Hildur Lilliendahl Viggósdóttir hefur undanfarin svona þrjú, fjögur ár verið kyndilberi forréttindafemínisma á Íslandi. Ég vil meina að hún hafi tekið við keflinu af Sóleyju Tómasdóttur sem gegnt hafði þessu hlutverki í nokkur ár á undan Hildi og mörgum þótti ganga dólgslega fram.
Ég man eftir Hildi á póstlista Femínistafélags Íslands fyrir fjöldamörgum árum en fyrstu umdeildu fréttunum af henni frá árinu 2011 að ég held. Það var einmitt þá sem ég skrifaði fyrstu færslu mína um hana en þær áttu eftir að verða nokkrar síðan.
Hildur sló kannski fyrst í almennilega í gegn með samantekt sinni um karla sem hata konur sem hún hóf að halda henni úti fyrri hluta árs 2012. Hildur virðist standa í þeirri meiningu að konur mæti meiri fyrirlitningu en karlar í samfélaginu. Þá virðist hún líta svo á að þessi fyrirlitning stafi fyrst og fremst frá karlmönnum.
Fyrir þetta starf sitt hefur hún hlotið margvíslegar viðurkenningar frá samtökum femínista s.s. Hugrekkisverðlaun Stígamóta 2012 auk sérstakrar viðurkenningar UN Women og svo var hún valin Hetja Ársins 2012 á dv.is.
Með öðrum orðum; Hildur varð að hetju meðal femínista.
Það sem mér finnst alltaf gaman við Hildi er hvað hún er eitilhörð í forréttindafemínismanum sínum. Ef hún er gagnrýnd þá bara eflist hún ef eitthvað er, jafnvel þegar hún er króuð af inni í horni eigin fordóma. Hún sýnir mér aldrei annað en dónaskap þegar við eigum samskipti en þau hefur hún takmarkað eftir fremsta megni. Fyrst, að eigin sögn, vegna þess að henni fannst ég svo heimskur en síðar vegna þess að hún gaf sér það að ég bæri annað nafn en ég gef upp hér – nokkuð sem hún hefur ekkert fyrir sér í. Mér finnst Hildur, eins og Sóley, nauðsynlegar fyrir jafnréttismálstaðinn. Það eru svona konur sem draga fram það sem er lasið í femínískri hugmyndafræði.
Í gærkvöldi birtist í Kastljósi RÚV viðtal við söngkonunna Hafdísi Huld Þrastardóttur. Þar sagði hún farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við Hildi og segist raunar hafa kært hana fyrir netníð. Í viðtalinu rekur hún hvernig Hildur hafði um hana verulega ljót ummæli á vefnum bland.is (áður barnaland.is). Ekki bara það, heldur sýndi Hildur þar ofbeldistilburði í garð Hafdísar. Þetta gerði Hildur allt undir nafnleynd en hún notaðist við dulnefnið NöttZ í þessum svívirðingum sínum.
Það sem gerðist næst var ansi merkilegt. Allir helstu miðlar gerðu viðtalinu við Hafdísi góð skil en ekki bara það, við fengum sannkallað flóð frétta af skítkasti Hildar í garð nafngreindra einstaklinga ýmist í eigin nafni eða undir dulnefninu NöttZ í gegnum tíðina. Nokkrar konur stigu fram en auk þess voru grafin upp ummæli Hildar í garð karla sem hún vildi feiga.
Mig rekur ekki í minni að hafa séð aðra eins flamberingu á einni manneskju áður. A.m.k. í öllum helstu almennu fréttamiðlum og alls ekki manneskju sem gegnir engu formlegu embætti. Ég myndi ekki vilja vera í sporum Hildar í dag. Ég vorkenni manneskjunni Hildi þó það sama verði ekki sagt um fólið Hildi sem ég vorkenni ekki neitt. Fólið Hildur gróf þessa gröf ein og óstudd af natni og á löngum tíma. Segja má að hún sé nú föst í gildru sem hún smíðaði sjálf.
Umrætt netníð Hildar
Ef við byrjum á netníði því sem varð kveikjan að þessu fári, þ.e. ummæli Hildar í garð Hafdísar Huldar þá voru þau helst þessi:
„Ég hélt að þetta væri þráður um Hafdísi Huld. Mig grunar að [hún] sé með einhvers konar þroskaskerðingu.“
,,Hver vill koma út að drepa? [Hafdísi]“
„Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“
Hildur hefur afneitað ummælunum um nauðgun með tjaldhæl. Hún segir þáverandi kærasta sem hafði aðgang að notandanafni hennar á bland hafa skrifað þau. Margir hafa efast um þetta og bent á að þetta furðulega orðfæri hefur sést hjá henni áður. Sjá t.d. hér og hér. Kastljósviðtalið í heild má sjá hér.
Það næsta sem gerist er að allir helstu miðlar taka til við að draga fram ósmekkleg ummæli sem Hildur hefur látið falla í garð annars fólks. Um Þórdísi Kjartansdóttur, lýtalækni sagði Hildur t.a.m:
,,Helvítis mellan sagði að ég væri með sigin brjóst. Hún er réttdræp fyrir mér“
og
,,JÁ, BERJA HANA BARA!!“
Hlín Einarsdóttir hjá bleikt.is er líka kona sem þarf að berja að mati Hildar:
„Enn af Hlína Einars. Nennir einhver að berja hana fyrir mig?“
Hlín hefur upplýst að Hildur hafi aðspurð, neitað að biðjast afsaökur á þessum ummælum þar eð henni finndist Hlín eiga þau skilið.
Svanhildur Hólm fær heldur vinalegri glósu frá Hildi:
,,Er Svanhildur Hólm virkilega svona feit?“
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður skal einnig deyja:
„Mig langar svo ofboðslega að drepa þennan mann með hamri að það er vandræðalegt.“
Hildur bætir um betur þegar hún er spurð, hverskonar hamar hún vilji nota og segir;
„Ég hafði hamarinn hans Atla Helgasonar í huga. Aðallega af því að hann hefur þegar sannað sig.“
Hér vísar hún til hamars sem var notaður sem morðvopn þegar Einar Örn Birgisson var myrtur á hrottafenginn hátt með fjórum hamarshöggum í höfuðið.
Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem bent er á óviðurkvæmileg ummæli Hildar á internetinu. Þetta er aðeins í fyrsta sinn sem það er gert af almennum fjölmiðlum. Um leið og Hildur fór að láta til sín taka í baráttu sinni gegn lítilsvirðandi ummælum karla í garð kvenna, þótti mörgum sem hér væri kominn holdgervingur þeirrar hræsni sem einkennir hreyfingu forréttindafemínista. Hér er ég að vísa til umræðunnar sem spratt upp úr því að hún hóf samantekt ummæla í albúmi og síðar síðunni ,,Karlar sem hata konur„.
Hér gefur að líta sitthvað af því sem dregið var fram af ummælum Hildar í þeirri umræðu af fólki sem fannst eitthvað undarlegt að netníðingur ætlaði að berjast gegn netníði:
Um það hversu sexí Sigmar Guðmundsson í Kastljósi er segir Hildur:
Og um Heimi Má Pétursson, fréttamann:
Þá er hér mynd sem mörgum þótti sýna fram á almenna karlfyrirlitningu sem tekin er af bloggi Hildar:
Og önnur með miður skemmtilegri skírskotun:
Ég gæti haldið áfram en læt hér fylgja tilvísun í færslur af vefnum Konur sem hata karla sem merktar eru Hildi Lilliendahl. Þá tók Harpa Hreinsdóttir líka saman efni sem er Hildi ekki beinlínis til framdráttar. sjá hér.
Viðbrögð Hildar
Hildur hefur tjáð sig við fjölmiðla að einhverju marki eftir Kastljósþáttinn auk þess að skrifa um málið á Facebook en til þeirra skrifa hafa fjölmiðlar vitnað. Viðbrögðin felast aðallega í tvennu. Annarsvegar segist hún vera miður sín og grenja mikið sem sýnir ákveðna auðmýkt en hinsvegar hefur hún reynt að varpa frá sér ábyrgð og afsaka hegðunina.
Það vekur athygli mína að þær afsakanir sem hún hefur gefið, gætu alveg eins átt við einhvern þeirra karla sem Hildur hefur póstað á vefinn sinn, karlar sem hata konur. Hér sjáum við þetta tvöfalda sigæði sem forréttindafemínistum er mjög svo tamt; ég má en þú ekki.
Hildur hefur reynt tvær afsakanir:
- Að kenna eiginmanni sínum, Páli Hilmarssyni um þetta en hún hefur sagt að hann hafi skrifað svæsnustu skrifin um Hafdísi Huld. T.a.m. ummæli er lúti að drápi eða nauðgun á henni með tjaldhælum. Þetta hefur hann staðfest í samtali við fréttastofu RÚV.
- Að hún hafi verið að tjá sig á einhverjum sérstökum afkimum veraldarvefsins þar sem ákveðin menning ríkti. Menning sem réttlætti framkomu hennar eða að þetta hefði allt verið grín sem ekki ætti að taka alvarlega.
Varðandi fyrri afsökun Hildar: Nú er það svo að hafi hún skráð sig fyrir notendanafninu NöttZ þá er hún líka ábyrg fyrir því skv. skilmálum um notkun á umræðuvef bland.is.
Í 1. grein skilmálanna segir:
,,Notandi er persónulega ábyrgur fyrir öllu efni sem hann birtir á vefnum og umræðum sem hann sendir inn á umræðuhornið. Þó hægt sé að eyða notandanafni er ekki hægt að má út sögu notanda. Bland getur ekki undir neinum kringumstæðum borið ábyrgð á orðum og athöfnum notenda“
Þess utan á ég afskaplega erfitt með að trúa því að Hildur hafi ekki vitað af ummælunum. Hún hefði hvenær sem er getað afmáð þau og beðist afsökunar. Það kaus hún að gera ekki, ekki fyrr en málið komst í hámæli.
Mér þykir langlíklegast að hér sé á ferðinni tilraun til skaðaminnkunar þar eð Hildur er nú farin að fá tekjur í formi peningagjafa fyrir baráttu sína gegn netníði. Líklegt verður að teljast að eitthvað dragi úr slíkum styrkjum eftir afhjúpun fjölmiðla á dólgshætti hennar.
Varðandi seinni afsökunina þá verður að segjast að hún er einfaldlega algerlega ótæk með hliðsjón af því hvaða kröfur Hildur sjálf gerir til annara. Vísir vitnar til ummæla hennar á Facebook:
„Samfélagið sem Barnaland er verður ekki útskýrt fyrir þeim sem hafa ekki stundað það. Þar grasseraði mjög grófur og mjög lókal húmor. Fólkið sem stundaði þessa umræðu vissi, að minnsta kosti upp til hópa, að það var engin alvara bakvið strigakjaftinn í NöttZ, megnið af því sem nú hefur verið dregið upp var algjört og pjúra grín, sagt í góðra vina hópi. Heimskan í mér var auðvitað yfirgengileg þegar mér tókst að vona að þessari iðrar internetsins gætu haldið sig í iðrum internetsins,“
Tvennt sem kemur upp í huga minn: Gætu karlar sem eru á lista Hildar yfir karla sem hata konur, gefið viðlíka afsakanir? ,,tja, þetta var nú bara svona lókal húmor“?
Auðvitað ekki.
Og hitt, voru fórnarlömb Hildar partur af þessu samfélagi og þ.a.l. samþykk því sem þar fór fram eða tóku þátt í að móta það?
Auðvitað ekki.
Takið einnig eftir að nú finnst Hildi allt í einu að ofbeldið eigi að skilgreinast út frá sjónarhóli gerandans en ekki þolandans.
Það eru ekki nema sjö dagar síðan ég sá Hildi hakka í sig frásögn manns á dv.is sem nauðgaði vinkonu sinni í ölæði og iðraðist mjög. Sjá hér.
Þar hafði hún þetta að segja um iðrunina og ölæðið sem kemur einmitt inn á það sem hún er að fást við í dag:
,,Það er ekki augljóst af þessari frásögn að maðurinn iðrist eða hafi ákveðið að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ég get ekki séð annað en að hann sé að segja aftur og aftur að hann hafi bara verið fullur og muni ekki neitt og geti þess vegna ekkert gert í málinu [… ] Ef þú kemur þér sjálfviljugur í ölæði og brýtur gegn manneskju í því ölæði, þá ættirðu sannarlega að hafa eitthvað til að iðrast. En það er fullt af vísbendingum í þessu viðtali um að það sé óskaplega lítið um iðrun hjá honum: „Hún notaði orðið nauðgun. Seinna velti ég því fyrir mér hvort það væri eitthvert skilgreiningaratriði, ekki að það skipti máli…“
Ekki fer mikið fyrir umburðarlyndinu hjá Hildi hér. Ætli hún æski þess að sér verði nú sýnt umburðarlyndi?
Það sem gerðist hér er að hræsni Hildar var hér opinberuð og það skýrir að ég held að nánast öllu leyti, hastarleg viðbrögð fólks við þessum opinberunum. Hræsni fer einfaldlega í taugarnar á flestu fólki. Hildur verður aldrei litin sömu augum af þjóðarsálinni ef svo má kalla. Ég er ekki viss um að það sé svo slæmt fyrir Hildi heldur.
Mér sýndist á stundum sem svo að hún hefði ofmetnast og höndlaði illa þá ábyrgð sem femínistahreyfingin setti á herðar hennar um leið og hreyfingin setti hana á stall. Ég hugleiddi stundum hvort hún kynni yfir höfuð við sig í þessari stöðu og satt að segja er ég ekki viss um að svo hafi verið. Hún hefur enda sjálf sagt að hún hafi hálfpartinn slysast í þessa stöðu – hún hafi ekki búist við þeim viðbrögðum sem samantekt hennar á síðuna karlar sem hata konur fékk.
Gleymum því ekki heldur að Hildur varð oft fyrir óvæginni gagnrýni og oft hreinum viðbjóði, jafnvel hótunum. Það hlýtur að setja mark sitt á tilfinningalíf einstaklings að lifa við slíkt.
Næstu dagar og vikur verða henni örugglega erfiðir. Ég hugsa að það sé henni sérstaklega þungbært að horfa upp á málsvara samtaka sem áður hylltu hana, hafna henni nú. Lái henni hver sem vill.
Ábyrgð femínistahreyfingarinnar
Femínistahreyfingin ber enga ábyrgð á Hildi eða hegðun hennar. Hinsvegar ber hreyfingin ábyrgð á hver velst til forystu eða hverja hreyfingin hefur upp til vegs og virðingar, hvort heldur sem er formlega eða óformlega. Femínistahreyfingin valdi Hildi Lilliendahl Viggósdóttur.
Hildur er sá femínisti sem langsamlega flestir myndu nefna fyrsta á nafn ef gerð yrði ,,top of mind“ könnun. Hún er ekki bara stjörnufemínisti, hún er verðlaunafemínisti. Það á hún femínistahreyfinunni að þakka sem hefur fylkt sér að baki henni og varið þegar bent hefur verið á það, af fjölda fólks hversu gjörsamlega absúrd það var að gera netníðing að málsvara baráttunnar gegn netníði.
Það er verður sannarlega forvitnilegt að sjá hvaða konu hreyfingin mun velja til að taka við keflinu nú. Eftir því bíð ég spenntur.
SJ
28.2.2014 kl. 20:12
Ég get nú ekki sagt að þetta ætti að koma nokkrum á óvart miðað við hvernig þessi manneskja hagar sér, hræsnin, hrokinn og níðshátturinn er alger hjá henni.
Sorglegasta við þetta allt saman er að feministar fylkjast bak við þessa manneskju og finnst þetta bara eðlilegt og í lagi en froðufella þegar einhver annar aðili setur eitthvað út sem kemst á radarinn hjá þeim.
Ýmindið ykkur eftirfarandi facebook færslu hjá Agli.
„Þessi kvennsa þarna, það ætti að nauðga henni með tjaldhæl.“
Ætli hann fengi að biðjast fyrirgefningar fyrir eitthvað svona?
Hvernig haldið þið að feministar hefðu látið eftir svona comment?
Og það sem er öllu verra er að ég heyrði í einum feministanum á Bylgjunni er ég var á leiðinni heim og hún var í alvörunni að reyna réttlæta þetta hjá Hildi og draga úr þessu, með einmitt svipuðum setningum og þú minnist á í pistlinum „Maður verður sko að líta til þess hvað þetta er langt síðan.“, „Það verður líka að líta til þess í hvaða ástandi viðkomandi var á þessum tíma og hvernig félagslegum blah blah“.
Versta af þessu öllu er að hún var að bendla Hildi og feminista við jafnrétti, sem er bara svo rangt á svo marga vegu.
Og þegar hún var spurð út í þessar afsakanir hjá Hildi á móti einhverju sem Egill var að afsaka á sama máta þá var það sko miklu verra hjá Agli, það var himin og haf á milli þeirra hvað hann Egill var miklu verri því að maður verður að muna sko að Egill er að targetta ákveðið kyn og er í gagngerri kvenfyrirlitningu og það er svo vont sko.
Er þetta ekki það sem feministinn er orðinn í hnotskurn í dag??
Það er allavegana mín skynjun.
28.2.2014 kl. 22:24
Talskona feministafélag Íslands búin að tjá sig um þetta:
(Mínútaf 02:57)
http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRC65FBE9A1-B909-46FC-A488-D810C2350DF3
Af henni að dæma að þá skiptir máli hver og hvaða kyn á í hlut, hún er augljóslega að vernda vinkonu sína fremur en málstaðinn og er honum til skammar í þessu viðtali.
28.2.2014 kl. 22:24
Margir fletir á þessu. Það verður áhugavert að sjá hvernig femínistar spila úr þessu. Þeir eru í þröngri stöðu og viðtölin við þá í dag bera það með sér.
28.2.2014 kl. 22:36
Kannski rétt að yfirlýsing Hildar birtist hér:
„Á árunum 2005-2011 stundaði ég spjallborðið á þáverandi Barnalandi, síðar er.is og nú bland.is, af miklum krafti, hin síðari ár undir notandanafninu NöttZ. Undir því nafni lét ég falla svívirðingar og ofbeldishugmyndir gagnvart nafngreindu fólki. Tilvitnanir í þessi orð mín hafa nú ratað í fjölmiðla og vegna þeirra er margt fólk, og hefur verið, í sárum.
Það er erfitt eða kannski ómögulegt að lýsa því hversu mikið ég skammast mín. Það er ekki hægt að svara fyrir þessa framkomu. Við öll þau sem ég hef sært og meitt vil ég segja fyrirgefðu. Við öll þau sem ég hef valdið vonbrigðum vil ég líka segja fyrirgefðu. Ég vil líka biðja fjölskylduna mína fyrirgefningar og vinnuveitendur mína, vini mína og samstarfsfólk á hinum ýmsu sviðum, stuðningsfólk mitt og samferðafólk.
Ég hef lært og þroskast frá því að þessi orð féllu. Ég tala ekki svona lengur. Sem betur fer. Af reynslu síðastliðinna og komandi daga mun ég líka læra. Það breytir því þó ekki að orðin mín eru óafturkræf, skaðanum olli ég sjálf og ég mun aldrei hætta að skammast mín fyrir það. Fyrirgefiði, enn og aftur. Ég á mér ekki málsbætur.
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir“
28.2.2014 kl. 22:54
Kannski rétt að yfirlýsing hildar um aðra afsökunarbeiðni sé líka birt hér:
http://www.visir.is/finnst-afsokunarbeidnin-ekki-sannfaerandi/article/2013130419676
1.3.2014 kl. 17:56
Helga, hún er búinn að vera að dólgur alveg fram að þessari afhjúpun, þetta er ekkert sem var bara í „gamla daga“.
Þetta er netníðingur nr.1 á Íslandi og þetta böst er akkurat svona eins og þegar karl eldklerkar sem endalaust eru að afhomma og aflessa fólk eru teknir með í bólinu með öðrum karli.
Ég vissi að Hildur væri dólgur og ógeðsleg í framkomu og alltaf hissa yfir þeirri hjörð sem að gagnrýnislaust lækar allt sem hún setur fram en þetta er verra en manni hefði getað grunað, þetta er algjört íslandsmet í netníðingshætti með öllu og hún á sér engar málsbætur og feminisminn getur ekki hvítþegið sig af henni því þar liggur sá farvegur sem hún hefur fundið sínum öfgum.
Eiki
1.3.2014 kl. 9:20
Athyglisvert að þessi afsökunarbeiðni Hildar birtist einungis eftir að upp um hana kemst. Hún hefur semsagt ekki séð ástæðu til að iðrast yfir netníðingshætti sínum fyrr en nú. Það finnst mér ekki vera merkileg afsökunarbeiðni.
2.3.2014 kl. 23:22
Hræsnari? Dólgur? Níðingur?
Jújú. Bersýnilega. .
En fyrst of fremst er hún sikkó.
3.3.2014 kl. 1:58
Ef einhver þekkir til þeirra ummæla sem Heiða virðist vera að vísa til í þessari athugasemd, sem fenginn er af fésbókarvegg Hildar Lilliendahl, þá langar mig að vita í hverju þær fólust.
Sjá: https://forrettindafeminismi.files.wordpress.com/2014/03/heida_b_heidars_hildur_lilliendahl_1.png
3.3.2014 kl. 14:36
Þetta var NöttZ með sem undirskrift á barnalandinu :
Heiða segir um þetta :
Nú hafa mér verið sendir nokkrir linkar af barnalandi þar sem Nöttz er með mis-andstyggileg komment. Ég ætla ekki að birta þá linka hérna en þessi mynd, af undirskrift sem þú notaðir lengi vel á barnalandi og var skrifuð af lesblindu greyi sem á þræði þar sem viðkomandi sagðist vera nýbúinn að missa nákominn.
Og þetta er ekki það versta. Hvað er að þér?
3.3.2014 kl. 15:06
Takk fyrir þetta. Ég verð bara forvitnari.