Orðabók Jafnréttisstofu: Kynbundinn dauðamunur

3.5.2012

Blogg

Enn sendum við Jafnréttisstofu allra landsmanna tillögur að hugtökum sem ættu að finnast í orðabók stofnunarinnar. Það hefur ekki verið tekið vel í fyrri tillögur sem voru þær að bætt yrði inn skilgreiningu á hugtökunum; „forvirkar sértækar aðgerðir“ og „Söguleg skuld“.

Lítill fugl hvíslaði því að mér að eins og málum væri háttað á Íslandi í dag þá myndi ég aldrei geta komið með tillögu sem yrði starfsmönnum Jafnréttisstofu þóknanlegar en ég neita að trúa því, er ekki jafnrétti fyrir alla?

„Góðan dag,

Ég er ekki alveg af baki dottinn með tillögur sem ég tel að ættu erindi í orðabókina sem Jafnréttisstofa heldur úti á vefnum www.jafnretti.is. Nú langar mig að gera tillögu að hugtakinu Kynbundinn dauðamunur og vona að það falli í frjórri jarðveg en tillögur mínar að hugtökunum forvirkar sértækar aðgerðir ogsöguleg skuld.

Kynbundinn dauðamunur er hugtak sem lýsir þeirri staðreynd að meðalævilengd karla á Íslandi er talsvert minni en kvenna og karlar eru nánast 100% þeirra sem láta lífið í vinnuslysum hér á landi. Þá eru sjálfsvíg karla miklu mun algengari en kvenna svo og ótímabær dauði af ofneyslu áfengis og lyfja. Það hefur í raun farið ótrúlega lítið fyrir umræðu um þetta og það var því kærkomið að rekast á frétt á mbl.is um daginn sem sagði af rannsókn Norrænu Vinnuverndarnefndarinnar á tíðni vinnuslýsa á Norðurlöndunum.

Það vakti þó furðu mína hvað lítið fór fyrir umræðu um þessar fréttir þar sem í ljós kom að aðeins á íslandi var hlutfall karla sem létust í vinnuslysum heil 100% á tímabilinu sem rannsóknin náði til. Ég hugsa að það myndi vera til bóta fyrir jafnréttisumræðuna ef Jafnréttisstofa kynnti hugtak um þennan kynbundna mun á meðalævilengd, ótímabærum dauða og sjálfsvígum sem kynbudinn dauðamun enda hér á ferðinni grafalvarlegt jafnréttismál og alls ekki síður mikilvægt að borin séu kennsl á en t.d. kynbundinn launamunur.

Hvað segið þið um það?

Bestu kveðjur,
Sigurður“

Og hér er svarið:

„Sæll Sigurður

Við erum vel meðvituð um þann mun sem er á lífslíkum karla og kvenna á íslandi. Þetta fyrirfinnst  ekki bara hérlendis, heldur er þetta alþjóðlegt vandamál sem hefur verið rannsakað töluvert en eins og þú segir þá er grunnurinn í þessu ólík menning karla og kvenna, þar sem karlar stunda áhættuhegðun í meira mæli en konur auk þess sem hefðbundnar karlastéttir vinna við hættulegri aðstæður en konur.

Á heimasíðu okkar höfum við ákveðið að vera eingöngu með hugtök sem almennt eru notuð í jafnréttisumræðunni og í kynjafræðum, en ekki búa til okkar eigin.

Takk samt fyrir ábendinguna. 

Kv.

Hugrún R. Hjaltadóttir“

Það mætti svosem halda að litli fuglinn hefði rétt fyrir sér. Hér kveður við gamalkunnan tón, að þegar karlar koma ver út úr tölfræðisamanburði við konur þá sé það vegna þess hvernig þeir sjálfir kjósa að haga sínum málum. Þegar svo konur bera hallann þá er það líka vegna þess hvernig karlar kjósi að haga málum en nú hvernig þeir kjósa að haga málum fyrir konur.

Þetta svar stofnunarinnar segir okkur líka að einhverjir telja þörf á að stjórna jafnréttisumræðunni.

SJ

,

2 athugasemdir á “Orðabók Jafnréttisstofu: Kynbundinn dauðamunur”

  1. Halldór Says:

    Karlar drekka meira og reykja meira, ég get ekki séð hvernig það er áhættuhegðun frekar en fíkn og/eða geðvandamál. Hvernig það skiptir máli af hverju karlar deyja meira, sumsé að segja „útaf áhættuhegðun“, eða hvernig það leysir þetta vandamál sé ég ekki.

    Væri þá ekki hægt að snúa þessu á pól, konur þéna minna sökum minni áhættuhegðunar.

    • Sigurður Jónsson Says:

      Jú segðu. Það er mjög sérkennilegt hvernig þessir hlutir eru túlkaðir. Þegar á konur hallar þá er það körlum að kenna og þegar á karla hallar þá er það líka körlum að kenna.

      Það virðist ekki vera móðins innan „kvennabaráttunnar“ í dag að gefa sér að konur séu almennt með fullu viti og vakandi þegar þær forgangsraða þáttum í lífi sínu.

%d bloggurum líkar þetta: