Falskar ásakanir: Leigusali sviðsetur kynferðisárás

5.12.2012

Blogg, Myndbönd

Það er kominn tími á aðra færslu um falskar ásakanir. Sem fyrr tileinka ég færsluna þeim forréttindafemínistum sem finnst 11. grein Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 62. grein Mannréttindasáttmála Evrópu og 70. grein Stjórnarskrár Íslenska lýðveldisins, um að maður er sætir ákæru skuli teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð, vera úrellt hugmyndafræði eða segja Já takk við öfugri sönnunarbyrði.

Heimildum ber saman um að þetta myndband sýni leigusala (konu) sviðsetja kynferðisárás í þeim tilgangi að koma höggi á leigjandann. Tveir karlar sem sjást í mynd hafi átt að „koma henni til hjálpar“ og veita í kjölfarið samhljóða vitnisburð um kynferðisárásina auk þess að mögulega taka eftirmálann upp á myndbandsupptökuvél sem þeir höfðu meðferðis.

Hvað sem því líður er ljóst að hér er á ferðinni kona með illan ásetning og það verður þessum manni til happs að vera í aðstöðu til að taka atvikið upp á myndband.

Hefði svo ekki verið, væri maðurinn nær örugglega á leið í fangelsi á grundvelli vitnisburðar tveggja sjónarvotta auk nágranna sem augljóslega áttu að heyra „neyðaróp“ konunnar.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

,

7 athugasemdir á “Falskar ásakanir: Leigusali sviðsetur kynferðisárás”

 1. Bergur Ísleifsson Says:

  Ja, hérna. Er þetta í alvöru?

 2. Eva Hauksdóttir Says:

  Hún er ekki einu sinni góður leikari. Áttu tengla á heimildir um þetta myndband?

  • Sigurður Says:

   Hér er einn sem inniheldur nafn konunnar, gistiheimilisins og tilvitnun í manninn sem varð fyrir þessari árás.

   http://www.imfamous.com/insane-landlord-cathy-tretola-lies-about-rape/

   Árásin stóð, skv. þessu, í 15 mínútur en þetta eru síðustu mínúturnar. Þetta byrjar með húsbroti og „venjulegri“ líkamsárás en breytist í óp um nauðgun þegar hann tekur upp myndavélina og tekur til við að kvikmynda það sem fram fer.

   Eftir því sem fram kemur í þessari grein, má rekja upphaf þessa deilna til þess að leigjandi hafi migið út um glugga.

   • Eva Hauksdóttir Says:

    Hafði hann migið út um glugga eða bara verið ásakaður um það? (Ekki svo að skilja að það skipti beinlínis máli, ég er bara forvitin.)

    • Eva Hauksdóttir Says:

     Ég reikna svosem ekki með að þú getir svarað því en efast einhvernveginn um að það sé staðfest.

     • Sigurður Says:

      Það eina sem ég veit er að honum ku hafa verið gefið þetta að sök en hann mun hafa neitað því. Það sem virðist ljóst er að eitthvað hefður komið upp á milli þeirra.

      Mér finnst líklegast að honum hafi verið sagt upp leigu (vegna vanskila eða fyrir að hafa migið út um gluggann) og ætlað að dvelja þarna út uppsagnarfrest sinn sem hafi ekki verið henni að skapi.

      Hann virðist hafa kært þetta og líklega munum við sjá fréttaflutning af málinu þegar það verður tekið fyrir.

%d bloggurum líkar þetta: