„Það er jákvæð mismunun þegar einstaklingur af því kyni sem hallar á er ráðinn í starf, að uppfylltum lágmarksskilyrðum, jafnvel þótt hæfari einstaklingur af hinu kyninu sé meðal umsækjenda.“
Þorgerður Einarsdóttir, Prófessor í kynjafræði í Morgunblaðinu, 27. ágúst 2004
12.2.2012 kl. 16:37
Jákvæð mismunun ER mismunun og ég get með engu móti séð neitt jákvætt við það
17.2.2012 kl. 1:47
jæja, með minnst hæfusta einstaklingana í ábyrgðarstörfum, en við erum allavega búinn að uppfylla alla kvóta 🙂
kannski engin furða að landið sé þar sem það er.
all fegrað upp og allt gert á lánum 🙂 makeover! pay later! (þótt maður geti sosem skitið yfir ýmsar Erfðar atvinnur líka á sömu nótum)
17.2.2012 kl. 3:02
Það er ekkert jákvætt við það að láta hæfari manneskju verða af starfi sökum þess að hún er ekki með rétta tegund kynfæra milli lappanna. Mismunun er MISMUNUN, sama hvaða orðagljáfri er slengt með.
17.2.2012 kl. 9:45
Velkomnir allir og takk fyrir innleggin.
Já, auðvitað er mismunun bara mismunun. Hún er alltaf slæm og alltaf í blóra við lög og mannréttindi, hvort sem er karl eða kona. Einhvernvegin hefur forréttindafemínistum þó tekist að pæla sig niður á það að mismunun gegn körlum sé af hinu góða.
Og á sama tíma kallar þetta fólk sig jafnréttissinna.