Kjaftasaga um kjaftasögu: Þetta sýnir karlfyrirlitninguna

25.2.2014

Blogg

sögð sofa hjá forstjóranum2Um liðna helgi birti DV viðtal við Sigríði Dögg Auðunsdóttur, ritstjóra Fréttatímans. Ég las glefsurnar sem birtust á vefmiðlinum yfir helgina og það er óhætt að segja að þær höfðu sterkan femínískan stíl.

Sigríður segir t.a.m. að konur eigi að heimta yfirmannastöður því þær eigi það skilið. Við fáum frá henni sögu af karlmanni sem var vondur við hana og svo lýsir hún reynslu sinni af ,,glerþakinu“ og kvenfyrirlitningunni – þar sem margir karlmenn í einu eru vondir við hana.

Það er einmitt þetta með kvenfyrirlitninguna sem mig langaði að taka fyrir hér. Þetta annars mjög svo ofnotaða hugtak.

Úr viðtalinu:

,,Sjálf hefur hún oftar en einu sinni mætt kvenfyrirlitningu í störfum sínum. Verst voru viðbrögðin við umfjöllun hennar um fjölmiðlafrumvarpið. „Það voru mér mikil vonbrigði að valdamiklir menn þyrftu að beita þessum meðölum til að hafa stjórn á umræðunni.“

Hún nefnir dæmi: „Á þessum tíma heyrði ég meðal annars sögu sem kom frá Hannesi Hólmsteini um að ég væri í ástarsambandi við Sigurð G. Guðjónsson sem var þá forstjóri Norðurljósa. Ég hef aldrei hitt þennan mann en þetta sýndi kvenfyrirlitninguna. Að það ætti að skýra það af hverju ég fjallaði um fjölmiðlafrumvarpið og pólitík. Að ég hefði aðeins fengið athygli og framgang innan Fréttablaðsins með því að sofa hjá forstjóranum, ekki út frá hæfileikum eða eigin verðleikum.

Mér fannst það sýna þá sem stóðu að baki þessu í réttu ljósi, hvað þeir voru litlir. En ég tók þetta ekki inn á mig, enda algjör nagli. Ég var ekki sár út af þessum sögum, þær voru of fáránlegar til þess, en ég var sár yfir því að samfélagið væri svona. Ég var að koma úr tugmilljóna samfélagi þar sem flestir voru óþekktir en hér í þessu míkrósamfélagi voru þáverandi forsætisráðherra og aðstoðarmenn hans að breiða út um mig sögur. Þetta var svo absúrd og fríkað.“

Einmitt. Þetta gerðist einhvernveginn svona:

… Davíð og Hannes sitja á skrifstofu Forsætisráðherra í Stjórnarráðinu. Það er tekið að rökkva og þeir eru einir eftir í húsinu. Hannes starir á niður fyrir sig, varirnar herptar undir stingandi augnarráði Davíðs sem situr andspænis Hannesi og deilir með honum þögninni. Það er bersýnilega eitthvað mikið í húfi, eitthvað hefur gengið á … andrúmsloftið er rafmagnað.

Hannes stendur upp. Gengur hægt að glugga skrifstofunnar. Hann dreypir á koníakinu og horfir íbygginn út í átt að Lækjartorgi. Ungt par spígsporar flissandi eftir stéttinni framhjá styttu Kristjáns níunda, algjörlega grunlaust um þá ægikrafta sem eru við það að leysast úr læðingi.

Loks rýfur hann þögnina: ,,Þessi Sigríður er orðin alvarleg ógn við framgang fjölmiðlafrumvarpsins. Það er kominn tími til að ryðja henni úr vegi. Ég held við ættum að segja þjóðinni að hún sé að sofa hjá yfirmanni sínum – það ætti að þagga niður í henni fyrir fullt og allt“ …

Ég hef í gegnum árin þróað með mér nef fyrir kjaftasögum enda heyrt þær ófáar. Það nægði mér að lesa þessa tilvitnaða klausu til að sjá að hér er Sigríður að dreifa kjaftasögu. Kjaftasögu um kjaftasögu raunar. Sumum finnst þetta kannski áhugavert fyrir þær sakir að Sigríður er ritstjóri fréttamiðils. Maður skyldi jú ætla að það væri kostur fyrir manneskju í slíkri stöðu að láta ekki plata sig of auðveldlega.

Tvískinnungurinn er þó það sem helst vekur áhuga minn hér. Í viðtalinu lýsir hún tilgreindum karlmönnum sem ,,litlum“ en sjálfri sér sem algjörum nagla og lýgur upp á þá einhverri lágkúru sem Hannes hefur nú sjálfur afneitað í pistli. Að mati Sigríðar lýsir dreifing kjaftasögu um ástarlíf hennar kvenfyrirlitningu, en einhvernveginn finnst henni í lagi að dreifa kjaftasögu um nafngreindan karl sem sýnir hann síður en svo í jákvæðu ljósi.

Þetta eru ekki algjörar hliðstæður, ég viðurkenni það. Hannesi er hér brigslað um allt annarskonar hluti en Sigríði. Ég segi þó fyrir mitt leyti að sjálfum þætti mér miklu meiri smán af þeirri hegðun sem Hannesi er hér ætluð en því að kona felli hug til yfirmanns síns, sem mér þætti ekki gera lítið úr henni á nokkurn hátt hvort sem um væri að ræða ást eða losta.

Hinsvegar langar mig hér að draga fram aðra hliðstæðu þar sem samfellan er algjör:

Ein megin röksemd forréttindafemínista fyrir kröfu sinni um setningu kynjakvóta segja þeir þá að karlar komist til áhrifa og metorða fyrir klíkuskap á grundvelli kynferðis. Alltsvo fyrir tilstuðlan feðraveldisins. Það þarf ekki að leita lengra en í síðasta helgarviðtal DV til að sjá um þetta skrifað. Þar sagðist Þórlaug Ágústsdóttir vera orðin yfir sig þreytt á að vinna með vanhæfum körlum. Körlum sem hún virtist gefa sér að hefðu störf sín eingöngu vegna þess að þeir væru karlar.

Með sömu gleraugum og Sigríður notaði til að greina karlfyrirlitningu í kjaftasögunni um sig, þá hljótum við því að komast að þeirri niðurstöðu að í rökunum að baki kröfunni um kynjakvóta felist hrein og klár karlfyrirlitning.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

One Comment á “Kjaftasaga um kjaftasögu: Þetta sýnir karlfyrirlitninguna”

  1. Sigurjón Says:

    Við bara verðum að muna að í háværustu femínísku umræðunni eru konur alltaf fórnarlömb, sama hverjar aðstæðurnar eru, og karlar eru alltaf kúgarar og ógeð. Alltaf.

    „Konur eru frá Venus, karlar frá Helvíti“. Þetta er mantran.
    Og ég ætla, sem karlmaður, að nota hvert tækifæri sem ég finn til að benda á þetta brainfart í femínistum.

%d bloggurum líkar þetta: