Hin ástralska Hjördís Svan?

17.2.2014

Blogg, Myndbönd

Það er orðið rúmt ár síðan ég birti hér á síðunni innslag úr fréttaskýringarþættinum 60 mínútum um mál sem mér þótti minna mjög á brottnáms- og tálmunarmál Hjördísar Svan. Ég birti þetta fyrst og fremst vegna þess að mér þótti áhugavert að sjá muninn á starfsaðferðum íslenskra fréttamanna og ástralskra í málum sem þessum.

Þeir í Ástralíu eru svo framúrstefnulegir í svona málum að þeir voguðu sér að spyrja konuna, Lauru Garrett, gagnrýnna spurninga og kanna sannleiksgildi fullyrðinga hennar. Að hugsa sér! Það gera íslenskir fréttamenn ekki. Þeir virðast fyrst og fremst líta á það sem hlutverk sitt að fjölmiðla ærumeiðandi svívirðingum Hjördísar í garð barnsföður síns og styðja hana í málarekstri sínum með því að gera henni kleift að spila inn á tilfinningar fólks. Fólks sem síðan millifærir peninga til hennar og heldur þannig martröð barnanna gangandi.

Málin voru reyndar, á þeim tíma sem ég birti þetta, nákvæmlega eins fyrir utan það að áströlsku konunni hafði tekist að knýja fram aðstoð þarlendra yfirvalda við hið ólöglega brottnám en Hjördísi hafði ekki tekist að beygja embættismenn til lögbrota. Það hefur nú breyst eins og fram hefur komið hér. Hjördísi og aðstoðarfólki hennar tókst á fundi með Innanríkisráðherra Íslands, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að höfða til tilfinninga þessa æðsta yfirmanns dómsmála og fá hana til að lofa sér að íslenska ríkið færi ekki að lögum í máli hennar. Nóg um það í bili.

Seint á síðasta ári gerði 60 Mínútur framhaldsumfjöllun um mál áströlsku konunnar. Hér er rætt við fólk sem lét glepjast og trúði konunni og aðstoðaði hana með vinnu og peningagjöfum. Þá er rætt við konu sem fengin var til að þjálfa börnin í að sýna mótþróa fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og fáum við hér innsýn í það hvernig börn eru heilaþvegin og hvernig samfélagsmiðlar eru notaðir til að halda ofbeldinu áfram eftir að börnin eru komin til föður – þar sem þeim er best borgið.

Málflutningur stuðningsmanna Hjördísar Svan hefur þynnst verulega á undangengnu misseri. Nú hangir þetta fólk á því að evrópunefnd sé að skoða afgreiðslu dana á forræðismálum með almennum hætti og lýgur því jafnframt að nefndin hafi tekið mál Hjödísar til efnislegrar athugunar, sjá hér. Þá tönnlast þetta fólk á því að börnin vilji vera hjá móður sinni og neitar að horfast í augu við það að málskjöl sýna að börnin hafa mátt sæta innrætingu af hálfu móður og mögulega annara. Þá neitar þetta fólk að trúa því að hægt sé að innræta börnum hugmyndir – eða heilaþvo þau eins og það er oft kallað.

Fyrsta myndbandið sem gefur að líta hér fyrir neðan er fyrri umfjöllun 60 Mínútna um málið. Hér er málið statt á mjög svipuðum stað og mál Hjördísar Svan var statt áður en hún var handtekin og sett í gæsluvarðhald fyrir tæpum tveimur vikum. Seinni umfjöllunin inniheldur síðan viðtöl við fólk sem nú játar að hafa látið plata sig til stuðnings við konuna auk þess sem nýjar upplýsingar eru komnar fram um að konan hafi áður lagt fram falskar ásakanir á hendur öðrum karlmanni og rústað þannig lífi hans.

Þetta mál er auðvitað ekki mál Hjördísar og sannar sem slíkt auðvitað ekki eitt né neitt í máli hennar. Líkindin eru þó sláandi auk þess sem sú gagnrýna umfjöllun sem málið fær hjá 60 Mínútum veitir okkur innsýn í það hvernig svona brot eru skipulögð og þau framin.

Fyrri umfjöllunin:

Seinni umfjöllunin:

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

One Comment á “Hin ástralska Hjördís Svan?”

  1. Ingolfur Says:

    Maður er bara sjokkaður yfir hverni farið er með börnin og mamman gerði sér aldrei í hugarlund hvernig hennar lygar hafa sært lif barna sinna og gamlar lygar þegar hún lau upp á vin mömmu hennar þegar hún var 14 ára, svo henni er tamt lygar og að eyðileggja líf annara! Startaði greinilega eins og kemur fram i þættinum 60 minutes snemma eða aðeins 14 ára gömul! Manngarmurinn sem hún laug uppá, hafði þegar alt kom til alls fjarvistasönnun, en hafði þá þega afplánað 2 ára fangelsi! Það er einmitt þetta sem eyðileggur fyrir raunverulegum fórnarlömbum, því það er svo stórt hlutfall lyga og falskra ásakanna! Mér finnst að það eigi að taka hart á sönnuðum lygum í svo alvarlegum ásökunnum, hvað sitja margir saklausir inni eða sem hafa ótrygga æfi framundan eða hreinlega fyrirfarið sér, það finnast dæmi þess þegar sanleikurinn hefur komið fram! Amman til og með hringdi og hótaði honum um að hún mundi dreyfa syfjaspjöllum gagnvar dætrum hans! Manni er hreinlega gráti nær!

%d bloggurum líkar þetta: