Kristín Ástgeirsdóttir um foreldrajafnrétti

7.6.2011

Blogg

Skömmu eftir að Kristín Ástgeirsdóttir tók við embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu var tekið við hana viðtal í sem birtist í Fréttablaðinu þann 2. September 2007. Þar lýsir Kristín skoðun sinni á foreldrajafnrétti:

„Það á sér stað mjög alvarleg umræða um forræðismál og réttindi einstæðra feðra. Það þarf að fara mjög gætilega í slíkum málum því fyrst og fremst eru það hagsmunir barnanna sem eiga að ráða. Þau á ekki að gera að leiksoppi umræðunnar. Mér þykir svo vert að minna á að það eru aðeins um hundrað ár frá því konur fengu yfirhöfuð rétt yfir börnum sínum. Þar til þá voru börn eign karla og þeirra fjölskyldna“

Kristín dregur ekki dul á það hvernig hún vill forgangsraða réttindamálum karla (og barna ef út í það er farið). Þau skulu fara aftast í röðina, ef ekki fyrir aðrar sakir en þær að einhverntíman í fortíðinni voru konur beittar misrétti sem réttlætir misrétti gegn körlum í nútíð og kannski næstu hundrað ár?

Þarna gefur Kristín hugtakinu „söguleg skuld“ byr undir báða vængi en það er hugtak sem Kenréttindafélag Íslands kynnti fyrst í ársbyrjun 2010 og lýsir þeirri skoðun forréttindafemínista að misrétti gegn konum í fortíð réttlæti misrétti gegn körlum í nútíð og framtíð.

Verra þykir mér að Kristín talar hér eins og barátta karla fyrir foreldrajafnrétti hafi verið rekin á fölskum forsendum, hún virðist gefa í skyn að aðstandendur baráttu fyrir foreldrajafnrétti hafi haft eitthvað allt annað en hag barnanna fyrir brjósti og jafnvel gert þau að leiksoppi umræðunnar. Það er alvarlegt.

Ætli það sé tilviljun að eina svið jafnréttisbaráttunnar sem Kristín telur ráðlegt að fara gætilega í sé einmitt svið þar sem almennt hallar á karlmenn?

Tæplega.

SJ

, ,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: