Með og á móti afnámi mannréttinda?

7.4.2012

Blogg

Ég á stundum erfitt með að skilja forréttindafemínista. Lái mér hver sem vill. Þessi mynd er skjáskot af dv.is þar sem Sóley Tómasdóttir svaraði spurningum lesenda á Beinni línu þann 8. mars sl:

Hér er svo skjáskot af fésbókarvegg Femínstafélags Íslands þar sem Sóley Tómasdóttur líkar við ummæli móður sinnar, Guðrúnar Jónsdóttur sem kynnt voru af FÍ þann 4. des 2011:

Ummæli Guðrúnar voru sett fram á myndformi og þetta er myndin sem Sóley líkar við:

Svo það sé nú áréttað þá er það að teljast saklaus uns sekt er sönnuð ekki bara frasi eða hugmyndafræði, það telst til grundvallarmannréttinda skv. stjórnarskrá og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að. Allt daður við að afnema þessa grundvallarreglu réttarríkisins og þar með snúa við sönnunarbyrði, er daður við afnám almennra mannréttinda.

Annaðhvort er þetta misræmi Sóleyjar til vitnis um jákvæð sinnaskipti hennar til ummæla Guðrúnar eða þá að Sóley lætur það hafa áhrif á sig í hvaða hóp hún opinberar þessa skoðun sína. Ég skal ekki segja hvort er.

SJ

, , ,

12 athugasemdir á “Með og á móti afnámi mannréttinda?”

  1. Eva Hauksdóttir Says:

    Gæti skýringin verið sú að sumir skilgreini öfuga sönnunarbyrði sem eitthvað annað en það að slaka á kröfunum um að maður skuli teljast saklaus uns sekt er sönnuð?

  2. Sigurður Jónsson Says:

    Ég skal ekki segja. Ég hef tekið eftir því að femínistar hafna því að þessi ummæli séu til marks um vilja til að snúa við sönnunarbyrði eða jafnvel að afnema mannréttindi karla.

    Ég hinsvegar skil þau sjónarmið ekki þó ég reyni. Annaðhvort er manneskja álitin saklaus uns sekt er sönnuð eða ekki. Er Guðrún að leggja til að manneskja verði álitin svolítið saklaus uns sekt hennar er sönnuð? Það eru bara tvær hliðar á þessum pening, eða hvað?

    Ég hef ekki séð neinn femínista færa rök fyrir þessu á annan hátt en með útúrsnúningum um að þetta hafi bara verið hugleiðingar eða að hún sé að gagnrýna „frasann“ um sakleysi uns sekt er sönnuð. Málið er bara að afnám mannréttinda hlýtur að byrja á umræðunni um það og ég er þeirrar skoðunar að borgarar eigi að berjast hörkulega gegn öllum tilburðum í þá veru og mannréttindin eigi ávallt að njóta vafans.

    Að því sögðu vil ég þakka þér fyrir að gera einmitt það. Ég fylgdist með umræðunni í kjölfar skrifa þinna „Frumvarp um öfuga sönnunarbyrði er þegar komið fram“. Þar fannst mér þú einmitt vera að gera það, berjast gegn öllum tilburðum í þessa veru. Þá fannst mér umræðan um það draga fram óhuganlega mikið af fólki sem virðist aðhyllast þá skoðun að afnema ætti þessi mannréttindi í tilviki karla. Að mínu mati er þetta eitt af þeim málum sem við eigum ekki að tileinka okkur umburðarlyndi gagnvart.

  3. Matti Says:

    > „Grunnhugmyndin er auðvitað að dæma ekki nema sekt sé sönnuð“

    Hvað þarf að ræða þarna?

    • Sigurður Jónsson Says:

      Túlkar þú þessi orð sem skoðun Guðrúnar eða finnst þér hún vera að lýsa þeirri „hugmyndafræði“ sem hún er að gagnrýna?

      Ég tók þessu a.m.k. þannig að hún væri að lýsa því sem hún kallar ófullnægjandi hugmyndafræði þegar um nauðganir er að ræða.

  4. Matti Says:

    Fyrir nokkrum árum braust par inn á heimili mitt. Þau voru fábjárnar og við hjónin leystum málið fyrir lögregluna.

    Meðal sönnunargagna voru:
    * fingraför mannsins á gluggakarmi gluggans sem þau fóru inn um
    * þýfi á heimili þeirra
    * myndir úr öryggismyndavélum banka, þar sem þau keyptu ávísanahefði

    Parið þurfti að bera þunga muni úr raðhúsinu okkar. Konan var písl, algjör aumingi – enda dópist. Hún gat ekki haldið á þýfinu út.

    Gaurinn var sýknaður fyrir dómi af því að hafa brotist inn til okkar en dæmdur sekur um hylmingu. Konan var dæm fyrir innbrot.

    Samt veit ég að hann er sekur um innbrotið. Hann er ekki saklaus. Sekt hans var ekki sönnuð. Sekur, en sýknaður. Sekur, en sekt ekki sönnuð.

    Er þetta eitthvað rosalega flókin umræða?

    • Sigurður Jónsson Says:

      Fyrir mér hefur þetta ákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála ekkert með þetta mál að gera. Þessu er ætlað að vernda borgara í samskiptum við yfirvöld. Gjaldið sem við greiðum fyrir það er því miður að ekki næst að hafa hendur í hári allra glæpamanna og ég hef sjálfur reynslu af því á svipaðan hátt og þú lýsir. Í því tilviki horfði ég í augu innbrotsþjófsins en þar sem ég missti sjónar á honum á meðan ég klæddi mig til að fara út á efitr honum slapp hann, þrátt fyrir að hafa verið handsamaður í götunni.

      Ég veit að hann var sekur en ég skal glaður greiða það gjald fremur en að stuðla að kerfi þar sem saklaust fólk er álitið sekt uns sakleysi þeirra er sannað.

      Þetta er eins og svo margt annað í samfélagi manna. Ófullkomið en líklega „skársta“ fyrirkomulagið.

      • Matti Says:

        Og þetta er það eina sem Guðrún Jónsdóttir er að segja.

        Menn eru ekki dæmdir sekir um nauðgangir – en eru það samt sumir.

        Ég held þetta sé ekki einu sinni umdeilt.

        Sönnunarbyrðin er þung og það er erfitt að dæma menn fyrir nauðgun, eins og það á að vera. Samt eru fjölmargir menn, sem aldrei hafa verið dæmdir fyrir nauðgun, sekir um að hafa nauðgað. Fjölmargar konur eru fórnarlömb þessara manna.

        Í þessari tilvitnun er ekki verið að segja að það eigi að dæma þessa menn. Það er verið að segja að samt séu sumir þeirra sekir.

        Ég skil ekki alveg hvað er umdeilt við þetta. Finnst þetta frekar augljós sannindi.

  5. Guttormur Says:

    Mér finnst það full langt gengið að túlka þetta textabrot sem kröfu um að sönnunarbyrði verði snúið við, en á því hangir samt þessi ásökun um tviskinnung. Það er bent á það augljósa misræmi sem er á milli fjölda nauðgana og fjölda sakfellinga fyrir þær. Ég held að það sé alveg rétt að það sé ekki nóg að henda bara fram frasanum „saklaus uns sekt er sönnuð“ til þess að réttlæta þetta. Einhverstaða hljóta að vera hnökrar í meðferð þessara mála eða viðhorfinu sem fórnalömbunum mætir og eitthvað hlýtur að mega gera í því.

    Ég veit svosem ekkert um hvað höfundur textans hafði í huga en það þarf ekkert endilega að vera öfug sönnunarbyrði og í ljósi framhaldsins held ég að það sé frekar aðfinnsla að notkun og túlkun þessarar grundvallarreglu sem réttlætingu á ástandinu. Eitt sem mér hefur verið bent á er að þrátt fyrir hana þá er það t.d. ekki venjan að véfengja strax fórnalömb ráns þegar þau tilkynna um þann glæp. Hinsvegar virðast það oft vera fyrstu viðbrögðin við ásökun um nauðgun og svo er náttúrulega vísað í títtnefndan frasa (ekki svo að ég dragi mikilvægi hans í efa). Það er því í raun ekki einungis gengið út frá því sem réttarfarslegri reglu að sakfella ekki nema sekt þyki sönnuð heldur beinlínis að fórnarlambið sé lygari þangað til það er gert. Það held ég að sé punkturinn.

  6. Eva Hauksdóttir Says:

    Það væri langt gengið að túlka þetta textabrot á þennan veg ef ekkert annað styddi þá tilgátu að hjá ákveðnum hópi sé vilji til þess að snúa sönnunarbyrðinni við í kynferðisbrotamálum. En þetta er bara eitt dæmi. Bendi á fjölmarga pistla á blogginu mínu á síðustu vikum ef menn vilja frekari rök, og fleiri eru væntanlegir.

  7. Sigurður Jónsson Says:

    Ég get fallist á það að tilvitnuð ummæli Guðrúnar Jónsdóttur feli ekki beinlínis í sér kröfu um að sönnunarbyrði sé snúið við. Ég hef enda hingað til lagt áherslu á hitt í umræðu um þessi ummæli, að hér er sannarlega verið að gagnrýna ákvæði í gildandi mannréttindasáttmálum. Mér finnst það eitt alveg nógu alvarlegt. Reynar alveg grafalvarlegt og get illa séð hvernig þessi ummæli hefðu getað farið jafnhljótt ef um hefði verið að ræða einhvern annan hóp í samfélaginu.

    En ég bendi hinsvegar á að samtök femínista eru í sjálfu sér bara samtök lobbýista og það verður ekki frá hreyfingunni tekið að sem slík hefur hún náð undraverðum árangri. Þetta fólk veit vel að ef það vill takmarka mannréttindi karlmanna þá borgar sig að gera það í litlum skrefum og með með sem minnst áberandi hætti. Þessvegna ber okkur að andæfa tilburðum í þá veru harkalega allstaðar sem við vitnum svo mikið sem daður við þær hugmyndir. Femínistar munu aldrei hefja „opinbera“ baráttu fyrir afnámi þessara mannréttinda.

  8. Gunnar B. Kristinsson Says:

    Sæll Sigurður,

    Ég er nokkuð sammála þér í þessu, ég get ekki skilið þessi orð Guðrúnar öðruvísi en að hún vilji að slakað sé á kröfum um að sekt sé sönnuð, nema þá að Guðrún þessi skilji ekki hvað er átt við með því að segja „saklaus uns sekt sannast“.

    Hér er mín greining á þessum ummælum Guðrúnar…

    „Hugmyndafræðin „saklaus uns sekt sannast“ er ekki fullnægjandi þegar um nauðgunarmál er að ræða.“

    Þessa fyrstu línu get ég ekki skilið öðruvísi en að hún vilji að menn sér álitnir sekir þanngað til annað kemur í ljós.
    síðan talar hún um seka nauðgara og saklausa nauðgara, menn eru jú bara nauðgarar ef þeir hafa nauðgað, sem bendir til þess að hún sé þegar búin að ákveða að þeir séu allir sekir, ef svo er þá er alveg skiljanlegt að henni finnist slæmt að menn séu sagðir saklausir þótt ekki sé hægt að sanna sekt.

    „Grunnhugsunin er auðvitað sú að dæma ekki nema sekt sé sönnuð,“, það er akkurat það sem átt er við með því að segja „saklaus uns sekt er sönnuð“, Ekki það að menn séu raunverulega saklausir heldur að þeir skuli njóta sömu réttinda og saklausir einstaklingar, þangað til sekt hefur verið sönnuð (það er að segja ekki refsað fyrir það eitt að vera kærðir).

    og í framhaldi af síðustu tilvitnun,

    „en ef við förum alla leið þangað að þar með séu viðkomandi saklausir, erum við í raun að dæma 240 konur á hverju ári fyrir að bera rangar sakir á menn.“, hérna er á ferðinni kjánaleg rangtúlkun hjá henni Guðrúnu að mínu mati, mennirnir eru ekki endilega saklausir, en það má ekki refsa þeim ef ekki er búið að sanna sekt. Þessi setning fær mig til að trúa því að Guðrún misskilji hvað átt er við þegar það er talað um að menn skuli teljast saklausir uns sekt er sönnuð, þar að auki segir hún að með því að dæma menn ekki seka sé verið að dæma konurnar fyrir að bera þá röngum sökum, þetta er náttulega bara kjánalegt vegna þess að „saklaus uns sekt er sönnuð“ gildir um þær líka, það er að segja að ef ekki er sannað að hinn ákærði hafi nauðgað og ekki er hægt að sanna að kærandi fari með rangt mál, er málinu vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum, og það er akkurat það sem gerist í flestum málum miðað við það sem ég hef heyrt.

    Ef Guðrún var eingöngu að benda á hversu sjaldgæfir dómar í nauðgunarmálum væru, er þetta mjög óheppilega orðað hjá henni að mínu mati.

%d bloggurum líkar þetta: