Ætlar Femínistafélagið að virða mannréttindi strax?

1.5.2012

Blogg

Femínistafélag Íslands hélt aðalfund sinn í gær. Ég hefði gjarnan viljað sitja fundinn en átti ekki heimangengt. Félagið sendi frá sér eftirfarandi ályktun í tilefni af 1. mai:

„Launamunur kynjanna er viðvarandi og kjör kvenna hafa versnað. Áhrif kreppunnar ógna þeim ávinningi sem kynslóðir kvenna hafa barist fyrir . Femínistafélagið krefst þess að jafnrétti og mannréttindi séu skilyrðislaust virt í íslensku samfélagi. Jafnrétti strax!“

Þó ályktuninni sé einkum beint að kjaramálum þá hjó ég eftir því að félagið krefst þess að mannréttindi séu virt í íslensku samfélagi. Því ber ávallt að fagna og vildi ég því nota tækifærið og kanna hvort Femínistafélagið sjálft vildi ekki sýna gott fordæmi með að hreinsa út eitthvað af þeim sora sem félagið hefur birt/hýst á fésbókarvegg sínum.

Ég sendi því eftirfarandi erindi til félagsins en þar sem það hefur aldrei svarað fyrirspurnum mínum þá birti ég það hér strax enda ekki eftir neinu svari að bíða:

„Góðan dag,

Ég vil byrja á að fagna því að Femínistafélag Íslands hafi í ályktun sinni frá því í gær krafist þess að mannréttindi séu skilyrðislaust virt í íslensku samfélagi. Ég vil í þessu sambandi beina þeirri fyrirspurn til Femínistafélagsins hvort félagið muni þá sýna gott fordæmi með því að taka út af fésbókarvegg sínum efirfarandi efni:

  1. Mynd sem birtist þann 4. desember sl. með ummælum Guðrúnar Jónsdóttur þar sem hún talar gegn því að karlmenn njóti grundvallarmannréttinda eins og þau eru skilgreind í 11. grein Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 62. grein Mannréttindasáttmála Evrópu og 70. greinar Stjórnarskrár Íslenska lýðveldisins, um að maður er sætir ákæru skuli teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð.
  2. Tenging við frétt af Eyjunni, Prestur vill berja mann: Bjarna Karlssyni blöskrar ummæli Brynjars Níelssonar, en eins og sjálfsagt allir vita þá er það hegningarlagabrot að berja fólk og jafnvel að viðhafa hótanir þar um. Það veldur mér áhyggjum að a.m.k. ein áhrifakona í Femínistafélagi Íslands líkar við þessa ofbeldisóra.
  3. Ummæli við mynd sem Femínistafélagið deildi þann 21. júlí 2010 í tilefni af veitingu Bleiku steinanna en sá er ummælin viðhafði lýsti þeirri skoðun sinni að betra hefði verið að grýta steinuum í viðtakendur en ummælin birtast undir ljósmynd af nafngreindum karlmanni sem heldur á bleikum stein sem er á að giska tæplega kíló að þyngd og gæti því hæglega banað manni sem fengi hann í hausinn.

Það þarf náttúrulega ekki að fjölyrða um þær hættur sem stafa af hatursorðræðu sem þessari. Femínistafélag Íslands hefur oftsinnis bent á nauðsyn þess að berjast gegn hatursorðræðu. Finna má ágætt dæmi um það  í umsögn Femínistafélagsins um frumvarp til jafnréttislaga þann 12. desember 2007.

Ég er því ekki í nokkrum vafa um að félagið taki erindi mínu sem kærkominni samantekt á því hvar hægt er að sýna mannréttindum virðingu, strax í dag.

Bestu kveðjur,
Sigurður Jónsson“

Myndin sem talað er um í lið 1 má sjá hér. Skjáskot af innleggi því er talað er um í lið 2 má sjá hér og myndina og ummælin sem talað er um í lið 3 má sjá hér. Ég ætla að spá því hér að félagið sjái ekki ástæðu til að bregðast við erindi mínu með neinum hætti.

En svona í framhjáhlaupi. Takið eftir því hvernig ályktunin er orðuð hvað varðar kjör kvenna. Það er efalítið rétt að kjör kvenna hafa versnað í kreppunni en það sama má segja um karla og raunar sýna tölur um atvinnuleysi og gjaldþrot að kjör þeirra hafa versnað miklu meira en kvenna.

Þær kunna þetta alveg stelpurnar.

SJ

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: