Kolbrún Halldórsdóttir um foreldrajafnrétti

12.4.2010

Blogg

Ef þú varst að fæðast bara rétt í þessu þá ertu kannski ekki búin að átta þig á að þegar kemur að jafnrétti þá eru karlmenn ekki velkomnir upp á dekk (eða brú væri kannski nærri lagi).

Undanfarin ár hefur eiginlega bara verið einn formlegur félagsskapur sem berst fyrir jafnrétti þar sem sannarlega hallar á karla. Það er Félag um Foreldrajafnrétti.

Þegar til stóð að félagið fengi að tilnefna fulltrúa sinn í Jafnréttisráð, ásamt Femínistafélaginu, Kvenfélagasambandinu, Kvenréttindafélaginu, Stígamótum og Kvennaathvarfinu hafði Kolbrún Halldórsdóttir, þá þingmaður Vinstri Grænna, þetta um málið að segja:

„Ég spyr: Hvers vegna var ekki bara einhverju fótboltafélagi, þar sem strákarnir eru ráðandi í, boðin seta í ráðinu?“

og:

„Karlmenn þurfa að koma að því og vera virkir í að koma á jafnrétti kynjanna í samfélaginu. En líkurnar á því aukast ekki með því að þessi félagsskapur eigi sæti í jafnréttisráði.“

Eins gott að halda sig bara á mottunni þegar Kolbrún er annars vegar. Annars verð ég nú reyndar að viðurkenna að ég sakna hennar af þinginu. Það sem hún lét frá sér fara var á tíðum bæði óborganlegt og ógleymanlegt. Verðugur fulltrúi íslenskra forréttindafemínista þar á ferð.

SJ

, ,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: