Feitar, réttdræpar mellur

2.3.2014

Blogg, Myndbönd

Í þessu afar áhugaverða innslagi fréttaþáttarins Ísland í dag frá 28. feb sl. útskýrir talskona Femínistafélags Íslands, Steinunn Rögnvaldsdóttir, hvernig;

a) það lýsir ekki kvenfyrirlitningu þegar Hildur Lilliendahl Viggósdóttir kallar konur feitar, réttdræpar mellur,

en

b) það lýsir kvenfyrirlitningu þegar karlmaður kallar konur feitar, réttdræpar mellur.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

13 athugasemdir á “Feitar, réttdræpar mellur”

  1. Halldór Says:

    Ég get nú ekki sagt að ég hafi átt von á öðru hjá þessari manneskju, þessi hugsunarháttur er einmitt rosalega ríkjandi hjá feministum nútímans.

    Svona „ég má þetta en ekki þið“ viðhorf.

  2. Helga Dögg Says:

    Skil ekki konur sem fylgja þessum samtökum, þeim til skammar og sýnir lítilsvirðinguna sem einstaklingum er sýnd.

  3. Halli Says:

    Ég túlka ummæli Steinunnar á eftirfarandi máta: Við erum í stríði og til að vinna stríðið eru allar aðferðir réttlætanlegar af okkar hálfu.

    • Freyr Says:

      Það hittir í mark hjá þér. ´Tilgangurinn helgar meðalið´ liggur einnig að baki ´fræðimennskunni´ í kynjafræðideildinni upp í Háskóla.

  4. petur Says:

    Fannst líka nokkuð afhjúpandi í þessu viðtali þegar hún sagði ummæli Egils og Hildar ekki sambærilega af því að Egill „hvatti til nauðgana á FEMÍNISTUM“ ss ekki bara konum, heldur FEMÍNISTUM.

  5. Pell Says:

    Sæll sigurður.

    Fyrir einhverju síðan þá las ég grein að ég held á síðunni hjá þér um samtök einstæðra feðra.

    Ef ég man sirka þráðin í þeirri grein þá fjallaði sú grein um að verið væri að setja á fót einhverja nefnd eða ráð á vegum Jafnréttisráðs, samtök einstæðra feðra fór fram á að komast að því borði en feministar börðust gegn því.

    Þar sem ég er ömurlegur í að leita uppi slíkt gegnum allar þessar greinar þínar (þakka bara fjöldan) þá hafði ég hugsað mér að byðja þig um link þar sem þú ert örugglega með þetta á hreinu.

    Með fyrirfram þökkum.

    • Sigurður Says:

      Sæll, velkominn og takk fyrir innleggið. Það gleður mig mjög að sjá síðuna notaða til heimildaöflunar. Það er einn megintilgangur hennar.

      Þú ert væntanlega að tala um það þegar Félag um Foreldrajafnrétti átti í fyrsta sinn að fá að tilnefna fulltrúa í Jafnréttisráð á móti fulltrúum frá t.d. Femínistafélagi Íslands og Kolbrún Halldórsdóttir barðist gegn því á þingi fyrir hönd forréttindafemínista. Sjá hér;

      Kolbrún Halldórsdóttir um foreldrajafnrétti

      Bendi einnig á áhugaverð ummæli Kristínar Ástgeirsdóttur um foreldrajafnrétti:

      Kristín Ástgeirsdóttir um foreldrajafnrétti

      Annars kemstu oftast langt í svona leit með því að nýta þér ,,töggin“ sem þú finnur t.d. á ,,tags“ flipanum hér til hliðar. Ef þú smellir á ,,Félag um foreldrajafnrétti“ færðu allar færslur sem fjalla á einhvern hátt um það.

      Hér er samantekt fyrir það:

      https://forrettindafeminismi.com/tag/felag-um-foreldrajafnretti/

      Annars er þér alltaf velkomið að senda mér tölvupóst ef þú ert að leita að einhverju. Tölvupóstfangið mitt finnur þú á síðunni „Um bloggið“.

      Bestu kveður,
      Sigurður

      • Pell Says:

        Þakka þér fyrir Sigurður. Góð síða, ekki hætta 🙂

  6. Gilli Says:

    Ekki var yfirlýsing hennar á facebook síðu femínistafélagsins betri, en hana má sjá hér https://www.facebook.com/notes/fem%C3%ADnistaf%C3%A9lag-%C3%ADslands/yfirl%C3%BDsing-til-fem%C3%ADnista/10152192266347367?stream_ref=10

    1. „Af orðum mínum í viðtali við Ísland í dag sl. föstudag gæti mátt skilja að mál Hildar væri frábrugðið öðrum málum af sama toga. Ég vil árétta að það er að sjálfsögðu ekki rétt og miður að það hafi verið niðurstaða fréttaflutningsins.“
    Hún tók það skýrt fram að það væri stigsmunur á þessu sem Hildur sagði og því sem Egill Einarsson sagði, en reynir að láta þetta lýta út fyrir að vera svona lost in translation.

    2. „Í viðtalinu tók ég þá ákvörðun að staldra við og stíga varlega til jarðar, vera ekki peð í einhverju tafli, reyna að taka þetta málefnalega og yfirvegað, reyna að særa sem fæsta og sætta sem flesta.“
    Það var engninn að biðja hana um að vera eitthvað peð í einhverju tafli, það var einfaldlega verið að spyrja hana út í þessi ummæli Hildar og hvort þau innihéldi kvenfyrirlitningu. En þar sem hún vildi ekki gagnrýna frægasta femínista landsins þá leit hún virkilega illa út.

    3. „Það var ekki í boði, heldur var ég þráspurð og mér lögð orð í munn. Við því spyrnti ég fótum og afleiðingin var sú að stuðningur við þolendur komst ekki nógu vel til skila.“
    Hún var þráspurð vegna þess að hún reyndi að komast undan því að svara, og ég varð ekki var við að henni hafi verið lögð orð í munn, hún var einfaldlega spurð hvort þetta væri ekki kvenfyrirlitning.

    4. „Það er óskandi að við getum haldið áfram héðan í frá, reynslunni ríkari, og haldið áfram baráttu fyrir kvenfrelsi og möguleikum allra á lífi án ofbeldis.“
    Hún er allavega ekki að fela það að þessi samtök berjast fyrir konur, en ekki jafnrétti eins og margir vilja meina.

    • Sigurður Says:

      Þetta viðtal – og yfirlýsingin í kjölfarið – var náttúrulega bara hreint og klárt klúður frá sjónarhóli femínista.

      Ég held að stórum hópi fólks hafi endanlega ofboðið undir þessu. Eins og þú bendir á ætti eingum að dyljast, eftir þetta viðtal, hvað það er sem þessi félagsskapur gengur raunverulega út á …

      … og það eru góðar fréttir.

  7. Sigurjón Says:

    Þetta viðtal var bara slæmt og kjánalegt í besta falli. En það er einmitt oft svoleiðis sem viðtöl fara þegar fólk hefur slæman málstað að verja og spyrjandinn er fylginn sér (s.s. lætur ekki viðmælandann komast upp með það að víkja sér undan erfiðum spurningum).

    Sindri á heiður skilið fyrir „þétt“ viðtal. Það afhjúpar enn meira þann vinkil, sem markar alla nálgun forréttindafemínisma, að „konur eru frá Venus, karlar frá Helvíti“ í hugum femínista. Og við þetta miðast allt sem frá þeim kemur. Ein afleiðing þessa er einmitt tvískinnugur, hræsni og tvöfeldni í verkum og orðum. Eins og kom svo skýrt fram hjá Steinunni.

    Ég verð þó að hrósa henni fyrir að halda vel jafnvægi í viðtalinu og gera heiðarlega tilraun til að „verjast fimlega“ erfiðum spurningum Sindra. 🙂 Skelegg kona þarna á ferð, þó svo að málstaðurinn sé ekki sérlega glæsilegur.

    • Sigurður Says:

      Sammála. Sindri á heiður skilinn fyrir framgöngu sína.

      Það eina sem var óvenjulegt við þetta viðtal miðað við öll hin er að femínistinn fékk gagnrýnar spurnignar og spyrill ætlaðist til að fá svar.

      Þetta gerist náttúrulega aldrei en myndi oft vera raunin ef femínistar yrðu að standa skil á skoðunum sínum og fullyrðingum.

  8. Halldór Says:

    Held að þetta eigi við um hvernig þetta fólk lætur.
    http://9gag.com/gag/amXVPZ2