Helvítis foreldrajafnréttið

8.2.2012

Blogg

Foreldrajafnrétti hefur löngum verið forréttindafemínistum erfiður ljár í þúfu. Þeir sem berjast fyrir foreldrajafnrétti berjast fyrir afnámi lögbundins misréttis, ólíkt femínistum sem hafa ekkert lögbundið misrétti til að berjast gegn lengur. Það að vera á móti foreldrajafnrétti setur fólk sem gefur sig út fyrir að vera jafnréttissinnað, í svolítið klaufalega stöðu.

Margir virðast halda að barátta þeirra sem berjast fyrir foreldrajafnrétti snúist fyrst og fremst um að tryggja rétt feðra gagnvart barnsmæðrum sínum. Þetta virðist t.a.m. vera skoðun Kristínar Ástgeirsdóttur, framvæmdastjóra Jafnréttisstofu sem vill vara varlega í að hrófla við þessu misrétti á sama tíma og hún telur hvergi nærri nóg að gert í réttindabaráttu kvenna. Það er þó óhjákvæmilegt að barátta sem þessi sé rekin af feðrum. Ekki geta börnin gert það sjálf, konur hafa ekki yfir neinu að kvarta og mannréttindafrömuðurnir í femínistahreyfingunni virðast hafa einverjum öðrum hnöppum að hneppa þegar kemur að réttindamálum barna og feðra þeirra.

Ég fæ þó ekki betur séð en að meginmarkmið baráttunnar um foreldrajafnrétti snúist um velferð barna en ég hef aldrei séð samtök þessi leggja eitthvað til sem gengur gegn hag barna. Á vefsíðu Félags um foreldrajafnrétti fann ég bækling frá 2009 sem útlistar helstu markmið félagsins. Þau eru að:

  • Öll sjálfvirk forsjá sambúðaraðila eða maka falli niður.
  • Dómarar fái heimild til að dæma sameiginlega forsjá.
  • Forsjárlausir foreldrar fái aðgang að skriflegum upplýsingum.
  • Umgengnismál verði hluti af dómskerfinu.
  • Dómarar fái heimild til að dæma umgengni í allt að 7 daga af 14.
  • Tvöfallt lögheimili barns gert valkvætt.
  • Takmörkun á lögheimilisflutningi barns sem hefur umgengni.
  • Kostnaður við umgengni verði sameiginlegur.
  • Karlmönnum verði heimilt að höfða faðernismál.
  • Hert verði á refsingum og meðferð umgengnistálmana.

Svona fyrir mitt leyti, þá sé ég ekki annað en að hér séu á ferðinni eðlilegar kröfur um jafnrétti. Ekkert ofangreint leiðir til lögbundinna eða óformlegra forréttinda. Þvert á móti upprætir þetta lögbundin og óformleg forréttindi sem konur njóta á kostnað barna og feðra þeirra. Forréttinda sem ákveðnir femínstar vilja standa vörð um í yfirstandandi vinnu að samningu nýrra barnalaga.

Frumvarpið var samið í tíð Rögnu Árnadóttur og þótti vera stórt skref í jafnréttisátt. Meðal þess sem mér fannst hvað markverðast í því frumvarpi voru ákvæðu um að dómarar gætu dæmt foreldra til að fara sameiginlega með forsjá barns auk innsetnignarákvæðisins sem kveður á um úrræði til að koma umgengni á þegar forsjárforeldri tálmar umgengni barns og forsjárlauss foreldris.

Viðbrögð forréttindafemínsta létu ekki á sér standa en samtök þeirra hafa barist gegn þessum ákvæðum frumvarpsins frá því að það fyrst leit dagsins ljós. Í umsögn Femínistafélag Íslands um frumvarpið segir um dómaraheimildina og innsetningarákvæðið:

„Félagið styður áframhaldandi fyrirkomulag um að dómara sé ekki heimilt að dæma sameiginlega forsjá […] Femínistafélag Íslands leggur til að lögð verði niður heimild í barnalögum til þess að komið verði á umgengni með aðför“

Með öðrum orðum; Femínistafélag Íslands berst fyrir áframhaldandi misrétti og því að mæður hafi allt vald í hendi sér gagnvart barnsfeðrum sínum og börnum. Þetta viðhorf var svo fært inn í frumvarpið eftir að Ögmundur Jónasson tók við Innanríkisráðuneytinu þar sem hann nýtur nú aðstoðar Höllu Gunnarsdóttur, fyrrv. talskonu Femínistafélags Íslands.

Ögmundur og Halla virðast trúa því að útsýnið úr Sölvhólsgötu sé svo óskaplega gott að þau séu best til þess fallin að ákveða hvað sé börnum fyrir bestu um ókomna tíð þegar deilt er um forræði og umgengni. Þau treysta sjálfum sér betur en dómurum og öðru fagfólki sem ætið er kallað til í svona deilumálum, sem þó eru í stöðu til að afla sér staðgóðrar þekkingar á þeim málum sem inn á borð þeirra rata hverju sinni. Þau treysta innsæi sínu betur en allra þeirra þjóða sem farið hafa þessa leið með góðum árangri. Þau treysta konum betur en körlum þegar kemur að uppeldi barna.

Þau rök sem ég hef helst séð að baki þessari skoðun Ögmundar og Femínistaélags Íslands eru tvíþætt. Annarsvegar er bent á einstök mál þar sem þessi högun hefur komið niður á börnum, t.d. þegar forsjárlaust foreldri reynist ekki hæfur uppalandi en fær samt forræði og umgengnisrétt, stundum v. mistaka við málsmeðferð. Þannig segir Halla Gunnarsdóttir m.a. á bloggi sínu:

„Í Svíþjóð kom í ljós að dæmd var sameiginleg forsjá í alltof mörgum málum þar sem ljóst mátti þykja að foreldrar gætu ekki starfað saman og í alltof mörgum málum þar sem sterkar vísbendingar, jafnvel sannanir, voru um að annað foreldrið hefði beitt hitt ofbeldi. Enn verra er að til eru dæmi þess að dæmd sé sameiginleg forsjá og úrskurðuð jöfn umgengni í málum þar sem foreldri hefur orðið uppvíst af ofbeldishegðun gagnvart börnum. Börnin hafa þannig ekki notið vafans í öllum tilfellum þar sem sameiginleg forsjá hefur verið dæmd. Rétt er að taka fram að til eru dæmi um að sameiginleg forsjá hafi verið dæmd og það lukkast vel. En hin dæmin eru sláandi“

Það þarf ekki að vera langskólagenginn til að sjá að öllu ofangreindu mætti eins snúa við til að mæla gegn óbreyttu ástandi. Þetta eru ógild rök þar sem vel má benda á dæmi þar sem börn hafa skaðast af núverandi fyrirkomulagi þar sem forsjárforeldri er óhæfur uppalandi en óbreytt ástand tryggir forsjá og umgengni viðkomandi með tilheyrandi skaða fyrir börn sem svo er ástatt fyrir. Í málum þar sem kerfið bregst með þeim hætti sem Halla lýsir hér er eðlilegra stuðla að betri barnavernd því þetta getur komið upp á hvorn veginn sem er. Að gefa sér það að feður séu upp til hópa verri uppalendur eða líklegri til að vera óhæfir sem slíkir er að láta standa sig að karlfyrirlitningu.

Hin rökin eru að það sé skaðlegt fyrir börn að foreldrar þeirra séu neyddir til að deila forsjá og umgengni og því ætti að „láta fólk“ komast að samkomulagi. Ég hef verið til nógu lengi til að vita að samningar við fólk sem engu hefur að tapa verða aldrei góðir samningar. Í samningum verslar fólk með það sem það hefur úr að spila og þegar annar aðilinn hefur yfirburðarsamningsstyrk þá fer viðkomandi frá borði með betri samning fyrir sig en ella hefði orðið.

Ég er líka búinn að vera til nógu lengi til að vita að þeir hinir sömu femínistar og finnst eðlilegra að setjast bara niður og ræða málin í stað þess að setja lög um málefni foreldrajafnréttis, finndist ekki mikið til þeirra hugmynda koma að afnema lög um kynjakvóta og launajafnrétti, svo dæmi séu tekin, og setjast þess í stað bara niður og ræða þetta aðeins.

SJ

, , ,

4 athugasemdir á “Helvítis foreldrajafnréttið”

  1. Halldór Says:

    Feministafélag Íslands og aðrir svipaðir mættu kynna sér hugtakið doublethink

  2. Ingimundur Says:

    Það er áberandi að Jafnréttisstýra gerir enga grein fyrir hvernig það er hagur barns að fara skuli varlega í breytingum á forsjárfyrirkomulagi og dómsheimildum í átt að auknu jafnrétti foreldra. Og hún er ekki ein um það, Ögmundur innanríkisráðherra gerir það ekki heldur en lætur sér nægja að segja að það sé ekki hagur barns að þegar foreldrar deila. Það má reyndar deila um hvort skilningur Ögmundar sé réttur, um óhag af deilum, en má hins vegar færa rök fyrir því að hagur barns felist frekar í ummönnun, umsjá og aðkomu tveggja einstaklinga, foreldra, að málum þess heldur en lausn þess frá deilium foreldra, eða hvað? Það væri óskavert ef þeir sem færi eiga á spyrðu Ögmund og Jafnréttisstýru þessarar spurningar, og þá hvort leiðir þeirra að auknu foreldrajafnrétti án möguleika dómara á að þvinga foreldra til samræðna skili börnum mestum hag.

  3. Sigurður Jónsson Says:

    Halldór, tvöfallt siðgæði er eitt af megineinkennum forréttindafemínsta. Mér var bent á grein í gær þar sem rakið var mótlætið sem konur urðu fyrir í aðdraganda þess að þær hlutu kosningarétt hér á landi. Mótbárurnar í því eru sláandi líkar þeim mótbárum sem við nú sjáum frá þeim í foreldrajafnréttismálum.

    Ingimundur, Já, það væri áhugavert að heyra þau svara þessu. Ráðstefna Félags um foreldrajafnrétti hefði verið góður vettvangur til þess en eins og fram kemur í þessari grein, http://www.visir.is/opid-bref-til-ogmundar-jonassonar/article/2012702099975, þá sér Ögmundur sér ekki fært að mæta á hana. Þetta er annars ansi góð grein sem sýnir vel fram á hvað Ögmundur og Halla hafa kosið að virða mikið af upplýsingumk að vettugi.

    Ég hef upplýsingar um að „rannsóknirnar“ sem Ögmundur og Halla vísa til séu í raun alls ekki rannsóknir í fleirtölu heldur ein rannsókn. Sú rannsókn á að hafa verið unnin af konu sem setið hafði í rannsóknarhópi sem komst að þeirri niðurstöðu að afleiðingar dómaraheimildarinnar hefðu haft jákvæð áhrif í Svíþjóð. Hún var ein ósátt við þessa niðurstöðu 15 manna hóps og gerði sína eigin rannsókn. Þessi rannsókn ku hafa verið aðferðafræðilegt rusl.

    Það væri áhugavert ef einhve lesandi gæti sem veit meira um þetta gæti deilt því með okkur hér.

  4. Gunnar Says:

    Áhugaverðasta línan úr grein Lúðvíks:

    „Femínistafélags Íslands lagði sig niður við það að senda inn umsögn árið 2006 og mælti á móti því að sameiginleg forsjá yrði meginregla á Íslandi – einu allra ríkja!“

    Meiri jafnréttissinnarnir 😀

%d bloggurum líkar þetta: