Hrútskýringar

15.7.2011

Blogg

Það er alltaf eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá Femínistum. Ég rakst t.d. á þessa frábæru færslu á vegg Fésbókargrúppu Femínistafélags Íslands:

Það er svosem ekkert nýtt að femínistar líti á rök, andstæð sínum eigin, sem þöggun en ég held ég hafi örugglega ekki áður séð rök karla nefnd hrútskýringar.

Skemmtilegt.

SJ

,

2 athugasemdir á “Hrútskýringar”

  1. Kristinn Says:

    Ef karlmenn kölluðu skoðanir, útskýringar eða aðfinnslur kvenna sem mótmæla þeim „womansplaning“ og afskrifuðu sjónarmið þeirra sem merkingarlausan kynjahroka myndi femínistum þykja það gríðarlega lúaleg vanvirðing við konur. Sem það væri.

    • Gunnar Says:

      Það er rétt. Svo virðist sem kvenremba eigi talsvert meira upp á pallborðið en karlremba nú til dags. Mér finnst þó alveg sérstaklega mikil hræsni af fólki sem gefur sig út fyrir að berjast gegn úreltum viðhorfum og þar með kynrembu, að láta standa sig að því sjálft.

%d bloggurum líkar þetta: