Þið hafið öll heyrt forréttindfemínista halda því fram að konur þéni aðeins c.a. tvo þriðju af launum karla, að launamunur kynja verði með þessu áframhaldi úr sögunni árið tvöþúsundfimmhundruð og eitthvað og allt þetta.
Þeir sem kynna sér gögnin að baki þessum áróðri sjá fljótt að verið er að setja upplýsingar fram með villandi hætti og oftast hreinlega verið að halda fram ósannindum. Þá ber nokkuð á því að jafnvel forréttindafemínistar sjálfir virðast ekki skilja muninn á launamun kynja annarsvegar og kynbundnum launamun hinsvegar. Stutt er t.d. síðan varaformaður SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, Védís Guðjónsdóttir sagði í aðsendri grein í Fréttablaðinu að launamunur kynja væri mannréttindabrot, hvorki meira né minna!
Svo það sé skýrt þá er launamunur kynja sá munur sem er á heildartekjum karla og kvenna, deilt með fjölda karla og kenna á vinnumarkaði á meðan kynbundinn launamunur á að vera það sem sýnir launamun karla og kvenna að teknu tilliti til skýribreyta s.s. sömu vinnu, vinnutíma, menntun, reynslu o.s.fv., þetta er þá stundum kallað óútskýrður launamunur og kynbundinn launamunr þar sem hann skýrist ekki af öðru en kyni. Það hvernig það getur verið mannréttindabrot (væntanlega gegn konum) að borga þeim minna fyrir hlutastörf en körlum í fullu starfi, eða að konur velji sér í meiri mæli en karlar, verr borguð störf er vandséð a.m.k. frá mínum sjónarhóli.
Fræðimenn sem ekki hafa pólitísk markmið að leiðarljósi, heldur leitast við að mæla raunverulegan kynbudinn launamun hafa einatt komist að þeirri niðurstöðu að óútskýrður kynbundinn launamunur liggji við tvö prósetustigin, konum í óhag. Það er svolítið langt frá tölum forréttindafemínista sem rokka á bilinu 15% til rúmlega 30%. Þeir sem eru áhugasamir um þetta bendi ég á bækurnar Why men earn more eftir Warren Farrell og Women’s figures eftir þær Diana Furchtgott-Roth og Christine Stolba. Skemmst er frá því að segja að sá munur sem liggur milli rannsóknarniðurstaðna forréttindafemínista og annara, er að aðrir beita þeirri „byltingarkenndu“ kenningu á viðfangsefnið að konur beri ábyrgð á sínu eigin vali og séu færar um að vega og meta kosti og galla mismunandi starfa m.t.t. hvernig þær vilja flétta saman vinnu og einkalfí en séu ekki leiksoppar karla á vinnumarkaði.
Hér er svo skemmtilega framsett fjögurra mínútna myndband sem skýrir þetta á myndrænan hátt. Hægt er að kalla fram íslenskan texta með því að smella á „cc“ takkann neðst í hægra horni myndrammans:
–
SJ
2.4.2012 kl. 13:12
Fróðlegt sjónarhorn. Tvö prósent?!
Umræða um launa karla og kvenna, fyrir sömu eða sambærileg störf, er oftar en ekki einræða um lág laun kvenna. Mamma kenndi mér þá lógík að skoða minnst tvær hliðar allra mála. Hún hefur verið að velta fyrir sér hvort það gæti verð að karlar hafi of há laun. Mamma segir að lausnina, á þessari kvennadeilu (!), væri að finna í svarinu. Þar sem maður móraliserar ekki orð móður sinnar, þá set ég bara punktinn hér.