Barnsrán með og án ríkisaðstoðar

1.12.2012

Blogg, Myndbönd

Meðfylgjandi innslag úr fréttaskýringarþættingum 60 Mínútur er hér af ákveðinni ástæðu. Hér er fjallað um mál ástraskrar móður sem nam börn sín á brott frá föður þeirra með ólögmætum hætti og flutti til heimalands síns. Hún braut þannig gegn rétti föður og barna en til að reyna að komast upp með glæpinn gerði hún manninum upp hinar ýmsu sakir.

Fyrir ekki margt löngu kom upp mál á lítilli eyju norður í hafi, barnsrán sem svipar um margt til þess sem hér er um rætt. Kona eignast börn með erlendum manni og nemur þau svo á brott frá heimalandi sínu í blóra við úrskurð þarlendra dómstóla um skipta umgengni. Til að reyna að komast upp með glæp sinn gerði hún manninum upp hinar ýmsu sakir.

Meginmunurinn á þessum tveimur málum er að móðurunni á litlu eyjunni tókst ekki að fá yfirvöld í heimalandi sínu til að hlutast til um málið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Það tókst aftur á móti þeirri áströlsku með þeim afleiðingum að utanríkisþjónustan þar í landi skipulagði og aðstoðaði konuna við að nema börn sín ólöglega á brott.

Fyrst það sem er sameiginlegt með málunum:

  • Báðar konurnar eignuðust börn feðruð manni með annað ríkisfang en þær sjálfar.
  • Síðar vilja konurnar skilja við mennina sína í kjölfar erfiðleika í sambúðinni/hjónabandinu.
  • Í báðum tilvikum hafa foreldrarnir sameiginlega forsjá skv. úrskurði yfirvalda í heimalandi föður eftir að hafa slitið samvistum.
  • Báðar verða konurnar ósáttar við að þurfa að lúta löglegum úrskurði um að deila umgengni barna sinna með feðrum þeirra.
  • Í báðum þessum málum nema mæðurnar börnin á brott frá föður gegn vilja hans og í blóra við lög heimalands föður og barna.
  • Konurnar bera sömu sakir á barnfeður sína um andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi gagnvart sér og börnum sínum. Þannig freista þær þess að telja yfirvöldum og öðrum trú um að þær séu í raun að bjarga börnunum en ekki að ræna þeim.
  • Konurnar leita báðar til yfirvalda og vilja að þau aðstoði þær við að fara ekki eftir áður uppkveðnum úrskkurðum um skipta umgengni.
  • Í báðum þessum málum voru börnin tekin með valdi af barnsræningjunum (konunum) sem þá grétu hástöfum yfir heimsins óréttlæti og kenndu öllum öðrum um en sjálfum sér, hvernig fyrir þeim var komið.

Það sem aftur á móti er ólíkt með þessum málum er þetta:

  • Ástralska konan fær aðstoð frá Utanríkisþjónustu Ástralíu við að ræna börnunum frá föðurnum og flytja með þau til upprunalands síns.
  • Konunni á litlu eyjunni í norðurhöfum er aftur á móti sagt að reka mál sitt fyrir dómstólum í heimalandi barna sinna sem áður höfðu kveðið upp úrskurðu um sameiginlegt forræði.

Í tilraun til að knýja fram vilja sinn í málinu hóf hún sérlega rætna ófræingarherferð gegn barnsföður sínum í heimalandi sínu. Ég fylgdist með hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum hleypa konunni í hljóðnema eða fyrir faman myndavélar þar sem hún sakaði barnsföður sinn aftur og aftur um alvarlega glæpi og kerfið allt fyrir að hafa brugðist sér. Hún sagði aftur og aftur að dómarnir, (að ég held þrír) sem féllu henni ekki í vil, byggðust á einhverjum fjarstæðukenndum misskilningi.

Hvorki maðurinn né „kerfið“ tók til varna með því að koma fram í fjölmiðlum. Maðurinn sennilega vegna þess að hann hafði hag barna sinna fyrir brjósti og var ef til vill með sómatilfinningu en „kerfið“ vegna þess að starfsmönnum þess er yfirleitt ekki leyfilegt að tjá sig um einstök mál.

Þorri þeirra sem tjáðu sig um málið virtist sem dáleiddur af framburði konunnar. Þrátt fyrir lygilegan og augljóslega stíliseraðan framburð virtust allir á því að konan hlyti bara að vera alveg sérstaklega óheppin og að faðirinn væri skrímsli sem borðaði börn. Meira að segja frétta- og fjölmiðlafólk gleypti við öllu sem konan sagði og gerði enga tilraun til að staðreyna fullyrðingar hennar.

Athugasemd ónefnds stjörnufemínista er kannski lýsandi fyrir það hvernig fólk gerði upp hug sinn í þessu máli. Sú sagðist framan af, viljað fara varlega í að kveða upp sinn dóm í málinu hafandi ekki nema eina hlið málsins. Eftir að hafa heyrt enn eitt viðtalið við konuna, sem þó var efnislega alveg eins og öll hin, var dómur hennar upp kveðinn; maðurinn var svín – augljóslega. Samt kom ekkert nýtt fram í þessu viðtali nema sama rullan og fleiri krókódílatár.

Stuttu eftir að enn einn dómurinn féll föðurnum í hag kom fyrrum sambýlismaður þessarar konu, og faðir að öðru barni, fram og lýsti því hvernig hún tálmaði umgengni milli hans og barns síns mörgum árum áður. Hvað gerði fjölmiðlafólkið á litlu eyjunni í því? Nákvæmlega ekki neitt.

Í þessu tæplega 40 mínútna langa myndbandi sérðu hvernig fer fyrir barnsræningjunum þegar þeir hitta alvöru rannsóknarfréttamenn, hvernig spilaborgin hrynur þegar einhverjum dettur hið augljósa í hug; að staðreyna fullyrðingarnar.

Ég hef heyrt af því að íslenska utanríkisþjónustan hafi einhverntíman aðstoðað konu við barnsrán við svipaðar kringumstæður. Ég myndi gjarnan vilja heyra frá einhverjum sem veit meira um það mál ef það er þá rétt.

SJ

Taktu þátt | Óskast Rannsókna- & heimildasafn |

3 athugasemdir á “Barnsrán með og án ríkisaðstoðar”

  1. Krímer Says:

    Stjörnufemínisti, góður.

  2. Eva Hauksdóttir Says:

    Takk fyrir þetta myndband. Það er með ólíkindum að yfirvöld hegði sér svona og hvernig er hægt að draga þau til ábyrgðar?

    Varðandi íslenska málið þá verð ég að taka undir þá skoðun að fjölmiðlar hafi staðið sig ævintýralega illa. En það er svosem ekkert nýtt.

    • Sigurður Says:

      Já þegar stórt er spurt.

      Ég hef svosem ekki rakið aðra þræði þessa máls og veit ekki meira en að það hefur töluvert verið fjallað um þetta mál í Ástralíu. Hinsvegar er auðvitað alltaf erfitt að draga ríki eða einstakar stofnanir þess til ábyrgðar er það ekki? Eins og fram kemur í lok myndbandsins þá einfaldlega neituðu allir starfsmenn utanríkisþjónustunnar, sem til var leitað, að veita viðtal.

      Svo er spurning hvort almenningsálitið sé á hans bandi þrátt fyrir þetta viðtal. Hugmyndin um góðu konuna og vonda karlinn er ansi útbreidd og nú á dögum getur fjölmiðlafólk bókstaflega búist við að fá skammir ef það ekki trúir konum sem væna karla um ofbeldi.

      Ég er sammála þér með gæði íslensku fjölmiðlanna en fjárinn, hér fannst mér þeir sökkva ansi djúpt.

%d bloggurum líkar þetta: