Hópur femínista vill öfuga sönnunarbyrði

30.11.2012

Blogg

Þótt ótrúlegt megi virðast, þá bætist enn í hóp forréttindafemínista sem vilja snúa við sönnunarbyrðinni í kynferðisbrotamálum, þ.e. að menn sem sakaðir eru um nauðgun séu álitnir sekir uns sakleysi er sannað, ef það þá sannast, en ekki öfugt eins og í öllum siðuðum réttarrríkjum.

Ég fékk sent skjáskot af innleggi Ingu Hrundar sem hún setti inn á sjálfshjálpargrúppu fyrir fólk með Gillz-óþol:

„Að mínu mati er ég ósammála réttarkerfinu með setningunni ,,saklaus uns sekt er sönnuð,, Því að nauðgun er ákveðið sálarlegt morð. Einnig er talið að erfiðustu mál til að koma áfram í héraðsdóm og sanna eru nauðganir og morð. Þar af leiðandi ætti að mínu mati beita sömu aðferðum á þau mál, og hefja orðatiltækið ,,sekur uns sakleysi er sannað,, Í þessu máli var fellt málið niður og ég tek hreint og skýrt fram að það er ekki það sama og að vera sýknaður. Einnig er slagorð réttakerfis í okkar samfélagi að halda frekar 10 sekum mönnum úti á götu frekar en 1 saklausann mann í fangelsi. 

Að fella málið niður gefur ekki til kynna að hann sé saklaus, það segir okkur að ekki hafi verið næg sönnunargögn til þess að koma málinu í héraðsdóm en það segir okkur alls ekki til um hvaða sönnunargögn voru fyrir hendi. 

Og miðað við, að í dag þarf að hafa nánast mynd, myndband eða játningu til þess að koma ofbeldismönnum nauðgunarfórnarlamba í fangelsi. 
Get ég að minnsta kosti ekki sett mikið traust á réttarkerfi Íslands“

Alvarlegt tilfelli prinsessuheilkennis gæti einhver sagt en þetta er bara ekki öll sagan. Þegar skjáskotið var tekið höfðu 19 manneskjur sett like við innlegg hennar. Mér finnst þetta skuggalegur fjöldi. Einkum m.v. það að hér er, að því er virðist, venjulegt fólk að mæla fyrir því að vernd þeim til handa gegn ægivaldi ríkisins sé frá þeim tekin.

Myndin sýnir innlegg snillingsins og nöfn þeirra sem merkt hafa like við færsluna. Til allrar hamingju hafa einhverjir tekið að sér það verk að andæfa þessari vitleysu í athugasemdum.

Forréttindafemínistar eru hörkuduglegir við að sverja af sér alla tilburði til að berjast fyrir öfugri sönnunarbyrði. Skjáskot af ámóta tilvikum eru því afskaplega vel þegin.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

10 athugasemdir á “Hópur femínista vill öfuga sönnunarbyrði”

  1. Sæmundur Halldórsson Says:

    Stílsnilld höfundar er á pari við lögfræðiþekkingu og skilning:
    „Að mínu mati er ég ósammála…“ ha?
    „Í þessu máli var fellt málið niður“, (eins og í „það var lamið mig“ eða „það var nauðgað mér“?). Þetta er aðeins það helsta, ég sleppi öllum tittlingaskít (má ennþá nota það orð?).
    Einn með vaxandi femífasistaóþol.

  2. Þórlaug Says:

    Það sem hún segir að hún hafi sagt og það sem hún sagði raunverulega er EKKI sami hluturinn.
    Að vera ekki sammála „saklaus uns sekt er sönnuð“ þýðir ekki (endilega) „að menn sem sakaðir eru um nauðgun séu álitnir sekir uns sakleysi er sannað, ef það þá sannast“. Það getur líka þýtt að skilgreining hennar – og allra þeirra sem settu like við póstinn – liggi á svæðinu á milli þessara tveggja hluta.
    Ég leyfi mér að fullyrða að fyrir flesta eru hlutirnir ekki svona svart/hvítir.

  3. Hildur Lilliendahl (@snilldur) Says:

    Ég held alveg örugglega að þetta séu upp til hópa unglingar sem þú ert að pönkast á. Töffaralegt.

  4. Hildur Lilliendahl (@snilldur) Says:

    Svo ég endurtakið það sem ég sagði við Evu, sem deildi þessu þvaðri í þér:

    Ég veit alveg að ummælin eru opinber. En þau falla inni á viðburði sem var stofnaður af menntaskólanemum til að mótmæla ákvörðun tímarits sem hefur unglinga fyrir markhóp. Ég veit líka að það er eðlilegt að þau hafi skoðanir, myndi sér pólitískar skoðanir. En þau hafa ekki sömu forsendur til að gera það og þú hefur.

    Og mér finnst lúalegt af miðaldra fólki að draga þessi ummæli saman á öðrum stöðum á internetinu þar sem krakkarnir vita ekki af því að verið er að ræða um þau og reyna að nota þau sem eitthvað pólitískt bitbein, reyna að beita þeim sem dæmum um það sem er að í umræðunni. Þessir krakkar eru ekkert í umræðunni og hafa mjög augljóslega ekki miklar forsendur til að vera þar. Hvorki stelpan sem skrifaði þetta innlegg né strákarnir sem mótmæla henni.

    • Sigurður Says:

      Velkomin Hildur og takk fyrir innleggið.

      Meðalaldur þeirra sem gefa upp fæðingarár sitt á þessum lista eða ég vissi fæðingarár er 27 ár. Miðaldra fyrrum þingmaður togar vissulega upp meðalaldurinn en hann er komin fast að fimmtugu.

      Þá fæ ég ekki séð að eldri og reyndari femínistar stígi fram og bendi „krökkunum“ á hvað þetta er fasísk hugmynd. Það segir sína sögu.

      • Hildur Lilliendahl (@snilldur) Says:

        Slepptu miðaldra þingmanninum og flettu fólkinu upp í Íslendingabók eða þjóðskrá og reiknaðu aftur. Þetta er villandi tala og þú veist það.

        • Sigurður Says:

          Ég nennti ekki að ganga svo langt.

          En veistu, ég ætla ekki að temja mér umburðarlyndi fyrir fólki sem afnema vill mannréttndi. Afnám mannréttindia byrjar alltaf með hugmyndinni um afnám mannréttinda. Þetta fólk er örugglega allt með kosningarétt og mun sjálfsagt flest nýta hann í þingkosningum á vori komanda.

          Slepptu ungmennunum og hugsaðu þetta út frá fyrrum þingmanninum eingöngu. Myndir þú þá enn segja að þetta skipti engu máli?

    • Sigurður Says:

      og svo ég taki það fram; þá er fyrrum þingmaðurinn, Hlynur Hallsson, ekki eitt nafnanna á þessari mynd. Hann hefur bæst við hóp þerra sem merkt hafa like við færsluna ásamt fimm öðrum frá því að skjáskotið var tekið.

      Spurning hvort hann er enn virkur í pólitísku starfi karlinn? Vissulega óhugnalegt viðhorf að hafa til réttarríkisins af fyrrum fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi.

    • Haukur Says:

      Hildur veit allra kvenna bezt að það á ekki (og þá sérstaklega af miðaldra fólki) að draga saman ummæli frá öðrum stöðum á internetinu þar sem viðkomandi vita ekki af því að verið er að ræða um þá og reyna að nota þau sem eitthvað pólitískt bitbein, reyna að beita þeim sem dæmum um það sem er að í umræðunni.

      Alla vega þá myndi hún aldrei gera slíkt!

  5. Jóhann Says:

    Veit til þess að kennarar við hinn ríkisrekna háskóla Íslands predika þetta yfir óhörnuðum nemendum sínum sem einhver vísindi til að koma í veg fyrir kynferðisbrot !

%d bloggurum líkar þetta: