Femínistaremba?

10.5.2012

Blogg, Myndbönd

Hér er gefur að líta glefsu úr þætti mbl sjónvarps, Út úr skápnum. Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er Anna Pála Sverrisdóttir sem hefur um langt skeið verið með virkari femínistum í bransanum.

Það að frelsa konur úr heftandi fjötrum staðalímynda hefur lengi verið snar þáttur í baráttu femínista. Ef ummæli Önnu eru lýsandi fyrir femínista almennt er ekki annað að sjá en að baráttan sú snúist kannski bara um að skipta út einni staðalímynd fyrir aðra, frekar en að stuðla að auknu athafnarými einstaklingsins. A.m.k. virðist Anna hafa þurft að fara mikla fjallabaksleið að því að geta leyft sér að gera það sem hana raunverulega langar til í framtíðinni. Það mætti kannski kalla þetta femínistarembu?

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: