Sænskir karlmenn jafn slæmir og Talíbanar

6.5.2012

Blogg, Tilvitnanir

„Swedish men are just as bad as Taliban men“

Sænska stjórnmálakonan Gudrun Schyman

7 athugasemdir á “Sænskir karlmenn jafn slæmir og Talíbanar”

  1. Skeggi Says:

    Þú ættir endilega að nota kosti netsins og bjóða okkur uppá krækju á þessi ummæli, svo maður geti séð í hvaða samhengi þessi ögrandi orð féllu. Það er kannski ekki hlaupið að því að finna upprunanlegu ræðuna, því kommentið er meira en 12 ára gamalt.

    Það sem Guðrún var að vísa til var að ofbeldi tallibana gegn konum er undantekningarlaust skýrt með tilvísun í menningu þeirra og feðraveldiskúltúr, en þegar sænskir karlmenn berja konur sínar og misþyrma þá er miklu síður talað um kúltúr og hefðir, heldur sökinni varpað á einstaklinginn. Þetta eralveg valid að ræða.

    Hér er umræða um málið:
    http://www.kvinfo.dk/side/674/article/40/

  2. mar Says:

    Mér hefur lengi fundist merkilegt hversu hljóðir skandinavískir feministar eru gagnvart trúarbrögðum sem fela í sér ógeðfellda mismunum á hendur konum. Það má jú ekki gagnrýna önnur trúarbrögð, manni ber að virða framandi menningarheima. Ætli þetta sé þá útskýringin, að þeir telji að enginn munur sé á talibönum og sænskum karlmönnum.

  3. Sigurður Jónsson Says:

    Velkomnir báðir og takk fyrir innlegginn.

    Skeggi, Takk fyrir tilvísunina. Ég einmitt fann ekki upprunalegu ummælin þegar ég leitaði á sínum tíma (færslan er skrifuð fyrir þónokkru síðan þó hún hafi birst núna). Ég hafði fyrir þessu nægjanlega traustar heimildir til að ákveða að birta þetta. „Valid“ segirðu. Sjálfsagt finnst fólki þetta „valid“ sem trúir því að það sé eitthvað í sænskri menningu sem stuðli að ofbeldi gegn konum frekar en að um sé að ræða karla sem af einhverjum ástæðum eiga í erfiðleikum með sig. Þú vilt kannski meina að hægt sé að útrýma ofbeldi með því að breyta samfélaginu?

    Mar, þetta er áhugaverð hugleiðing og ég hef svosem hugleitt þetta sjálfur. Það er virðist vera einhverskonar skörun á ferðinni. Öllu heldur að femínistar virðast upp til hópa telja óviðeigandi að gagnrýna aðra menningarhópa. Svosem ekki gott að setja fingur á þetta en áhugavert að velta þessu fyrir sér.

  4. Stefán P Says:

    Það má vissulega ræða samhengið sem þessi ummæli eru sett fram í, hvað er valid og hvað ekki verður hver svo að meta fyrir sig.
    Nú verð ég að játa að ég hef ekki búið í Svíþjóð og þekki e.t.v. ekki sérstaklega vel til þar, a.m.k. ekkert umfram það sem flestir þekkja til landsins og annarra nágrannaþjóða okkar. Það blasir hinsvegar við að sænskir karlmenn koma ekki fram við konur sínar á sama hátt og Talíbanar – það á að vera augljóst og almennt vitað.

    Það er einstaklega ódýrt og ótrúverðugt að bregða fyrir sig „þessu var auðvitað ætlað að vekja viðbrögð“ þegar afsaka á glórulaus ummæli. Það virðist vera orðin lenska að nota þennan frasa hjá vissum hópum. Með sömu rökum geta t.d. þeir sem eiga ógeðslegustu ummælin í Karlar sem hata konur – albúminu hjá Hildi Lilliendal afsakað sig frá þeim – „þessu var bara ætlað að vekja viðbrögð og umræðu – en auðvitað ekki meint bókstaflega“. Málið afgreitt, með valið rökum, og viðkomandi alveg laus frá viðbjóðnum sem hann lét út úr sér.

    P.s. Það er auðvitað ekkert betra að sænskir (eða íslenskir) karlmenn misþyrmi og jafnvel myrði konur sínar heldur en tallíbanar.

  5. Tommi Says:

    Hélt þú hefðir gaman af því að lesa þennan fróðleiksmola eftir shady8x. http://www.reddit.com/r/worldnews/comments/tficq/after_31_years_in_prison_for_a_murder_he_didnt/c4m88uv

    • Sigurður Jónsson Says:

      Takk fyrir þetta Tommi. Allar ábendingar vel þegnar ævinlega. Þú mátt líka senda mér póst á póstfangið sem gefið er upp neðst á síðunni „um bloggið“.

      • Tommi Says:

        Hef það í huga næst þegar ég finn eitthvað áhugavert 🙂

%d bloggurum líkar þetta: