Kynjuð hagstjórn og opinberir starfsmenn

17.2.2012

Blogg, Myndbönd

Ólafur Þ. Stephensen skrifar leiðara í Fréttablaðið í gær undir yfirskriftinni Meiri fækkun ríkisstarfsmanna. Þar gerir hann að umtalsefni, skilaboð Seðlabanka Íslands til stjórnvalda í nýjasta hefti Peningamála. Þar gerir bankinn að umtalsefni aukinn halla á fjárlögum þessa árs miðað við upprunalegt frumvarp sem lá til grundvallar hagspá bankans frá því í nóvember sl.

Um ástæður þessa aukna halla segir í Peningamálum:

„Mest munar um að ekki var gengið jafn langt í aðhaldi launakostnaðar eins og gert hafði verið ráð fyrir í frumvarpinu eða sem nemur um 2,1 ma.kr. Gert er ráð fyrir að launakostnaður í ár verði 2,5% meiri en í fyrra. Í ljósi umsaminna launahækkana opinberra starfsmanna er ljóst að enn þarf að skera niður vinnumagn eigi þessi forsenda að halda,“

Ólafur bendir í leiðara sínum réttilega á að í meðferð fjárlagafrumvarpsins hafi verið látið eftir þingmönnum sem finnst ótækt að fækka opinberum starfsmönnum þar sem það er sagt bitna á velferðarkerfinu, einstökum byggðarlögum eða landshlutum. Þetta hefur haft þær afleiðingar að opinberum starfsmönnum hefur svo gott sem ekkert fækkað eftir mesta efnahagsrhun síðari tíma. Það kemur ekki fram í skrifum Ólafs að yfirgnæfandi meirihluti opinberra starfsmanna eru konur.

Ég verð að segja að mér hefði fundist meiri broddur í skrifum Ólafs, hefði hann nefnt aðra veigamikla ástæðu fyrir því að opinberum starfsmönnum hefur ekki fækkað meira en raun ber vitni. Sú ríkisstjórn sem nú situr við völd er sú fyrsta sem tekið hefur hugmyndir forréttindafemínista um kynjaða hagstjórn upp á sína arma. Þetta hafa yfirvöld sýnt í verki með því að ráða talskonu Femínistafélags Íslands til að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið við hagstjórn og fjárlagagerð, eins og það er orðað á femínísku.

Kynjuð hagstjórn er nefninlega svolítið merkilegt fyrirbæri eins og Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í Kynjafræði leiðir okkur í sannleikann um í þessu örstutta myndbandi sem inniheldur fréttaviðtal við hana frá því í mars á síðasta ári:

Ekki verður annað séð en að kynjaðri hagstjórn sé m.a. ætlað að auka starfsöryggi kvenna sem þó er þegar mun meira en atvinnuöryggi karla.

Svona er femínismi í dag.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

, , ,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: