Isavia v.s. Landspítalinn

25.4.2011

Blogg

Það getur verið gagnlegt að bregða upp kynjagleraugunum til að koma auga á ólíka stöðu kynjanna. Forréttindafemínistar hafa ekki farið sparlega með gleraugun þau í gegnum árin, nema síður sé. Það er ekkert leyndarmál að ég hef tekið þetta tæki mér til handagagns en beini því þó í aðrar áttir en hönnuðir þess.

Við skoðuðum nýlega Isavia málið svokallaða. Það mál var c.a. svona:

 • Starfsmaður (A) á að hafa áreitt starfsmann (B) kynferðislega í sumarbústaðaferð á vegum vinnunnar.
 • Starfsmaður B kærir ekki atburðinn heldur kvartar til sameiginlegs vinnuveitanda (Isavia).
 • Vinnuveitandi bregst ekki við með því að færa A til í starfi en gerir breytingar á starfi starfsmanns B.
 • Svo fer að starfsmaður B kærir vinnuveitanda fyrir að hafa ekki fært starfsmann A til í starfi heldur þess í stað gert breytingar á starfi B.
 • Í héraði fellur dómur þess efnis að Vinnuveitandi hefði átt að færa A til í starfi og taka tillit til starfsmanns B þrátt fyrir að ekki hafi farið fram lögreglurannsókn á ásökunum B í garð A.
 • Vinnuveitanda er gert að greiða bætur, alls 1.800.000 til B og eftir stendur viðurkenning dómsins á meintum brotum A þrátt fyrir að ekki hafi farið fram rannsókn né heldur að hann, né vitni hafi haft tækifæri til að koma að málinu þar eð það beindist gegn vinnuveitandanum en ekki starfsmanni A.

Þá ræddum við nýlega svipað mál er varðaði ætluð brot starfsmanns gegn öðrum starfsmanni Landspítalans. Það mál var c.a svona:

 • Stafsmaður (A) á íslenskum spítala á að hafa áreitt samstarfsmann (B) kynferðislega eftir vinnustaðargleðskap.
 • Starfsmaður B kvartar við yfirmann og kveðst ekki geta unnið með starfsmanni A á sömu deild áfram eins og þau höfðu gert fram að meintu broti.
 • Starfsmaður A, (gerandinn), telur þá afgreiðslu vinnuveitanda vera ærumeiðandi gegn sér og kærir ákvörðun yfirmanna spítalans.
 • Héraðsdómur dæmir á þann veg að ákvöðun vinnuveitanda um að færa A til í starfi er felld úr gildi og A eru dæmdar kr. 500.000  í miskabætur.
 • Málinu er áfrýjað og Hæstiréttur staðfestir ógildingu ákvörðunar um að færa A til í starfi og hækkar miskabætur upp í kr. 800.000.

Draga má niðurstöðu þessara mála saman með eftirfarandi hætti:

Í báðum málum viðhefur starfsmaður ásakanir í garð vinnufélaga um að hafa áreitt sig kynferðislega og vill að vinnuveitandinn hlutist til um málið og færi meintan geranda til í starfi svo þolandi geti lágmarkað samneyti við meintan geranda.

Í Isavia málinu er meintur gerandi karl og þolandi kona. Í því tilviki heldur meintur gerandi stöðu sinni innan fyrirtækisins. Það er kært og dómari dæmir kæranda í vil.

Í Landsspítalamálinu er meintur gerandi kona og þolandi karl. Í því tilviki heldur meintur gerandi ekki stöðu sinni heldur er færð milli deilda. Þá aðgerð telur hún ærumeiðandi og kærir. Dómari dæmir kæranda í vil, vinnustaðurinn skal greiða meintum geranda miskabætur og fellir ákvörðun um flutning í starfi úr gildi.

Semsagt, Isavia er dæmt fyrir að hafa ekki fært meintan geranda (karl) til í starfi á meðan Landspítalinn er dæmdur fyrir að hafa fært meinta geranda (konu) til í starfi.

Forréttindafemínistar kvarta jafnan sáran yfri því sem þeim finnst lágir dómar fyrir kynferðisbrot af ýmsu tagi og finnst þeir vera til marks um það að hér sé feðraveldi eða skipulegt valdakerfi karla sem vilja níðast á konum. Ef við beitum sömu ályktunargáfu hljótum við þá að segja, í ljósi þess misræmis sem ofan greinir, að hér sé mæðraveldi eða hvað?

SJ

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: