Forgangur kvenna í störf hjá hinu opinbera

12.6.2011

Blogg

Enn er mál Önnu Kristínar Ólafsdóttur í umræðunni en eins og sjálfsagt einhver ykkar muna þá dæmdi úrskurðarnefnd jafnréttismála henni í vil eftir að hún kærði Forsætisráðuneytið fyrir að ganga fram hjá sér við ráðningu skrifstofustjóra hjá ráðuneytinu. Um þetta var fjallað hér fyrir nokkru. Jóhanna Sigurðardóttir segist vilja leita sátta sem án efa mun fela í sér greiðslu bóta til handa Kristínu.

Fyrir þau ykkar sem ekki vita þá er hið opinbera, vinnustaður sem telur rétt rúmlega 40.000 manns. Þar af eru konur um 70% eða 28.000 talsins. Að vera búin að fá það viðurkennt að það geti talist lögbrot að ráða karlmann fram yfir konu þar sem hlutföll kynja eru með þessum hætti hlýtur að verða að teljast glimrandi góður árangur í kvennabaráttunni.

Er hægt að biðja um meira?

SJ

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: