Hvort ert þú femínisti eða asni?

26.2.2014

Tilvitnanir

,,Er ekki löngu tímabært að asnarnir skilgreini sig frekar frá því sem er fullkomlega eðlilegt [þ.e. femínisma]? Þannig verði stjórnmálamaður ekki spurður að því hvort hann sé femínisti heldur hvort hann sé asni“

Saga Garðarsdóttir í pistli á Visir.is þann 24. febrúar 2014.

7 athugasemdir á “Hvort ert þú femínisti eða asni?”

  1. Halldór Says:

    Vá þessi ætti aðeins að líta í spegilinn og losa sig við smá skammt af fordómum ef ekki töluverðan….

    Eftirfarandi er tekið úr pistli :
    En er það ekki fáránlegt? Er ekki fáránlegt að finnast það merkilegt að einhver sé femínisti? Er merkilegt að líta ekki niður á helming jarðarbúa?

    Semsagt ef maður er ekki feministi þá hatar maður helming jarðarbúa…. hvernig er það, hatar maður ekki þá hinn helming jarðarbúa ef maður er feministi, er það betra?

    Er ekki best að vera jafnréttissinni!

    • Sigurður Says:

      Ágætis punktur. Það er nú ekki eins og það fari lítið fyrir karlfyrirlitningu meðal öfgafemínista a.m.k.

      Fínt að fá þennan pistil. Góð heimild um fordmómafullan þankagang þessa fólks. Minnti mig svolítið á þessa klippu af Gloriu Allred. Mig rekur ekki í minni að hafa séð YT myndband með jafn vondri einkunn frá notendum. Einhver 7.600 ,,dislike“ á móti 1.000 ,,like-um“

      • Halldór Says:

        Úff, hræsnin er alger hjá henni, ætli hún Saga sé ekki að apa þetta upp eftir henni.

        En eftirfarandi á held ég algerlega við um þessi skilaboð frá henni Gloriu…

        „Jafnrétti þýðir ekki það sem þú heldur að það þýði!!“

  2. Eiríkur Stefánsson Says:

    Maður hefur varla séð það kjánalegra en það sem ég hef sagt við hverja svona vitleysuna sem kemur fram þá sést feminismi í sínu rétta ljósi og skynsömu fólki er ljóst að þetta er meira trúarbrögð og fórnarlambsblæti fremur en eitthvað sem raunverulegt sem stenst rýni. Barnaskapurinn í þessu er svo mikill að maður næstum fremur upplifir vorkun, svona „æjæj þú þarna“ og vel skrifandi fólk jafnvel gagnrýnir hóflega eða jafnvel ekkert því svo mikill er þroska munurinn að því finnst það bara ekki við hæfi.

    Að lokum, það er jafn gáfulegt að halda það að stefna/trúabrögð sem að ber nafn með tilvísun í annað kynið, feminismi, geti átt og tekið til jafnréttis handa þeim báðum (öllum) eins og að detta í hug að stefna/trúarbrögð sem heita masculismi hafi eitthvað með kvenréttindi að gera.

    Greinilegt að Vísir birtir hins vegar allt 🙂 haha..

    Eiki

  3. Sigurjón Says:

    Ég óska Sögu Garðarsdóttur til hamingju með það að vera enn einn femínistinn sem stekkur í röð þeirra sem vill láta bera sig saman við stórmenni sögunnar í rökræðu. Þar á ég við m.a. George W. Bush, Vladimir Ilyich Lenin, Jesús Kr. Jósefsson og Benito Mussolini.

    Jesús Kr. Jósefsson: „“Whoever is not with me is against me, and whoever does not gather with me scatters“ (Matthew 12:30)“

    Vladimir Ilyich Lenin:“It is with absolute frankness that we speak of this struggle of the proletariat; each man must choose between joining our side or the other side. Any attempt to avoid taking sides in this issue must end in fiasco.“

    George W. Bush: „Either you are with us, or you are with the terrorists“

    Benito Mussolini: „O con noi o contro di noi“—You’re either with us or against us.

    Heimild: http://en.wikipedia.org/wiki/You're_either_with_us,_or_against_us

    Aftur, til hamingju, Saga! Þú stendur þig vel 🙂

    • Sigurjón Says:

      Það er þó við þetta að bæta að fólk sem skilgreinir sig sem femínistar hefur marg, marg, margoft spurt aðra, sem EKKI skilgreina sig sem femínista, hverju það sæti. „Af hverju kallar þú þig jafnréttissinna en ekki femínista?“.
      Þessari spurningu hefur marg, marg, marg, margoft verið svarað á skýran, gagngeran og kjarnyrtan máta með vísanir í heimildir á heimildir ofan og plethora af dæmum.

      Samt erum við enn hér í svona póleníseringu eins og kemur sterkt fram í grein Sögu.

  4. Kjartan Says:

    Saga er efnileg ung leikkona og það er heilmikið í hana spunnið. Hún er hinsvegar eins og svo margir jafnaldrar henni haldin mjög sterkri réttlætiskennd sem hún sér ekki sólina fyrir. Saga er ekki eina manneskjan þarna sem vill réttlátt og manneskjuleg samfélag, en hún virðist upplifa sig sem einskonar Jóhanna af Örk, píslavott með guðdómlega krafta á bakvið sig og heilagan sannleik. Sýnum smá auðmýkt, við erum öll jafn merkileg og þurfum að bera virðingu hvor fyrir öðrum.

%d bloggurum líkar þetta: