Kynungabók: Enginn eðlismunur er á kynjunum

4.6.2011

Blogg

Við höldum áfram að rýna í Kynungabók og tökum nú fyrir eitt gleggsta dæmið um að bókin er ekkert annað en áróðursrit forréttindafemínista. Á bls. 7 segir:

„Kynungabók byggir á femínískum hugmyndum og mótunarhyggju sem er andstæða eðlishyggju. Mótunarhyggja hafnar því að ólíkt eðli kynja sé ástæðan fyrir ólíkri hegðun, hlutverki og stöðu kynjanna“

Hér eru höfundar Kynungabókar að segja grunn- og framhaldsskólanemendum að það sé nákvæmlega enginn eðlismunur á körlum og konum. Aðeins félagsmótunarlegir þættir valdi því að kynin eru ólík.

Þetta er vægast sagt umdeilt svo ekki sé meira sagt. Fólk sem trúir því að enginn eðlismunur sé á kynjunum eru aðeins alhörðustu forréttindafemínistar og þar með örlítill hluti þjóðarinnar. Það er svosem ekki til neins að agnúast út í femínista fyrir að halda þessu fram. Það er jú þeirra háttur að aðhyllast og upphefja skoðanir sem enginn annar skilur.

En hitt er öllu alvarlegra, það að skattfé landsmanna sé notað til að gefa út þessa óra og að þetta skuli hafa verið viðurkennt af mennta- og menningarmálaráðuneyti sem kennsluefni fyrir börn og ungt fólk.

SJ

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: