Dr. Martin Fiebert, Prófessor í sálfræði við Kaliforníuháskólann við Long Beach, hefur um árabil haldið úti samantekt yfir rannsóknir sem benda til að konur séu jafn ofbeldishneigðar ef ekki ofbeldishneigðari en karlar í nánum samböndum. Samantektina hefur hann uppfært reglulega og gengur hún almennt undir heitinu ,,Fiebert Bibliography“.
Heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánum samböndum er málaflokkur sem femínistar hafa alla tíð haldið í járngreipum. Fyrir vikið höfum við mjög bjagaða mynd af eðli þess og umfangi. Margir, ef ekki flestir, virðast ganga út frá því að almennt séu karlar gerendur og konur þolendur. Þessa ranghugmynd verja forréttindaemínistar með kjafti og klóm enda eiga þeir þessari heimsmynd að þakka bróðurpart þeirra opinberu fjármuna sem til hreyfingarinnar renna.
Þetta viðhorf hefur þegar fóstrað lög víða um hinn vestræna heim sem mismuna körlum á grundvelli kynferðis síns auk þess sem karlar verða fyrir ýmiskonar óbeinni mismunun vegna þessa. Einna alvarlegasta afleiðing þessarar femínísku heimssýnar er að í sumum löndum geta konur nú myrt eiginmenn sína að yfirlögðu ráði og gengið frjálsar frá því.
Þýðing úr inngangi samantektarinnar:
„Þetta heimildarsafn fjallar um 343 fræðilegar rannsóknir; 270 vísindalegar rannsóknir og 73 umsagnir og / eða greiningar, sem sýna að konur eru jafn líkamlega árásargjarnar, eða árásargjarnari, en karlar í nánum samböndum, gagvart maka sínum. Samanlagður fjöldi einstaklinga sem rannsóknir þessar ná til er rúmlega 440.850“
Þessa samantekt er nú að finna í Rannsóknar- og heimildasafni þessarar síðu en einnig er hægt að nálgast samantektina með því að smella hér.
Ég minni svo á að ábendingar um áhugaverðar rannsóknir sem gætu átt heima í safninu eru ávallt vel þegnar.
SJ
9.2.2014 kl. 10:55
Flott innlegg. Þetta er nokkuð sem ég hef verið að benda á í mörg ár. Þetta er svo stórt heimildasafn, margar rannsóknir og stórt samanlagt þýði, að það er ekki nokkur leið að reyna að vefengja þetta án þess að fá hiksta.
Held að umræðan um kynbundið ofbeldi geti þroskast til betri vegar við svona fact tékk.
9.2.2014 kl. 19:25
Já og það fer stækkandi þetta safn. Það er líka markvert að þessi nýjasta útgáfa var seint á síðasta ári gefin út í ritrýndu fræðiriti, Sexuality and Culture.
Hugtakið sjálft, kynbundið ofbeldi, hefur mér alltaf fundist truflandi enda virðist mér það aðallega notað til að mismuna fórnarlömbum ofbeldis.
10.2.2014 kl. 22:54
Hvar er nýjasta uppfærslan af þessu safni?
Ég hef alltaf vísað í þetta, síðasta uppfærsla var í júní 2012
http://www.csulb.edu/~mfiebert/assault.htm
Er til annað?
11.2.2014 kl. 11:41
Hvar annarsstaðar en á forrettindafeminismi.com maður! 😉
Ef þú opnar skjalið sem ég vísa á í færslunni færðu upp nýjustu samantekina sem inniheldur fleiri rannsóknir en 2012 útgáfan. Þessi er frá því seint á síðasta ári.