Fyrirlestur TEDxYouth: Raunverulegt kynjajafnrétti

Í þessum stutta fyrirlestri ræðir hinn sautján ára gamli menntaskólanemi, Adrian Martinon, fjögur samfélagsleg vandamál þar sem karlar búa við misrétti á grundvelli kynferðis: Heimilisofbeldi, nauðganir, falskar ásakanir og kynbundinn refsimun.

Misréttið sem greina má í þremur af þessum fjórum vandamálum, má auðvitað rekja beint til baráttu forréttindafemínisma fyrir lögbundnum sérréttindum fyrir konur. Hvað varðar kynbundinn refsimun, þá á það kynbundna misrétti sem greina má í dómum og útgefnum ákærum, sér líklegast töluvert dýpri rætur og jafnvel eðlislægar.

Adrian skilgreinir sig sem jafnréttissinna og segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum þeirrar sveiflu sem nú er í mannréttindabaráttu karla í Bandaríkjunum og Kanada. Það er gaman að sjá ungt fólk sem þorir að ljá máls á þessu á opinberum vettvangi. Það minnir mann á að einn daginn verður samfélagið búið að sjá í gegnum hugmyndafræði forréttindafemínista og pakka þessum fasisma niður í geymslu.

Fyrirlesturinn er frá 23. nóvember á síðasta ári og fór fram á TED viðburði við International School of Panama.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

, ,

2 athugasemdir á “Fyrirlestur TEDxYouth: Raunverulegt kynjajafnrétti”

  1. Eiríkur Stefánsson Says:

    Dúndur fyrirlestur, ætli Visir eða knúz fjalli um hann?

    Eiki.

  2. Helgi Says:

    Ekki svosem nýjar upplýsingar en það er gaman að sjá þetta sett fram á þessum vettvangi.

%d bloggurum líkar þetta: