Tag Archives: Kvennavinnuvernd

Jafnréttisháskólinn í Reykjavík

16.10.2018

Ein athugasemd

Ég hef verið að fylgjast með umræðunni í kjölfar þess að Kristinn Sigurjónsson, lektor, var rekinn úr starfi sínu hjá Háskólanum í Reykjavík. Kristinn vann sér það til saka að taka þátt í jafnréttisumræðunni en gera þau mistök að hafa á henni aðrar skoðanir en stjórnendum skólans eru þóknanlegar. Ég hef fylgst með Kristni um áraraðir […]

Continue reading...

Ögmundur og ólögin

7.9.2012

8 athugasemdir

Niðurstaða Kærunefndar Jafnréttismála í máli Höllu Bergþóru Björnsdóttir gegn Innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, vegna skipunar í embætti Sýslumanns á Húsavík, hefur þegar verið krufin til mergjar á umliðnum dögum. Þar af leiðandi langar mig ekki að fjalla um efnisþætti málsins sérstaklega. Mig langar hinsvegar að nota þetta mál til að skoða hvernig ólög og önnur vitleysa […]

Continue reading...

Kynjuð hagstjórn og opinberir starfsmenn

17.2.2012

Slökkt á athugasemdum við Kynjuð hagstjórn og opinberir starfsmenn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar leiðara í Fréttablaðið í gær undir yfirskriftinni Meiri fækkun ríkisstarfsmanna. Þar gerir hann að umtalsefni, skilaboð Seðlabanka Íslands til stjórnvalda í nýjasta hefti Peningamála. Þar gerir bankinn að umtalsefni aukinn halla á fjárlögum þessa árs miðað við upprunalegt frumvarp sem lá til grundvallar hagspá bankans frá því í nóvember sl. Um […]

Continue reading...

Fámáll formaður jafnréttisnefndar BSRB, Þórveig Þormóðsdóttir

25.8.2011

3 athugasemdir

Í mars á þessu ári tók ég fyrir innsenda grein sem birtist í Fréttablaðinu þá stuttu áður. Greinin, „Kynleg kynjuð fjárlagagerð“ var eftir Þórveigu Þormóðsdóttur sem skrifar undir hana sem Formaður Jafnréttisnefndar BSRB. Þetta var á sama tíma og stórfurðuleg umræða átti sér stað í samfélaginu um að konur ættu svo mikið meira bágt en karlar andspænis […]

Continue reading...

Forgangur kvenna í störf hjá hinu opinbera

12.6.2011

Slökkt á athugasemdum við Forgangur kvenna í störf hjá hinu opinbera

Enn er mál Önnu Kristínar Ólafsdóttur í umræðunni en eins og sjálfsagt einhver ykkar muna þá dæmdi úrskurðarnefnd jafnréttismála henni í vil eftir að hún kærði Forsætisráðuneytið fyrir að ganga fram hjá sér við ráðningu skrifstofustjóra hjá ráðuneytinu. Um þetta var fjallað hér fyrir nokkru. Jóhanna Sigurðardóttir segist vilja leita sátta sem án efa mun fela í sér […]

Continue reading...

Forvirkar sértækar aðgerðir?

25.5.2011

Slökkt á athugasemdum við Forvirkar sértækar aðgerðir?

Eftir að bera fór á því að lærðir forréttindafemínistar segðu okkur að konur væru að koma verr út úr kreppunni en karlar fór ég að rannsaka málið. Ég lagði upp með tvær spurningar í þessu sambandi: Hvernig má það vera að konur séu að koma verr út úr kreppunni en karlar þegar þriðjungi fleiri karlar […]

Continue reading...

Vissir þú? #1

1.5.2011

Slökkt á athugasemdum við Vissir þú? #1

Continue reading...

Engin kreppa hjá konum?

27.4.2011

Slökkt á athugasemdum við Engin kreppa hjá konum?

Ég verð að hrósa mbl.is fyrir hreint frábæran fréttaflutning. Þar birtist í dag fyrsta fréttin sem ég hef séð frá hruni sem lýsir ástandi á vinnumarkaði með réttum hætti í kynjuðu tilliti. Í fréttinni segir af þróun atvinnuleysis frá hruni. Bent er á mjög athyglisverða staðreynd, þá að konum sem sem hafi atvinnu í dag séu […]

Continue reading...

Isavia v.s. Landspítalinn

25.4.2011

Slökkt á athugasemdum við Isavia v.s. Landspítalinn

Það getur verið gagnlegt að bregða upp kynjagleraugunum til að koma auga á ólíka stöðu kynjanna. Forréttindafemínistar hafa ekki farið sparlega með gleraugun þau í gegnum árin, nema síður sé. Það er ekkert leyndarmál að ég hef tekið þetta tæki mér til handagagns en beini því þó í aðrar áttir en hönnuðir þess. Við skoðuðum […]

Continue reading...

Fjúkandi konur

21.4.2011

Slökkt á athugasemdum við Fjúkandi konur

Stjórnmálamenn svífast oft einskis til að slá pólitískar keilur. Oft er reynt að spila inn á almenningsálitið með tilfinningalegri framsetningu eða jafnvel hreinni bjögun staðreynda.  Dæmi um þetta má sjá í tengslum við þá umræðu sem nú á sér stað um hagræðingaráform borgarstjórnarmeirihluta Besta Flokksins og Samfylkingar á leikskóla- og menntasviði Reykjavíkurborgar en frá þessu segir […]

Continue reading...