Femínistafélag Íslands: Falskar ásakanir ekki mögulegar

6.12.2012

Blogg

Ef þetta vefumsjónarkerfi byði upp á undirfyrirsagnir þá væri undirfyrsögn þessa pistlis: og ef þú ert ósammála þessu, þá ertu bara aumur karl! Það er nefninlega þetta sem María Lilja Þrastardóttir segir í tilvitnaðri grein sem hún birtir á vefnum Rjúfum þögnina.

Af þeim u.þ.b. þrettánhundruð orðum sem grein Maríu spannar eru það svo einmitt þessi orð sem Femínistafélag Íslands gera að aðalatriði:

falskar_asakanir_ekki_raunverulegaar

Það er nefninlega það. Að mati Maríu, Femínistafélags Íslands og a.m.k. 21 femínista er einfaldlega ekki hægt að leggja fram falska kæru um nauðgun á Íslandi. Þessa villutrú breiðir María og Femínistafélagið út, þrátt fyrir að hér á landi hafi fallið dómar í málum þar sem konur bera sannarlega sakir á karla um kynferðisbrot sem enginn fótur reynist svo fyrir.

Þetta fellur svo ekki beinlínis í grýttan jarðveg hjá félaginu líkt og við hefði mátt búast ef þetta félag væri ekki sú haturshreyfing sem það er. Á þeim rúmu 3 mánuðum sem liðnir eru frá því að grein Maríu var deilt á vegg félagsins er komið 21 like, ein deiling en ekki eitt einasta orð um að þetta sé einfaldlega ósatt og að fram á það megi auðveldlega sýna með dómum sem hafa fallið.

Á lista yfir þá sem merkt hafa like við færsluna má finna fyrrum framkvæmdastjóra Kvenréttindafélags Íslands og núverandi starfsmann ráðuneytis, kynjafræðing og framhaldsskólakennara svo eitthvað sé nefnt.

Og svo er eins og fólk eigi erfitt með að trúa að þessi veruleikafirrti félagsskapur aðhyllist (að mestu leynt) það að sönnunarbyrði í verði snúið við í nauðgunarmálum.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

, ,

8 athugasemdir á “Femínistafélag Íslands: Falskar ásakanir ekki mögulegar”

 1. Eva Hauksdóttir Says:

  Það þarf að rjúfa þögnina um ofbeldi gegn konum segja þær. Ég verð voðalega lítið vör við þessa þögn. Þvert á móti æpa á mig fyrirsagnir um klám, nauðganir, mansal, lamdar konur og mæður sem hafa forðað börnum sínum úr klóm ofbeldishneigðra feðra á hverjum einasta degi.

  • Sigurður Says:

   Einmitt. Ég tók t.d. einhverntíman eftir því að allar fimm efstu fréttir dv.is fjölluðu um ofbeldi sem karlar beittu konur.

   Ofbeldi sem sannarlega er undir yfirborðinu er aftur á móti látið óáreitt af þeim mýmörgu samtökum og stofnunum sem segjast hafa tekið að sér að berjast gegn einhverju sem kallað er „kynbundið“ ofbeldi.

   Ísland er t.d. eitt fárra landa þar sem kona hefur aldrei verið dæmd fyrir kynferðisbrot gegn barni. Sé litið til nágrannalanda deilum við þessum sess í mesta lagi með Grænlandi og Færeyjum.

   Hvað ætli valdi því að þetta sé svona. Ætli það hafi aldrei gerst að íslensk kona misnoti barn? Nei, tölur hér heima segja okkur að uppkomnir þolendur þeirra leiti sér hjálpar og erlendar rannsóknir benda til þess að konur séu allt að 30% gerenda þegar kemur að kynferðislegri misnotkun barna.

   Af öllum þeim fjármunum sem varið er í baráttuna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi hefur ekki farið króna í átak til vitundarvakningar á þessu. Aðeins árleg vitundarvakningarátök um ofbeldi sem konur eru beittar af körlum.

   • Geiri Says:

    Því miður þá verð ég oftar var við slæmnt ofbeldi frá stepum til stelpna en frá strákum til hvors annars eða til stelpna í gegnum það sem ég sé í gegnum skóla og æskulíðstarfi sem ég hef unnið við. og það ofbeldi sem ég hef séð er mikklu verri hamslaus reiði og ofbeldi sem ég hef séð.
    Ég hef bæði unnið í skóla, starfað sem dyravörður, öryggisvörður og unnið með unglingum í æskulíðstarfi. strákar eru oftar sterkir en flesstir eru með bremsu sem hægt er að nýta sér í samskiptum við þá. konur hafa ekki þessa bremsu og þær halda áfram bæði með mjög grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi og sína enga yðrun yfir því sem þær gerðu.
    Ég hef varið mann sem barði konu !
    hann gerði það bara vegna þess að konann var búinn að ýta honum langt fram af brúninn með grófu andlegu- og líkamlegu ofbeldi, hann sló hana einu sinn í vörn til að geta forðað sér. hann var kærður. hún fékk lof vinkvenna sinna fyrir það.
    Þessi hamslausu reiði sé ég mikið í kynja umræðuni,

 2. Geiri Says:

  ég er samála því að það þarf að gera eithvað ef konur verða oft fyrir ofbeldi .
  En allar alhæfingar og nornaveiðar eru bara til að eyðileggja þá vinnu.
  svona hróp og köll gerir engum greiða.
  Því miður þá verða allir sem verða fyrir árás að ganga í vist ferli. annars þá gætum við alveg eins tekið upp múslimsk saría lög þar sem sannanir skipta engu ef að vilji hópsins er sterkur. það sem er verið að prétika er bara önnur útgáfa af þesum lögum sem fjallar bara um einn málafllokk, árásir á konur. þá er í lagi að hafa opinberar aftökur i fjöl- og netmiðlum.
  það sem feministar ættu að berjast fyrir er að sem besta aðgnegi og aðstoð við að koma þessum konum í gegnum ferlið. Þjálfa starfsfólk lögreglu, saksóknara, bráðmótöku og aðra sem gætu þurft að vinna í þessum málum við að halda utan um þessi mál. jafnvel betri eftirfylgni eða eftirlit. en allt þetta ferli verður að vera gegnsætt og fylgja réttarreglum til að allir aðilar fái sangjana meðferð.
  öllu þessi hróp um að fórnalömb nauðgana lendi bara í veseni við að kæra verður til þess að þær sem lendi í nauðgunum þora ekki að kæra, það er búið að segja þeim í gegnum öll blöð og netmiðla að það taki því ekki þú verður stimpluð hóra og aumingi,
  En einu sem segja það eru feminstar.
  KONUR ERU KONUM VESTAR

  • Sigurður Says:

   Þetta er nú tvíbent. Það er auðvitað gott að gera fórnarlömbum ofbeldis auðveldara fyrir að fá aðstoð og þjálfa viðbragðsaðila.

   Hinsvegar sýnir reynslan erlendis frá að þeir sem taka að sér þessa þjálfun eru oftar en ekki róttækir femínistar sem mæla fyrir aðferðum sem fela í sér kynbundna mismunun gegn körlum. Þannig hefur lögreglumönnum sumstaðar verið gert skylt að fjarlægja karlmanninn af heimili í útköllum er varða heimilisofbeldi. Það kemur vitaskuld illa út þegar gerandinn er kona ekki satt?

   Ég hlustaði í fyrra dag á sögu konu sem lýsti uppákomu á sínu heimili þar sem heimilishundurinn olli upphlaupi sem á endanum kostaði hana glóðarauga. Þegar lögreglan kom á staðinn var eiginmaður hennar handtekinn og þau þurfa núna að verja peningum til að verjast kerfi sem gengur út frá því sem vísu að maðurinn hafi barið hana en hún bara vilji ekki viðurkenna það. Ég held að tryggingin sem þau þurftu að borga hafi numið hátt í tvær milljónir.

   Myndum við vilja þetta? Íslenskir femínistar eru þegar farnir að tala um „lausnir“ í þessa veru.

   • Geiri Says:

    Það er rétt sem þú segir að oft eru þetta þeir sem upplifa eftirköst ofbeldis sem taka að sér að kynna það fyrir öðrum. þarna var ég bara að meina löglegu hliðan. muna að skrá söguna frá fyrstu hendi halda vel utan um sönnunargögn.
    það sem er líka hluti af vandamálinu er einmitt það að fólk er fælt frá því að kæra með hræðslu áróðir frá þessu fólki sem á að aðstoða fórnalömbinn. með því að kenna þessu fólki að hlusta á alla og safna öllum gögnum það gæti að stoðað alla aðila.
    Ég stend með því sem upprunalega hlutverk kvennaathvarfsins var. en það hefur með sínu áróðri um að það taki því ekki að kæra, komið frekar til okkar og við grenju með þér og setjum þig í skýrslu um að þetta kerfi sé ekki að virka.

 3. Siggi Sigurðsson Says:

  Jæja, ef það er „heimikið ferli“ þá gerir það náttúrulega enginn. Samkvæmt þeim rökum ætti enginn að leggja inn skattaskýrslur, til dæmis. Slíkt getur orðið „heilmilið ferli“ og í svoleiðis stendur ekki nokkur maður eða kona…

  • Geiri Says:

   En ef að þú gengur ekki gegnu ferlið með skattaskýrsluna þá nærðu ekki að leiðrétta einhverjar vitleysu sem gæti þar verið og gætir endað með ósangjörnu gjaldi.
   það þíðir ekki að stitta sér leið ef að það getur haft mikil áhrif á líf einhvers, hvort sem verið sé að tala um ætlað fórnalamb eða ætlaðan gerenda, þá er ekki verið að gera neinum greiða.

%d bloggurum líkar þetta: