Öfug sönnunarbyrði – já takk!

4.3.2012

Blogg

Ég hef verið að fylgjast með umræðum um eitt innleggja er rötuðu í margfrægt albúm Hildar Lilliendahl. Ég fjallaði um þetta innlegg hér fyrir nokkrum dögum en þar lýsir karlmaður áhyggjum af því að femínistar vilji snúa við sönnunarbyrði í nauðgunarmálum. Nákvæmlega þessi ummæli urðu tilefni þess að Hildur tók af þeim skjáskot og birti í albúmi sínu „karlar sem hata konur“:

„Ofan á þetta vilja hörðust feministarnir svo snúa sönnunarbirðinni við, þannig að ef maður er kærður fyrir nauðgun, þá verði hann að sanna að hann sé saklaus ef hann á að geta um frjálst höfuð strokið“

Upp frá þessu hafa sprottið stórundarlegar umræður á netinu þar sem femínistar þvertaka fyrir að nokkur úr þeirra röðum hafi nokkru sinni sagt nokkuð þessu líkt, hvorki meira né minna.

Ég hef nýlega birt tilvitnanir í greinar og ummæli femínista og samtaka femínista sem talað hafa gegn því að grunaður maður skuli teljast saklaus uns sekt hann er sönnuð svosem telst til almennra mannréttinda í dag og síðustu áratugi. Þessi ummæli hafa þó ekki innihaldið kröfuna um öfuga sönnunarbyrði með beinum hætti þó auðvitað sé það afleiðing kröfunnar sem óumdeilanlega er sett fram, og það hafa femínistar kosið að gera að þrætuepli.

Nú er ég hinsvegar kominn með heimild þar sem femínisti mælir fyrir þessu og vísar til þess að aðrir femínistar hafi áður gert það. Þetta er enginn annar en launsátursfemínistinn sem segir í færslu sinni sem einmitt ber titilinn „Öfug sönnunarbyrði – já takk!“:

„Stundum hafa feministar rætt um að það yrði til mikilla bóta og myndi líklega leiða til að fleiri nauðgarar yrðu sakfelldir fyrir glæpi sína ef sönnunarbyrði væri snúið við í nauðgunarmálum, þ.e. að karlinn sem ákærður er yrði að sanna að hann hefði ekki nauðgað konunni. Þetta hefur mörgum karlinum þótt hræðileg hugmynd“

Í ljósi ofangreinds myndi ég nú vilja beina þeirri spurningu til Hildar Lilliendahl og allra hinna femínistana sem hafa þvertekið fyrir að femínistar hafi nokkru sinni óskað þess að tekin yrðu upp öfug sönnunarbyrði; er það enn þín skoðun að femínistar hafi aldrei farið fram á að tekin yrði upp öfug sönnunarbyrði og telur þú enn að það að tala um að femínistar hafi farið fram á öfuga sönnunarbyrði í nauðgunarmálum, sé til vitnis um kvenhatur þess sem það gerir?

SJ

, ,

18 athugasemdir á “Öfug sönnunarbyrði – já takk!”

 1. Árni Viðar Says:

  Mér finnst að við ættum að snúa sönnunarbyrði við í málum þar sem konur misnota drengi.

  Þá væri það á ábyrgð konunnar sem ásökuð er um níðið að sanna að hún hafi ekki gert neitt, á meðan drengurinn situr og bíður eftir sigrinum.

  ^ ^
  Hvernig líta hlutirnir út þegar horft er á þá frá hinni hlið borðsins?

  Hvernig getur nokkur manneskja, hvort sem viðkomandi er karl eða kona, karlremba, jafnréttissinni eða öfgafemínisti, LGBT eða straight, gul, brún eða hvít, risi, meðal eða dvergur, gömul eða ung…. hvernig getur NOKKRUM dottið til hugar að það sé í lagi að afnema grundvallar mannréttindi manneskju með þessum máta?

 2. Sigurður Jónsson Says:

  Velkominn Árni og takk fyrir innleggið.

  Það hefur svosem ekki komið fram að þetta eigi ekki að ná til kvenna sem nauðga en femínistar hafa þó kosið að leggja til afnám þessara mannréttinda í brotaflokkum þar sem karlmenn eru meirihluti gerenda.

  HItt er annað mál að ég held að baráttunni gegn kynferðisofbeldi hafi verið hagað þannig að misnotkun kvenna á börnum er ekki enn komin upp á yfirborðið.

  • Árni Viðar Says:

   Neinei, það er enginn að segja að þetta eigi ekki að ná til kvenna líka, en þar sem umræðan snýst 99% um karlmenn sem gerendur gegn konum (og varla minnst á hina þrjá valmöguleikana) þá kemur þetta að sjálfsögðu frekar niður á réttarstöðu karla en kvenna. Það er alls ekki nógu stór hluti kvenna sem þorir að kæra nauðgara sinn, en hversu stór hluti karlmanna þorir að viðurkenna að hann hafi verið svo mikill aumingi að hann hafi leyft konu að dóminera og nauðga sér? (Stereótýpísk hugsun, ekki mín eigin skoðun.) Alveg er ég viss um að kærur/brot hlutfallið er alveg stjarnfræðilega lágt í málefnum þar sem karlmenn eru þolendur, vegna þess að skömm karl-þolenda er jafnvel enn meiri en skömm kvenna (sem mikil er) þökk sé þessari stereótýpísku hugsun um að karlar séu alltaf sterkari aðilinn sem ekkert sigrar á…. sama hugsun og sú er bannar karlmönnum að grenja „eins og kelling“, tala um tilfinningar „eins og kelling“, og svo framvegis.

   Mitt innlegg var hinsvegar aðallega sett fram á þennan máta, semsagt að þetta bitni á réttarstöðu kvenna (sem þetta vissulega gerir, þó í tölfræðilega miklu minni hluta tilvika) í þeirri von að þá myndi fólk kannski sjá hvað þetta er virkilega vitlaus hugsun í baráttunni fyrir jafnri stöðu kynjanna.

   • Sigurður Jónsson Says:

    Já það er rétt, það er auviðtað ekki tilviljun að femínistar skuli hafa fengið áhuga á að snúa við sönnunarbyrði í einmitt þessum málaflokki. Ef mál þar sem konur nauðga kæmu einhverntíma til kasta ákæruvalds þá held ég að femínistar hefðu a.m.k. minni áhuga á að snúa við sönnunarbyrði í þessum málum.

    Mig minnir að það hafi verið kanadísk yfirvöld sem stóðu fyrir átaki til að vekja fólk til vitundarvakningar um kynferðisofbeldi kvenna. Þar sá ég á sínum tíma sláandi tölur um hlutfall kvenna sem brotamanna í þessum brotaflokki.

    Hugsaðu þér t.d. að hér á landi hefur kona aldrei verið ákærð og dæmd fyrir kynferðislega misnotkun á barni! Eigum við að trúa því að það sé vegna þess að kona hafi aldrei misnotað barn? Ég held ekki, og mér finnst áhugavert að allt þetta batterý sem hefur það að atvinnu að tala um kynferðisofbeldi skuli ekki minnast einu litlu orði á það. Það á bersýnilega bara að tala það ofbeldi í hel sem karlar fremja.

    Það er auðvitað mikil firring af femínistum að láta sér detta þetta í hug og eins og þú bendir á þá myndu þær sjálfsagt ekki vilja standa frammi fyrir ásökun sjálfar í því umhverfi sem þær eru að reyna að skapa. Að skoða kröfur bandarískra femínista um öfuga sönnunarbyrði er líka áhugavert, þar í landi tempruðu femínistar af afrískum uppruna alla slíka tilburði þar sem þær þekktu of mörg mál þar sem svartir karlar voru dæmdir að ósekju fyrir að hafa nauðgað hvítum konum. Þannig hafði kynþáttavíddin að einhverju leyti áhrif umfram kynjavíddina.

    Hér á landi er ekkert sem temprar þessa brjálsemi og því brýst hún fram með kröfum sem settar eru fram opinberlega, bæði úr munni einstakra femínista fyrir eigin reikning og svo frá talskonum heilu femínistasamtakanna.

 3. Halldór Benediktsson Says:

  Það eru þó góðar fréttir að Hildur vill ekki kannast við svona viðsnúning.

  • Sigurður Jónsson Says:

   Rétt er það og ágætt að það komi fram að aðspurð um skoðun sína á öfugri sönnunarbyrði í nauðgunarmálum sagði hún á opinni línu dv:

   „Mér finnst hún fáránleg og fullkomlega óréttlætanleg og veit ekki til þess að ég hafi nokkurntímann hitt manneskju sem finnst neitt annað“

 4. Sigurður Jónsson Says:

  Þá er rétt að taka fram að Hildur hefur fengið ofangreinda spurningu senda til sín og stendur til boða að svara henni.

  Ég vil svo þakka Launsátursfemínistanum kærlega fyirr að halda þessari heimild til haga.

 5. Halldór Says:

  Það er algjör fáviska að bera saman efnahagsbrot eins og t.d. uppruna tekna og líkamsárásar- og/eða kynferðisbrot.

  • Inga Stella Says:

   … og hvernig færðu það út?

   • Halldór Says:

    Þarf ég að útskýra það?

    Eitt gefur eftir sig pappírslóð ef þú aflar því á lögmætan hátt, annað er maður sem segir að annar maður gerir eitthvað á hlut hans (hvort sem það er kven- eða karlmaður).

    Gefur augaleið (þrátt fyrir ofureinföldun hérna) að það þýðir ekki að afrita beitingu reglna í efnahag yfir á lagaumhverfi líkamsárása og kynferðisbrota.

    Hér vil ég segja að það er vanalega spurt um hvar viðkomandi sé staddur á meðan árásin átti sér stað og það grunsamlegra ef engin fjarvistarsönnun sé til staðar eða hún sé óstaðfest.

 6. Jónatan Says:

  „Femínistar“ hafa ekki lagt til að sönnunarbyrði verði snúið við þó að _einn_ nafnlaus bloggari hafi gert það. Jafnvel þó að sá segi að femínistar hafi „stundum“ rætt það. Staðreyndin er sú að það hefur aldrei nokkurntímann verið sett fram af neinni alvöru í umræðunni að sönnunarbyrði verði snúið við. Aldrei nokkurntímann.

  Hið rétta er að til eru einstaka dæmi um að einstaka nafnlausir femínískir bloggarar hér á landi og hugsanlega einhverjir femínískir róttæklingar í útlöndum hafi talað um öfuga sönnunarbyrði. Þessi hugmynd hefur hins vegar aldrei komist á dagskrá hjá femínistum, og aldrei verið rædd af íslenskum femínistum. Fullyrðingar um að femínistar vilji öfuga sönnuarbyrði er því í besta falli útúrsnúningur og í versta falli hrein og klár lygi. Sennilega er skýringin þó hugmyndafræðilega mótíveraður misskilningur – andúð þín á femínistum kemur í veg fyrir að þú getir séð þá og málflutning þeirra í réttu ljósi.

  • Halldór Benediktsson Says:

   Jónatan, er launsátursbloggarinn ekki íslenskur femínisti?

   Talandi um útúrsnúninga…

  • Sigurður Jónsson Says:

   Velkominn Jónatan og takk fyrir innleggið.

   Ég skal viðurkenna það að mér hefur oft reynst erfitt að feta þrönga stigu hins femíníska sannleika. Innlegg þitt er kannski svolítið lýsandi fyrir ástæður þess.

   Svo langar mig að benda þér á nýlega færslu um ummæli talskonu Stígamóta gegn því að ásakaður maður teljist saklaus uns sekt hans er sönnuð. Þar hefur þú opinber samtök femínista sem setja þetta mál á dagskrá.

   https://forrettindafeminismi.wordpress.com/2012/02/24/baratta-feminista-fyrir-afnami-mannrettinda/

   • Jónatan Says:

    Einn nafnlaus bloggari að fabúlera er ekki það sama og að „femínistar“ hafi lagt eitthvða til, hvað þá að þeir vilji láta snúa við sönnunarbyrði í nauðgunarmálum. Útúrsnúningurinn er að halda því fram að slíkt hafi einhverntímann verið einhverskonar baráttumál eða dagskrár mál íslenskra femínista.

    Þessi staðhæfing er satt best að segja vitlausari en að halda því fram að karlmenn og þó sérstaklega þið andfemínistar hafi lagt til að besta leiðin til að fást við femískar konur sé að nauðga þeim til að þagga niður i þeim. Því vissulega hefur það komið fyrir að karlmenn og andfemínistar tali þannig.

    Ég gæti fullyrt þetta og látið svo eins og þið séuð með ósanngjörn undanbrögð og útúrsnúninga þegar þið bendið á að það sé fráleitt að slíkt sé einhver hugmynd sem karlmenn hafi almennt eða karlmenn sem eru ósáttir við málflutning femínista hafi einhvernveginn sem hópur lagt þetta til. Og talað svo um „stigu hins karllæga sannleika“ og verið ægilega sár yfir því að þið séuð að hanga í smáatriðum eins og heilbrigðri skynsemi.

    Nei. „Femínistar“ hafa aldrei lagt til að sönnunarbyrði verði snúið við. Einstaka femínisti eða nafnlaus bloggari kann að hafa velt því fyrir sér hvort slíkt væri skynsamlegt.

    • Sigurður Jónsson Says:

     Ég skil hvað þú ert að fara. En hvað finnst þér þá um ummæli Guðrúnar í Stígamótum sem barmar sér yfir því að menn skuli teljast saklausir uns sekt er sönnuð? Hvað er handan við það horn?

    • Kristinn Says:

     Í tilvitnuninni var talað um „hörðustu femínista“. Er ekki augljóst að verið er að tala um róttækara fólk en hinn almenna femínista? Það er í það minnsta ekki rétt að taka þetta „hörðustu“ frá og kalla þetta síðan lygar um femínista almennt.

     Vanda sig aðeins.

    • Sigurður Jónsson Says:

     Og svo má kannski minna á að þessi færsla snýst karl sem endaði í albúmi Hildar fyrir að segja:

     „Ofan á þetta vilja hörðust feministarnir svo snúa sönnunarbirðinni við…“

     Við hljótum að vera sammála um að það að segja að einhverjir harðir femínstar vilji þetta geti varla verið til marks um hatur á konum þegar þetta er einfaldlega rétt, hver svosem sess þess femínista sem á í hlut er.

 7. Sigurður Jónsson Says:

  Hildur hefur svarað svipaðri fyrirspurn á öðru bloggi. Sjá hér: http://www.andmenning.com/?p=10093#comments

  Út úr svari hennar má lesa að henni finnst það að segja:

  “Ofan á þetta vilja hörðust feministarnir svo snúa sönnunarbirðinni við, þannig að ef maður er kærður fyrir nauðgun, þá verði hann að sanna að hann sé saklaus ef hann á að geta um frjálst höfuð strokið”

  Lýsi enn hatri viðkomandi á konum því Launsátursbloggarinn hafi sagt þetta fyrir heilum 5 árum og sennilega verið að djóka. Svo sé launsátursbloggarinn líka nafnlaus og ekki alvöru femínisti. Þó hefur Hildur ekki minna álit á Launsátursbloggaranum en svo að hún vísar í það blogg frá sínu bloggi.

  Ég segi nú bara að fyrst ekki má lengur vitna í femínista án þess að það sé orðið kvennahatur þá er nú eitthvað meira en lítið bogið við það sem femínistar eru sjálfir að segja.

%d bloggurum líkar þetta: