Meint kynferðisbrot á Ísafirði

21.2.2014

Blogg

Harpa Oddbjörnsdóttir

Harpa Oddbjörnsdóttir

Um miðjan desember á síðasta ári sögðu helstu fréttamiðlar okkur frá meintu kynferðisbrotamáli á Ísafirði þar sem fimm karlar voru sagðir hafa brotið gegn ungri konu.

Ég segi meintu en það vakti strax athygli mína að fjölmiðlar töluðu ekki um meint kynferðisbrot eða nauðgun heldur virtist bara gengið út frá sekt karlanna frá upphafi.

Þannig var fyrirsögn fréttar á visir.is „Fimm í haldi vegna kynferðisbrots“ og hljóðaði hún svo:

„Fimm menn voru handteknir af lögreglunni á Ísafirði í nótt í tengslum við alvarlegt kynferðisafbrot. Lögreglan á Ísafirði verst allra fregna af málinu. Mennirnir verða yfirheyrðir í dag.

Heimildir fréttastofu herma að mennirnir séu af erlendu bergi brotnir.

Þegar fréttastofa náði tali af Hlyni Hafberg Snorrasyni yfirlögregluþjóni á Ísafirði sagði hann að fréttatilkynningar væri að vænta vegna málsins.

Uppfært 14.30

Lögreglan sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu:

„Kl. 04:20 í morgun var lögreglu tilkynnt um að kynferðisbrot hafi átt sér stað í húsi einu á Ísafirði.  Brotaþoli, ung kona, var flutt til viðeigandi skoðunar á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði þar sem hún nýtur einnig aðhlynningar.

Strax í framhaldinu voru 5 karlmenn handteknir.  Þeir eru í haldi. Lögreglan á Vestfjörðum nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Ekki er tímabært að gefa úr frekari upplýsingar um málið enda er rannsókn þess á frumstigi.“

Ég held það sé þrennt sem skýri þennan frásagnarstíl:

 1. Þeir sem skrifa fréttirnar, eða miðlarnir sem þær birtist á, eru femínistar/femínískir.
 2. Barátta forréttindafemínista fyrir því að alltaf sé gengið út frá sekt karla er hægt og bítandi að bera árangur.
 3. Karlarnir reyndust af erlendu bergi brotnir.

Dagana eftir þessar fyrstu fréttir fengum við svo gusu af fullkomlega fyrirsjáanlegum fréttum um það hversu slegnir og samheldnir ísfirðingar væru sem er svosem önnur saga.

Það næsta sem við heyrum um þetta mál efnislega, er að allir karlarnir fimm voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu og að aðeins tveir þeirra höfðu á þeim tíma réttarstöðu sakbornings. Þeir tveir voru því látnir sæta farbanni á meðan málið var í rannsókn hjá lögreglu. Hvað lögreglan var að bjástra við veit ég ekki þar sem málið hafði, að því er virtist, verið leyst í millitíðinni.

Sú sem leysti málið var Harpa Oddbjörnsdóttir, starfskona Sólstafa sem eru systursamtök Stígamóta á Vestfjörðum. Í viðtali sem fréttastofa Stöðvar 2 tók við Hörpu, aðeins degi eftir að brotin áttu að hafa verið framin, sagði Harpa m.a:

„þetta er rosalegt brot, hreint og klárt brot […] fólk er í áfalli hérna bara […] það er náttúrulega alltaf erfitt að hugsa til þess að svona menn gangi lausir […] það er náttúrulega óþægileg tilhugsun að vita af þeim hérna í bænum“

Þá er haft eftir Hörpu að hún viti ekki til þess að haft hefði verið samband við samtökin Sólstafi vegna þessa máls. Það segir okkur að hún hafði engar upplýsingar um málið umfram okkur hin sem fylgdumst með fréttaflutningi af því.

Ég er varla einn um það að vera áhugasamur um það sem bætt getur samfélag okkar og minnkað þjáningar borgara þess. Fólk sem býr yfir yfirskilvitlegum gáfum til að leysa sakamál með því einu að horfa á örstuttar frásagnir af þeim í fréttum, hlýtur auðvitað að vera þyngdar sinnar virði í gulli ekki satt? Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að á þessu fólki hvíldi borgarleg skylda til að gefa sig fram og nýta þessa hæfileika okkur öllum til heilla.

Það var einmitt þetta sem rak mig til að senda Hörpu eftirfarandi skeyti:

,,Komdu sæl og blessuð Harpa,

Ég rakst á frétt um meint nauðgunarmál á Ísafirði þar sem vitnað er í orð þín. Ekki ber á öðru en að þú teljir þig hafa fulla vissu fyrir sekt fimmmenningana en m.a. er eftirfarandi haft eftir þér:

„Það er náttúrlega alltaf erfitt að hugsa til þess að svona menn gangi lausir. Ég veit að tveir þeirra hafa verið settir í farbann en þeir eru allir lausir úr gæsluvarðhaldi og það er auðvitað óþægileg tilhugsun að vita af þeim hérna í bænum“

Ein spurning: Hvernig veistu að þær sakir sem bornar eru á mennina eru sannar?

Virðingarfyllst,
Sigurður Jónsson“

Ég fékk ekki svar við þessu en það þarf ekki endilega að vera óeðlilegt. Það er jú fullkomlega skiljanlegt að hafi maður þá náðargáfu sem Harpa hefur, þá verður það að svara svona ómerkilegum tölvupóstum ekki ofarlega á forgangslistanum. Mér skilst líka að fjarskyggni geti nú valdið töluverðri þreytu sé henni beitt í ríkum mæli.

Ég sendi henni því ítrekun tveimur vikum síðar í þeirri veiku von að fá svar:

,,Sæl aftur Harpa og gleðilega hátíð!

Bara að minna á erindi mitt frá því fyrir jól.

Bestu kveðjur,
Sigurður“

Við þessu fékk ég heldur ekkert svar og sendi því aftur ítrekun tæpum tveimur mánuðum seinna:

,,Sæl enn Harpa,

Minni enn á fyrirspurn mína frá því um miðjan des á síðasta ári.

Bestu kveðjur,
Sigurður“

Enn fékk ég ekkert svar, a.m.k. ekki með tölvupósti en það má kannski segja að nýjasta fréttin um málið svari þessari spurningu minni. Hún birtist einmitt nokkrum dögum eftir að ég sendi síðari ítrekun mína á vestfirska fréttavefnum bb.is. Hún hljóðar svona undir fyrirsögninni, Kynferðisbrotamál gegn tveimur mönnum fellt niður:

,,Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál gegn tveimur mönnum sem handteknir voru um miðjan desember vegna gruns um að þeir hefðu brotið kynferðislega gagnvart ungri konu í húsi á Ísafirði. Að sögn Daða Kristjánssonar saksóknara hjá embættinu þótti það sem fram kom við rannsóknina ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis, sbr. 145. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála.

Lögreglan á Ísafirði handtók alls fimm menn að morgni 14. desember á síðasta ári eftir tilkynning hafði borist um að kynferðisafbrot hefði átt sér stað í húsi á Ísafirði. Ung kona var flutt til skoðunar þá um nóttina á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði þar sem hún naut einnig aðhlynningar. Öllum mönnunum var síðar sleppt en tveir þeirra fengu réttarstöðu grunaðra og voru síðan úrskurðaðir í farbann til 17. febrúar en allir fimm eru af erlendu bergi brotnir. Rannsókn málsins gekk vel að sögn lögreglu og voru margir yfirheyrðir í tengslum við hana.“

Svo skemmtilega vill til að greinin á vef Bæjarins Besta er einmitt skrifuð af Hörpu Oddbjörnsdóttur sjálfri sem virðist hafa haft eitthvað minna fyrir sér um sekt mannanna en ætla mátti af afdráttarlausum fullyrðingum hennar í upphafi málsins.

Leit mín að véfréttinni stendur því enn yfir. Ég myndi sko ekki sjá á eftir þeim fjármunum sem færu í að veita einhverjum hinna fjölmörgu femínista sem sýnt hafa góða takta á þessu sviði þægilega innivinnu.

Því ekki að setja á stofn Véfréttastofu, þangað sem við myndum leiða ætlaða sakamenn og fá þar úr því skorið hvar hundurinn liggur grafinn undir augntilliti einhvers dulsjáandi femínistans?

Inntakslýsingu stofnunarinnar gætum við tekið úr einum frægasta spádómi Véfréttarinnar frá Delfí sem hófst á þessum orðum:

,,Ég þekki tölu sandkorna í veröldinni og veit hversu margir dropar vatns eru í hafinu. Ég skil hinn mállausa mann og heyri rödd þess sem ekkert segir“

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

16 athugasemdir á “Meint kynferðisbrot á Ísafirði”

 1. Fríða Bragadóttir Says:

  ert þú að meina það að niðurfelling kynferðisbrotamáls þýði sjálfkrafa að viðkomandi hafi verið saklausir? ef það er þín skoðun ertu um leið að 95% kynferðisbrotamála, hvort sem er gegn börnum eða fullorðnum, snúast um upplognar sakir. og svo er hitt að ég þekki Hörpu persónulega og fullyrði að hefði hún fengið póstana hefði hún svarað þér, svo það er langlíklegast að þú hafir sent þá á rangan stað.

  • Kristinn Says:

   Ef það fór á einhvern ótrúlegan hátt framhjá þér Fríða þá er niðurlag greinarinnar að vafasamt sé að draga ályktanir um sekt eða sýknu einstaklinga af þeim takmörkuðu upplýsingum sem liggja fyrir í órannsökuðu máli innan sólarhrings eftir að málið kemur upp.

  • Sigurður Says:

   Sæl og velkomin aftur Fríða.

   Nei, þetta er ég alls ekki að segja. Það koma vissulega upp mál þar sem einfaldlega tekst ekki að sanna glæpinn á gerandann.

   Skilaboðin með þessari færslu eru að á sama hátt og það væri brjálæðislegt að gefa sér sakleysi í öllum málum þar sem ekki kemur til sakfellingar þá er svo sannarlega brjálæðislegt að gefa sér sekt í öllum þessu sömu málum.

   Ég sendi Hörpu á uppgefið netfang hennar af síðu Sólstafa og fékk ekki meldingu um að tölvupósturinn hefði ekki skilað sér. Það þýðir að hann endaði í pósthólfi Hörpu eða alnöfnu hennar hjá þessum litlu samtökum.

  • Ingolfur BT Says:

   Fríða, mér varð á þinni athugannarsemd og mér fannst ég verða að leggja mig í! Sigurður er einhver sá duglegasti í þessum málum að mínu mati og það sem fyrir honum vakir að réttlæti skipast, ( ég hef ekki annað séð að hann fari í mál af alúð án dómgreindarvillu og beri virðingu fyrir báðum kynjum) en það á sér stað óréttlæti á báða bóga sem erfitt er að sanna! Við vitum öll að það á sér stað partý, eða myndast ett partý, eftir eða fyrir ballferð sem getur farið úrskeyðis, og sérstakleg þegar dómgreyndar leysi aðilla hleypur í gönur, ég er ekki fæddur í gær (1955) og ég á 5 börn og þar af 4 stelpur og sem eru fæddar 78-92 og ég hef alltaf verið með hjartað í buxunnum (og hvað mundi ég gera, hugsanir eru grimmar hvað ég mundi gera við viðkomandi og ekki minnst ef um hóp ofbeldi væri um að ræða! Ég var 15 ára þegar ég byrjaði á sjónum og mér blöskraði hvernig dráttur var sóttur af þá ungum stelpum, bara fyrir áfengi(eiturlif fundust þá, en ekki eins mikið og núna, eða ekki eins einfalt að ná í)! Ég hef siglt 20-30 sinnum til Þýskaland að selja fisk, en mér fannst það alltaf asnalegt að margir hverjir voru fúsir að kaupa sér hjásvæfu ( lika samkynhneigðir og gerði mér snemma grein fyrir að fólk af sama kyni gæti þótt vænt um hvort annað, fannst það allt af skrítið, en einhvern veginn hef ég fæðst án langvarandi öfgva, í hasti get ég bablað einhvern skít, sem ekkert liggur á bak við) og það hefur alltaf verið mín skoðun, en ég er ekki með öfgamótþróa á móti náttúrunnar lögmáli, en það að mínu mati og felst í gagnkvæmum viðhorfum og tilfinningum beggja aðilla( það eru mín viðhorf, nota bene)! Margar konur mundu segja, í þennan er ekkert að sækja hann er ekkert spennandi! Konur eru mismunandi! Sumar vilja að við fyllum í eyðurnar, aðrar eru með þetta á hreinu! Konan mín sáluga sagði að hún hefði átt vinkonur sen væru með innbyggt segulstál á ofbeldis eða menn sem hefðu ekki ABS bremsur! Og fyrir mín síðustu orð verð ég örugglega kallaður rasisti af skilningarleysi og það er að það er nóg af innfæddum óhugsandi, stundum óuppöldum frá öllum þjóðfélags stigum, aulabárðar sem fremja glæpi sem stórglæpi, en við þurfum ekki að flytja þá inn líka! Gerast þeir sekir af svo alvarlegum glæp sem ofbeldi mót konum og það er léttari fyrir okkur sem karlmenn að beita ofbeldi vegna þess að langflestu leiti erum við kroppslega sterkari en konan! En konur eru oftari konum verstar og geta með sinni jafnlíku og stundum meiri gáfum beitt sálrænu ofbeldi!

   Með fyllstu virðing fyrir gagnkvæmum skilningi!

   • Ingolfur BT Says:

    Gleymdi einu sem ég heyrði einhver staðar.. ( Verum nærgætin í nærveru sálar) og notum heilbryggða skynsemi í nærgætni til hvers annars! Heift er alldrei rétt, en stundum skiljanleg, ekki síst þegar staðreynd verður eða er veruleikinn!

 2. Birna Says:

  Þú ert sjálfum þér og þínum líkum verstur. Ég hef samúð með þér, en vorkenni ekki. Einn daginn munti taka þér sjálfum taki.

  • Sigurður Says:

   Velkomin og takk fyrir innleggið Birna.

   Það var mér sönn ánægja að samþykkja inn athugasemd þína.

  • Ingolfur BT Says:

   Birna, skil þig ekki alveg, en ég get lofað þér að Sigurður er að mínu mati og hefur sýnt, allaveganna síðan ég byrjaða að fylgjast með fréttabréfi „ forréttindafeminnista“ nærgætni, sem ég hef ekki hingað til séð ástæðu að rengja án þess að vera með það á hreinu! Getur þú sýnt mér með líka góðum rökum, þá er ég fyrstur mannar að styðja þig, ég hata óréttlæti og óstaðfest rök! Ég get lofað þér að Sigurður er ekki að mínu mati nokkur aukvissi! Ég er kanski svo einfaldur að ég sjái ekki við baráttu Sigurðar, sem er tiulbúningur öfga kynja á milli!

   En samt með fullri virðingu, einn sem vill geta lesið meiningu en ekki þurfa að giska!

  • Kári Says:

   Einmitt Birna. Svona ógeðslegt fólk eins og við sem viljum almennt og gegnsætt réttarfar byggt á mannréttindum hljótum auðvitað að verða að taka okkur taki.

 3. Halli Says:

  Í framhaldi eftir að hafa lesið þessa grein og í ljósi þess að málið hafi verið fellt niður þá langaði mig í forvitni minni að vita hvort það væru til rannsóknir sem gætu varpað einhverju ljósi á mögulega tíðni fals ásakana um nauðgun. Ég googlaði rape false accusation study og fékk ýmsar áhugaverðar greinar um það. Wikipedian er með fína samantekt á rannsóknum.
  http://en.wikipedia.org/wiki/False_accusation_of_rape
  og hér er grein frá félagi í USA sem berst gegn heimilisofbeldi sem segir frá niðurstöðum rannsókna.
  http://www.mediaradar.org/research_on_false_rape_allegations.php
  Niðurstöður þessara rannsókna styðja þá þumalputtareglu að það er viðeigandi í þessum málum að dæma menn ekki seka fyrr en sekt er sönnuð.
  Á sama tíma vill ég taka það fram að það er án efa allt of margir einstaklingar sem komast undan dómi fyrir nauðganir sem réttilega ættu það skilið.

 4. Ólöf Jóhannsdóttir Says:

  Hefur þú hugleitt að orð Hörpu hafi verið tekin úr samhengi í þessu viðtali? En jú þetta viðtal var klippt og ábyrgð fréttamannsins gríðaleg.

  • Sigurður Says:

   Velkomin Ólöf og takk fyrir innleggið.

   Þetta er ekki óvitlaus ábending hjá þér og ég þekki þess vissulega dæmi að fréttamenn taki ummæli úr samhengi. Hinsvegar er hægt að hlusta á Hörpu segja þessi orð í símaviðtali og mér finnst ekkert fara milli mála hvað hún er að segja. Þá hefði hún einnig getað svarað póstinum og leiðrétt misskilninginn ef um misskilning væri að ræða.

   Ég er heldur ekki sá fyrsti sem finnur að þessum orðum hennar. Hér er yfirlýsing lögmanns eins hinna ákærðu sem ég hef ekki séð að Harpa hafi svarað heldur:

   http://www.visir.is/osattur-vid-yfirlysingar-starfskonu-solstafa/article/2013131219286

 5. Helga Dögg Says:

  Ég undrast alltaf viðbrögð kvenna þegar málin fara á þennan veg. Af hverju geta konur ekki logið upp nauðgun, það er eins og slíkur málflutningur sé óhugsandi. Því miður flokkar ríkissaksóknari ekki þau mál sem eru uppspuni frá öðrum enda kannski erfitt. Ég er þeirra skoðunar að upplognar nauðgunarákærur séu fleiri en menn gruna. Tökum afstöðu þegar dómstólar hafa kveðið upp úrskurð, sekur eða saklaus. Mál sem eru afgreidd EF, ef þetta og ef hitt fær enginn botn í.

  Að samtök skuli voga sér að dæma fólk opinberlega er með öllu óásættanlegt, hver sem á í hlut. En þetta er kannski eðli okkar kvenna!

  Það sem Ingólfur bendir á, að konur vingist við mann til að fá ókeypis drykk eða drykki, er vel þekkt og því miður láta menn blekkjast, sumir halda að nú sé eitthvað fast í hendi. En hver hefur sinn hátt á og nú á tímum þar sem ólyfjan er bætt í drykki ætti fólk að fara varlega í að þiggja mjöð fá ókunnugum.

  Góð kveðja, Helga Dögg

 6. Sigurjón Says:

  Þetta eru orðréttar tilvitnanir í Hörpu. Hægt að hlusta á símaviðtalið við hana hér:
  http://www.visir.is/article/2013131219352

  Það er ekki að ástæðulausu að mannkynið hefur haft vit, gæfu og þroska til að þróa réttarríkið í gegnum aldirnar.

 7. Siggi Sigurðsson Says:

  Greinilegt að íslenskt þjóðfélag lærði ekkert af Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þar var mikill þrýstingur úr þjóðfélaginu á lögreglu að halda fólki í gæsluvarðhaldi og svo einangrun til að neyða fram játningar. Er það kannski það sem fólk vildi á Ísafirði?

 8. Helgi Bjarnason Says:

  Ef mig minnir rétt tengist Harpa fjárplógs og hræðsluáróðurs batteríinu Blátt Áfram, Svo það kemur svo sem ekki á óvart að þér hafi ekki verið svarað.

%d bloggurum líkar þetta: