Tag Archives: Femínistafélag Íslands

Takk Dofri

5.12.2015

2 athugasemdir

Á dögunum steig Dofri Hermannsson, stjórnmálamaður og leikari fram og lýsti 16 ára ofbeldisfullri sambúð með fyrrverandi konu sinni. Þetta gerði hann fyrst í Stundinni en svo í þættinum Ísland í dag þar sem hann sagði sögu sína ásamt Friðgeiri Sveinssyni. Dofri lýsir andlegu og líkamlegu ofbeldi sem hann mátti þola á meðan á sambandinu stóð […]

Continue reading...

Feitar, réttdræpar mellur

2.3.2014

13 athugasemdir

Í þessu afar áhugaverða innslagi fréttaþáttarins Ísland í dag frá 28. feb sl. útskýrir talskona Femínistafélags Íslands, Steinunn Rögnvaldsdóttir, hvernig; a) það lýsir ekki kvenfyrirlitningu þegar Hildur Lilliendahl Viggósdóttir kallar konur feitar, réttdræpar mellur, en b) það lýsir kvenfyrirlitningu þegar karlmaður kallar konur feitar, réttdræpar mellur. – SJ | Taktu þátt | Óskast | Rannsókna- & heimildasafn |

Continue reading...

Femínistafélag Íslands: Falskar ásakanir ekki mögulegar

6.12.2012

8 athugasemdir

Ef þetta vefumsjónarkerfi byði upp á undirfyrirsagnir þá væri undirfyrsögn þessa pistlis: og ef þú ert ósammála þessu, þá ertu bara aumur karl! Það er nefninlega þetta sem María Lilja Þrastardóttir segir í tilvitnaðri grein sem hún birtir á vefnum „Rjúfum þögnina„. Af þeim u.þ.b. þrettánhundruð orðum sem grein Maríu spannar eru það svo einmitt þessi […]

Continue reading...

Ætlar Femínistafélagið að virða mannréttindi strax?

1.5.2012

Slökkt á athugasemdum við Ætlar Femínistafélagið að virða mannréttindi strax?

Femínistafélag Íslands hélt aðalfund sinn í gær. Ég hefði gjarnan viljað sitja fundinn en átti ekki heimangengt. Félagið sendi frá sér eftirfarandi ályktun í tilefni af 1. mai: „Launamunur kynjanna er viðvarandi og kjör kvenna hafa versnað. Áhrif kreppunnar ógna þeim ávinningi sem kynslóðir kvenna hafa barist fyrir . Femínistafélagið krefst þess að jafnrétti og […]

Continue reading...

Með og á móti afnámi mannréttinda?

7.4.2012

12 athugasemdir

Ég á stundum erfitt með að skilja forréttindafemínista. Lái mér hver sem vill. Þessi mynd er skjáskot af dv.is þar sem Sóley Tómasdóttir svaraði spurningum lesenda á Beinni línu þann 8. mars sl: Hér er svo skjáskot af fésbókarvegg Femínstafélags Íslands þar sem Sóley Tómasdóttur líkar við ummæli móður sinnar, Guðrúnar Jónsdóttur sem kynnt voru […]

Continue reading...

Helvítis foreldrajafnréttið

8.2.2012

4 athugasemdir

Foreldrajafnrétti hefur löngum verið forréttindafemínistum erfiður ljár í þúfu. Þeir sem berjast fyrir foreldrajafnrétti berjast fyrir afnámi lögbundins misréttis, ólíkt femínistum sem hafa ekkert lögbundið misrétti til að berjast gegn lengur. Það að vera á móti foreldrajafnrétti setur fólk sem gefur sig út fyrir að vera jafnréttissinnað, í svolítið klaufalega stöðu. Margir virðast halda að […]

Continue reading...

Jafnstöðulög

3.1.2012

5 athugasemdir

Hugtakið jafnrétti er eitt þeirra hugtaka sem hefur verið teygt og skrumskælt á vettvangi kynjastríðsins að því marki að það er nú gjarnan notað til að lýsa einhverju sem því var, í upphafi, alls ekki ætlað að lýsa og hefur engan skyldleika við málfræðilegt inntak sitt. Jafnrétti er enda svo skilgreint í íslenskri orðabók Eddu (þriðju […]

Continue reading...

Þvörusleikir

15.12.2011

10 athugasemdir

Næsti Jólasveinn bloggsins er Halla Gunnarsdóttir í gervi Þvörusleikis. Halla er fyrrverandi talskona Femínistafélags Íslands og núverandi aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar Innanríkisráðherra. Jafnrétti er Höllu hugleikið en þó ekki meira en svo að henni virðist ekkert um réttindamál karla og barna gefið og finnst eiginilega bara nóg komið af jafnrétti á því sviði. Í störfum sínum […]

Continue reading...

Stígamót kynna hugmyndafræði sína: Sekur – sama hvað!

7.12.2011

5 athugasemdir

Ég rakst á ansi merkilegt innlegg á fésbókargrúppu Femínistafélags Íslands í gær. Þar var félagið búið að hanna textaspjald með hugleiðingu um eina grunnforsendu þess réttarkerfis sem við búum við. Textinn var svohljóðandi: „Hugmyndafræðin „saklaus uns sekt sannast“ er ekki fullnægjandi þegar um nauðgunarmál er að ræða. Samkvæmt þeirri grunnhugsun eru sekir nauðgarar á hverju […]

Continue reading...

Ofbeldisfullir forréttindafemínistar

17.9.2011

Slökkt á athugasemdum við Ofbeldisfullir forréttindafemínistar

Forréttindafemínistar eru mjög á móti ofbeldi ef það beinist gegn konum. Öðru máli gegnir um ofbeldi gegn körlum sem þær eru oft mjög fylgjandi og hafa velþóknun á. Þetta má finna fjölmörg dæmi um. Eitt svona dæmi má finna á fésbókargrúppu Femínistafélags Íslands frá 20. júlí 2010. Þar póstar félagið frétt af Eyjunni sem fjallar […]

Continue reading...