Hanna Björg Vilhjálmsdóttir um tíðni kynerðisofbeldis/áreitni

13.3.2014

Blogg

Femínistar hafa í gegnum tíðina beitt allskonar skapandi aðferðum til að fá út sem hæstar tölur um tíðni kynferðisbrota gegn konum.

Femínistinn Mary Koss, og rannsókn hennar frá árinu 1985, er líklega ein þekktasta heimild um þetta harmaklæmelsi. Í þeirri rannsókn tók hún viðtöl við yfir þrjú þúsund háskólastúdínur um reynslu þeirra af kynlífi og kynferðisofbeldi.

Niðurstaða Koss var að 27,5% kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni, hefði verið nauðgað eða upplifað tilraun til nauðgunar. Þetta fékk Koss m.a. út með því að skilgreina kynlífsathafnir sem nauðgun, jafnvel þó konurnar sem veittu svörin gerðu það ekki sjálfar.

Mýtan um ,,eina af hverjum fjórum“ var fædd.

En hér er auðvitað bara verið að tala um nauðganir eða tilraun til nauðgunar. Með því að víkka fókusinn og láta hann ná utanum minna alvarleg brot, s.s. kynferðislega áreitni o.þ.h. hafa femínistar náð að kreista hreint skuggalegar tölur út úr rannsóknum sínum.

Nú bregður hinsvegar svo við að lokaorðin hafa verið sögð um tíðni kynerðisofbeldis/áreitni gagnvart konum. Og viti menn! það var íslenskur kynjafræðingur sem kláraði þessa umræðu í viðtali við DV með eftirfarandi orðum:

,,Ég held að ég hafi aldrei hitt konu sem hefur ekki lent í neinu“

Svo mælir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í kynjafræðum við Borgarholtsskóla í viðtali um reynslu sína af kynferðisofbeldi.

100% dömur mínar og herrar, hvorki meira né minna!

Hver hefði trúað þessu?

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

3 athugasemdir á “Hanna Björg Vilhjálmsdóttir um tíðni kynerðisofbeldis/áreitni”

 1. Halldór Says:

  Miðað við þetta víða hugtak hjá henni þá get ég sagt með réttu að „ég held að ég hafi aldrei hitt karl sem hefur ekki lent í neinu“.

 2. Eiríkur Stefánsson Says:

  Aldrei hitt karlmann heldur sem ekki hefur lennt í „einhverju“, hahaha þetta er alveg stórkostlegt. Ég held að hugmynd hennar Evu Hauks um sérstök konu hverfi eða konu smábæ sé tilraun sem verði algjörlega að prufa.

 3. Friðgeir Sveinsson Says:

  Ég er nú einstæklingur sem vill kena mig við það að aðhyllast jafnrétti, enda á ég dóttur, móður, systur, konu, ömmur, frænkur, vinkonur og hef kynnst til viðbótar við þá flóru fjöldan allan af góðum konum sem ég ber mikla virðing og hlýhug til.. Og er alveg fyrirmunað að skilja hversvegna konur ættu að vera réttlægri eða njóta minni virðingar eða tækifæra… Þessi hugsun er bara fjarri mér..

  Mér þykir hins vegar afskaplega sorglegt að sjá hvernig þessi mál eru að þróast.. Ég get ekki kæft þá hugmynd, þá ásýn mína á það sem kallað er „Femenismi á Íslandi“ að það séu hreinlega jafnréttisbarátta sem að snúist hefur uppí andhverfu sína..

  Og í mínum huga er þetta því miður orðið þannig að femenistar eru bara fallegt orð fyrir „Konur sem hata Karla“ Enda framsetning baráttu þeirra orðin með þeim hætti.

  Þetta sjónarmið hjá femenistunum sem þær hamra svo á, gerir það að verkum að vel hugsandi og vel meinandi eintæklingar sem eru jafnréttissinnar án þess að reyna á sig við það, bara aðhyllast jafnrétti án þess að skýra það nöfnum eða hampa því sérstaklega við öll tækifæri.. Þetta fólk, sérstaklega karlmenn eru sjálfvirkt gerðir að hömlulausum skepnum, nauðgandi ofbeldisseggjum sem ber að fordæma og varast… Af því að þeir eru karlkyns..

  Þetta er einkennilegr sjónarmið hjá fólki sem kennir sig við það að vera kyndilberar jafnréttis.. Það vera svo hlaðin fordómum og hatri, blindu hatri á helming allra jaðraðbúa að það eina sem að það sér er að helmingur mannkyns séu hömlulausir gerendur og villidýr sem gangi illt eitt til.. Þetta er merkilega staða að vera í fyrir viðkomandi.. Að vera svo hlaðin fordómum í jafréttisbaráttu,, nálgunin er einhvernvegin á röngum forsemdum og þar af leiðandi getur útkoman ekki verið önnur en sjálfstortíming göfugrar stefnu.. Frelsi og jafrétti til allra.

  Ég held að Dr. King hafi orðað þetta best öllu mannkyni til leiðsagnar.. Og hvaða barátta sem er má hafa þessi orð hans sér til hliðsjónar.

%d bloggurum líkar þetta: