daðri, klæðaburði, ölvunarástandi eða einfaldlega með því að vera á staðnum. Mikilvægt er að átta sig á því að ekkert réttlætir það að manneskja sé svipt frelsi og réttinum yfir eigin líkama. Konur jafnt sem karlar ráða yfir eigin líkama“
Þá höfum við það svart á hvítu. Skv. femínistunum sem ritstýrðu Kynungabók er það forsenda fyrir því að kynferðislegt obeldi geti talist nauðgun, að gerandi ráðist inn í líkama þolandans.
Skv. nýlegum Bandarískum rannsóknum eru konur 30% gerenda í kynferðisofbeldismálum gegn börnum. Engin ástæða er til að ætla að því sé öðruvísi farið hérlendis.
Hvað ætli drengjum og stúlkum sem hafa orðið fyrir misnotkun og nauðgun kvenna finnist þegar þeim er færður þessi boðskapur alla leið inn í skólastofu?
SJ
11.7.2011 kl. 15:33
Harpa Hreinsdóttir hefur skrifað ágætan ritdóm um þetta áróðursrit.
Sjá:
http://harpa.blogg.is/2010-09-30/kynungabok/
Vefútgáfan af bókinni:
Click to access kynungabok_vefutgafa_2010.pdf
12.7.2011 kl. 22:07
Ég hef tekið á móti karlkyns fórnarlambi nauðgunar þar sem kona nauðgaði. Maðurinn var á útihátíð og sofnaði mikið ölvaður í tjaldi sínu. Hann vaknaði síðan við það að kona var búin að afklæða hann, koma honum til og sat klofvega ofan á honum. Hann var ekkert minna sjokkeraður en stúlkur sem lent hafa í klónum á nauðgurum.
Þannig að það eru ekki bara börn sem verða fyrir barðinu á kvenkyns nauðgurum.
23.7.2011 kl. 19:14
… Og um kynferðisofbeldi gagnvart börnum segir í Kynungabók:
„Kynferðisofbeldi gegn barni er misnotkun eldri einstaklings á líkamlegu og andlegu þroskaleysi barns til að fá það til þátttöku í kynferðislegu athæfi. Sum börn búa við kynferðislegt ofbeldi. Ofbeldismenn eru í flestum tilfellum nákomnir ættingjar, vinir fjölskyldunnar eða einhverjir sem barnið þekkir og treystir. Ekkert getur réttlætt að fullorðið fólk notfæri sér börn í kynferðislegum tilgangi. Börn eru með öllu ófær um að skilja athæfið og geta þar af leiðandi aldrei verið krafin um samþykki sitt. Auk þess er valdamunur á milli fullorðinnar manneskju og barns alltaf of mikill til að mögulegt sé að tala um að vilji beggja sé fyrir hendi. Ofbeldismaðurinn reynir þó að öllum líkindum að réttlæta athæfið fyrir sjálfum sér og barninu“
Þetta er ekki kynhlutlaus texti. Það er greinilegt að konur misnota heldur ekki börn á annan kynferðislegan hátt.